Mæðgur í gæsluvarðhaldi vegna innflutnings á kókaíni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2020 09:24 Konurnar voru handteknar á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Jóhann Mæðgur eru í gæsluvarðhaldi eftir að hafa reynt að smygla kókaíni til landsins fyrr í þessum mánuði. Þær voru að koma frá Belgíu og voru stöðvaðar af tollgæslu við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli vegna gruns um að þær væru með fíkniefni að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Lögreglan á Suðurnesjum handtók þær í kjölfarið og reyndust þær vera með fíkniefni innvortis, önnur með sex pakkningar og hin með fimm. Samtals var um að ræða nær 500 grömm af efninu. Þær voru í kjölfarið úrskurðaðar í gæsluvarðhald. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að ein hættulegasta leiðin sem notuð sé til að smygla fíkniefnum til landsins sé að flytja mikið magn af sterku kókaíni innvortis. Einnig séu dæmi um að fólk flytji MDMA og önnur sterk efni á þennan hátt. Það geti tekið marga daga fyrir fólk að skila efnunum frá sér og fylgi því gríðarlega áhætta. Oftast séu þessir aðilar, sem flytja fíkniefni innvortis til landsins, burðardýr og séu jafnvel að smygla inn fyrir einhvern annan. Oft séu þetta erlendir aðilar sem hafi engin tengsl við landið og því miður sé það oft ungt fólk sem hafi komið sér í skuld vegna neyslu og fari þessa leið til að greiða skuldina. Dæmi sé um að aðilar hafi setið í fangaklefum í allt að sautján daga til að skila af sér efnum sem þeir hafa innbyrt. Oft sé það einnig þannig að hver pakkning sem gleypt er getur vegið allt að 10 til 15 grömm og það geti oft endað þannig að komi gat á slíkar pakkningar innvortis í burðardýrinu. Slíkt magn af hreinu kókaíni geti án efa leitt til dauða. Lögreglan hvetur fólk sem hefur upplýsingar varðandi fíkniefni, mansal og/eða vændi að hafa samband við lögreglu og koma upplýsingum á framfæri. Fullri nafnleynd er heitið. Talhólf og netfang er vaktað allan sólarhringinn sem tryggir að upplýsingarnar berist fljótt og vel til viðkomandi lögregluembætta. Upplýsinga-/fíkniefnasíminn er 800-5005. Þegar hringt er í upplýsingasímann svarar talhólf. Þar getur þú lesið inn þær upplýsingar sem þú vilt koma á framfæri við lögreglu. Hægt er að gefa upplýsingarnar upp nafnlaust. Ef lögreglu er heimilt að hafa samband eða þú óskar þess þarf að taka það fram og gefa upplýsingar um nafn, símanúmer eða netfang. Einnig má hafa samband í gegnum netfangið info@rls.is. Einnig er hægt að senda okkur skilaboð í gegnum samfélagsmiðla. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjum upplýsingum frá lögreglu. Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Fíkn Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira
Mæðgur eru í gæsluvarðhaldi eftir að hafa reynt að smygla kókaíni til landsins fyrr í þessum mánuði. Þær voru að koma frá Belgíu og voru stöðvaðar af tollgæslu við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli vegna gruns um að þær væru með fíkniefni að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Lögreglan á Suðurnesjum handtók þær í kjölfarið og reyndust þær vera með fíkniefni innvortis, önnur með sex pakkningar og hin með fimm. Samtals var um að ræða nær 500 grömm af efninu. Þær voru í kjölfarið úrskurðaðar í gæsluvarðhald. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að ein hættulegasta leiðin sem notuð sé til að smygla fíkniefnum til landsins sé að flytja mikið magn af sterku kókaíni innvortis. Einnig séu dæmi um að fólk flytji MDMA og önnur sterk efni á þennan hátt. Það geti tekið marga daga fyrir fólk að skila efnunum frá sér og fylgi því gríðarlega áhætta. Oftast séu þessir aðilar, sem flytja fíkniefni innvortis til landsins, burðardýr og séu jafnvel að smygla inn fyrir einhvern annan. Oft séu þetta erlendir aðilar sem hafi engin tengsl við landið og því miður sé það oft ungt fólk sem hafi komið sér í skuld vegna neyslu og fari þessa leið til að greiða skuldina. Dæmi sé um að aðilar hafi setið í fangaklefum í allt að sautján daga til að skila af sér efnum sem þeir hafa innbyrt. Oft sé það einnig þannig að hver pakkning sem gleypt er getur vegið allt að 10 til 15 grömm og það geti oft endað þannig að komi gat á slíkar pakkningar innvortis í burðardýrinu. Slíkt magn af hreinu kókaíni geti án efa leitt til dauða. Lögreglan hvetur fólk sem hefur upplýsingar varðandi fíkniefni, mansal og/eða vændi að hafa samband við lögreglu og koma upplýsingum á framfæri. Fullri nafnleynd er heitið. Talhólf og netfang er vaktað allan sólarhringinn sem tryggir að upplýsingarnar berist fljótt og vel til viðkomandi lögregluembætta. Upplýsinga-/fíkniefnasíminn er 800-5005. Þegar hringt er í upplýsingasímann svarar talhólf. Þar getur þú lesið inn þær upplýsingar sem þú vilt koma á framfæri við lögreglu. Hægt er að gefa upplýsingarnar upp nafnlaust. Ef lögreglu er heimilt að hafa samband eða þú óskar þess þarf að taka það fram og gefa upplýsingar um nafn, símanúmer eða netfang. Einnig má hafa samband í gegnum netfangið info@rls.is. Einnig er hægt að senda okkur skilaboð í gegnum samfélagsmiðla. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjum upplýsingum frá lögreglu.
Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Fíkn Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira