Manchester United er í viðræðum við Odion Ighalo um að ganga í raðir félagsins en Sky Sports greinir frá þessu.
Ighalo er nígerískur framherji er nú á mála hjá Shanghai Shenhua í Kína en leikmenn vilja komast í burtu frá landinu vegna Wuhan-veirunnar.
Talið er að það séu helmingslíkur á að Ighalo gangi í raðir Rauðu djöflanna áður en glugganum lokar í kvöld. Ighalo lék með Watford frá 2014 til 2017 við góðan orðstír.
Man. United leitar nú að framherja vegna meiðsla Marcus Rashford en hann mun vera frá næstu mánuði.
Manchester United are in #DeadlineDay talks with former Watford striker Odion Ighalo.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 31, 2020
Í dag var greint frá því að 20 miljóna punda boði United í norska landsliðsmanninn Joshua King hafi verið hafnað en spennandi verður að sjá hvað gerist í kvöld.
Tottenham var einnig orðað við hinn þrítuga Ighalo í dag en hann mun fara á láni frá Kína fram á sumar.