Handbolti

Rúm þrjú ár frá síðasta sigri Hauka á FH

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr leik FH og Hauka 15. desember 2016. Það er síðasti sigur Hauka á FH-ingum.
Úr leik FH og Hauka 15. desember 2016. Það er síðasti sigur Hauka á FH-ingum. vísir/ernir

Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar eigast við í Kaplakrika í Olís-deild karla annað kvöld.

Haukar freista þess þá að binda endi á rúmlega þriggja ára bið sína eftir sigri á FH.

Síðasti sigur Hauka á FH kom 15. desember 2016. Haukar unnu þá eins marks sigur í Krikanum, 29-30.

Síðan þá hafa liðin mæst sex sinnum. FH vann þriðja og síðasta leikinn gegn Haukum tímabilið 2016-17 og báða leikina tímabilið 2017-18.

Á síðasta tímabili gerðu þau jafntefli í báðum leikjunum sem og í fyrri leiknum á þessu tímabili.

Leikur FH og Hauka hefst klukkan 20:00 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Leikir FH og Hauka undanfarin fjögur tímabil

2019-20

9. október 2019

Haukar 29-29 FH

2018-19

10. desember 2018

FH 25-25 Haukar

12. september 2018

Haukar 29-29 FH

2017-18

18. desember 2017

FH 30-29 Haukar

25. september 2017

Haukar 23-27 FH

2016-17

29. mars 2017

Haukar 28-30 FH

15. desember 2016

FH 29-30 Haukar

12. október

Haukar 24-28 FH




Fleiri fréttir

Sjá meira


×