„Þetta er fyrsti bikarinn sem ég nokkurn tímann vinn“ Sóley Guðmundsdóttir skrifar 31. janúar 2020 21:30 Vala og Siggi sigurvegarar Allir geta dansað. Vísir/M. Flóvent Vala Eiríks og Siggi eru sigurvegarar í Allir geta dansað. Þau voru orðlaus þegar úrslitin voru tilkynnt. „Ég er svo þakklát fyrir þetta og þetta er fyrsti bikarinn sem ég nokkurn tímann vinn!" segir Vala og bætir við: „Ég ætla að sofa með bikarinn uppi í rúmi." Stefán Árni Pálsson var í Glimmerhöllinni og gerði upp þáttinn. Dómararnir voru í skýjunum með frammistöðu þeirra í kvöld. „Algjörlega magnað Quickstep" sagði Karen. „Að ná þessum hraða er mjög erfitt, snerpan er flott og vel samsett. Súper!" Jóhann var á sama máli. „Gaman að sjá svona fallegan og vel unnin Quickstep og þetta dásamlega bros". „Flottasta atriðið í þessum tveimur seríum sem ég hef horft á. Þið eruð svo nákvæm og það er að skila sér. Öll umgjörð geggjuð. Bravó!" sagði Selma í lokin. Fyrri dans þeirra Völu og Sigga má sjá í spilaranum hér að neðan. Fyrri dansinn sem þau dönsuðu var Quickstep og sá seinni var Paso Doble sem þau dönsuðu í fimmta þætti. Vala og Siggi fengu fullt hús stiga í kvöld. Þau fengu 10 frá öllum dómurunum í báðum sínum dönsum. Einkunnir dómara giltu þó ekkert í kvöld og var það símakosningin sem réði úrslitum. Allur ágóði símakosningarinnar í kvöld rann til Ljóssins. Ljósið er endurhæfingarmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein. Ljósið sinnir einnig aðstandendum þeirra. Um 450 einstaklingar eru í endurhæfingu hjá Ljósinu í hverjum mánuði. Vegna aukinnar aðsóknar eru þau að stækka húsnæðið til að fá betri aðstöðu. Annarri seríu af Allir geta dansað er hér með lokið með sigri Völu Eiríks og Sigga. Vísir var í Glimmerhöllinni og fylgdist með gangi mála.
Vala Eiríks og Siggi eru sigurvegarar í Allir geta dansað. Þau voru orðlaus þegar úrslitin voru tilkynnt. „Ég er svo þakklát fyrir þetta og þetta er fyrsti bikarinn sem ég nokkurn tímann vinn!" segir Vala og bætir við: „Ég ætla að sofa með bikarinn uppi í rúmi." Stefán Árni Pálsson var í Glimmerhöllinni og gerði upp þáttinn. Dómararnir voru í skýjunum með frammistöðu þeirra í kvöld. „Algjörlega magnað Quickstep" sagði Karen. „Að ná þessum hraða er mjög erfitt, snerpan er flott og vel samsett. Súper!" Jóhann var á sama máli. „Gaman að sjá svona fallegan og vel unnin Quickstep og þetta dásamlega bros". „Flottasta atriðið í þessum tveimur seríum sem ég hef horft á. Þið eruð svo nákvæm og það er að skila sér. Öll umgjörð geggjuð. Bravó!" sagði Selma í lokin. Fyrri dans þeirra Völu og Sigga má sjá í spilaranum hér að neðan. Fyrri dansinn sem þau dönsuðu var Quickstep og sá seinni var Paso Doble sem þau dönsuðu í fimmta þætti. Vala og Siggi fengu fullt hús stiga í kvöld. Þau fengu 10 frá öllum dómurunum í báðum sínum dönsum. Einkunnir dómara giltu þó ekkert í kvöld og var það símakosningin sem réði úrslitum. Allur ágóði símakosningarinnar í kvöld rann til Ljóssins. Ljósið er endurhæfingarmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein. Ljósið sinnir einnig aðstandendum þeirra. Um 450 einstaklingar eru í endurhæfingu hjá Ljósinu í hverjum mánuði. Vegna aukinnar aðsóknar eru þau að stækka húsnæðið til að fá betri aðstöðu. Annarri seríu af Allir geta dansað er hér með lokið með sigri Völu Eiríks og Sigga. Vísir var í Glimmerhöllinni og fylgdist með gangi mála.
Allir geta dansað Mest lesið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Fleiri fréttir Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Sjá meira