Ein af stórstjörnum í Super Bowl á sunnudaginn vill keppa á Ólympíuleikunum í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2020 14:00 Tyreek Hill er mögulega fljótasti leikmaður NFL-deildarinnar. Getty/Peter Aiken Tyreek Hill og félagar í Kansas City Chiefs eiga á sunnudagskvöldið möguleika á að vinna fyrsta NFL-titil félagsins í fimmtíu ár. Hinn eldsnöggi Tyreek Hill er einn af lykilmönnum liðsins en það eru fáir fljótari í NFL-deildnini en þessi 25 ára gamli útherji Kansas City Chiefs. Tyreek Hill er svo fljótur að hann er kallaður „Blettatígurinn“ í NFL-heiminum. Það er hins vegar ekki nóg fyrir Tyreek Hill að vinna bara NFL-titilinn á þessu ári því hann vill líka komast á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Tyreek Hill says he wants to try out for the US Olympic team if he’s healthy after the Super Bowl. This was Cheetah’s speed in HIGH SCHOOL @brgridiron (via @thecheckdown)pic.twitter.com/H6kdk512x9— Bleacher Report (@BleacherReport) January 30, 2020 „Ef ég verð heill eftir tímabilið og hugurinn á réttum stað þá langar mig að vinna mér sæti í Ólympíuliðinu,“ sagði Tyreek Hill í viðtali við David Smith á Pro Football Talk. Tyreek Hill hefur gengið svo langt að skoða hvað hann þurfi að gera til þess að komast með á Ólympíuleikanna. Leikarnir fara fram í Japan 24. júlí til 9. ágúst. Tyreek Hill segist hins vegar þurfa að létta sig ætli hann að keppa á Ólympíuleikunum. Tyreek Hill says he wants to try out for the Olympics https://t.co/6fxSnsoAUV— ProFootballTalk (@ProFootballTalk) January 29, 2020 „Vandamálið er að ég er 88 kíló í núna. Þegar ég var í menntaskóla og hljóp 100 metrana á 9,9 sekúndum þá var ég bara 79 kíló. Ég gæti því þurft að breyta öllu mataræðinu mínu en það hefur hjálpað mér að komast þangað sem ég er í dag,“ sagði Hill. Það eru fáir varnarmenn sem eiga roð í Tyreek Hill á sprettinum og hann er líklegur kandídat í að skora snertimörk í Super Bowl leiknum á sunnudagskvöldið. Hann býr líka að því að Patrick Mahomes er að kasta á honum boltanum og tengdasonur Mosfellsbæjar á ekki í miklum vandræðum með að kasta langt. Tyreek Hill skoraði 7 snertimörk í 12 leikjum Chiefs í deildarkeppninni en á enn eftir að skora snertimark í úrslitakeppninni.Leikur Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin með upphitun klukkan 22.00. Leikurinn sjálfur hefst síðan klukkan hálf tólf. NFL Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Sjá meira
Tyreek Hill og félagar í Kansas City Chiefs eiga á sunnudagskvöldið möguleika á að vinna fyrsta NFL-titil félagsins í fimmtíu ár. Hinn eldsnöggi Tyreek Hill er einn af lykilmönnum liðsins en það eru fáir fljótari í NFL-deildnini en þessi 25 ára gamli útherji Kansas City Chiefs. Tyreek Hill er svo fljótur að hann er kallaður „Blettatígurinn“ í NFL-heiminum. Það er hins vegar ekki nóg fyrir Tyreek Hill að vinna bara NFL-titilinn á þessu ári því hann vill líka komast á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Tyreek Hill says he wants to try out for the US Olympic team if he’s healthy after the Super Bowl. This was Cheetah’s speed in HIGH SCHOOL @brgridiron (via @thecheckdown)pic.twitter.com/H6kdk512x9— Bleacher Report (@BleacherReport) January 30, 2020 „Ef ég verð heill eftir tímabilið og hugurinn á réttum stað þá langar mig að vinna mér sæti í Ólympíuliðinu,“ sagði Tyreek Hill í viðtali við David Smith á Pro Football Talk. Tyreek Hill hefur gengið svo langt að skoða hvað hann þurfi að gera til þess að komast með á Ólympíuleikanna. Leikarnir fara fram í Japan 24. júlí til 9. ágúst. Tyreek Hill segist hins vegar þurfa að létta sig ætli hann að keppa á Ólympíuleikunum. Tyreek Hill says he wants to try out for the Olympics https://t.co/6fxSnsoAUV— ProFootballTalk (@ProFootballTalk) January 29, 2020 „Vandamálið er að ég er 88 kíló í núna. Þegar ég var í menntaskóla og hljóp 100 metrana á 9,9 sekúndum þá var ég bara 79 kíló. Ég gæti því þurft að breyta öllu mataræðinu mínu en það hefur hjálpað mér að komast þangað sem ég er í dag,“ sagði Hill. Það eru fáir varnarmenn sem eiga roð í Tyreek Hill á sprettinum og hann er líklegur kandídat í að skora snertimörk í Super Bowl leiknum á sunnudagskvöldið. Hann býr líka að því að Patrick Mahomes er að kasta á honum boltanum og tengdasonur Mosfellsbæjar á ekki í miklum vandræðum með að kasta langt. Tyreek Hill skoraði 7 snertimörk í 12 leikjum Chiefs í deildarkeppninni en á enn eftir að skora snertimark í úrslitakeppninni.Leikur Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin með upphitun klukkan 22.00. Leikurinn sjálfur hefst síðan klukkan hálf tólf.
NFL Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Sjá meira