Trae Young magnaður í nótt: „Ég er að verða betri á hverjum degi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2020 07:30 Trae Young er að verða einn af bestu leikmönnum NBA-deildarinnar. Getty/Scott Cunningham/ Tímabilið verður alltaf betra og betra fyrir stjörnubakvörðinn Trae Young í NBA-deildinni í körfubolta en verra og verra fyrir Golden State Warriors. Trae Young var kosinn í Stjörnuleik NBA deildarinnar á dögunum og í nótt sýndi hann af hverju. Trae Young var með 39 stig og 18 stoðsendingar þegar Atlanta Hawks vann 127-117 sigur á sterku liði Philadelphia 76ers. „Mér fannst ég þurfa að sanna mig aðeins,“ sagði Trae Young eftir leikinn. Trae Young fékk líka nokkra athygli á sig eftir að sagt var frá því að hann hafi verið uppáhaldsleikmaður Gigi Bryant, dóttur Kobe Bryant sem fórst með pabba sínum í þyrluslysinu. Trae Young goes off for 29 PTS, 11 AST in the 1st half. The @ATLHawks lead the @sixers 74-67 at halftime. pic.twitter.com/01ZO5wRggq— NBA (@NBA) January 31, 2020 „Ég held að mér hafi tekist að spila nokkuð vel í kvöld frá upphafi til enda. Ég er að verða betri á hverjum degi,“ sagði Trae Young. Hann er nú í þriðja sæti í stigaskori í deildinni með 29,4 stig í leik og í öðru sæti í stoðsendingum á eftir LeBron James með 9,2 slíkar í leik. Ben Simmons skoraði 31 stig fyrir 76ers og Joel Embiid var með 21 stig og 14 fráköst. Shake Milton skoraði 27 stig. Hjá Atlanta var John Collins með 17 stig og 20 fráköst. Gordon Hayward skoraði 25 stig þegar Boston Celtics vann 119-104 sigur á Golden State Warriors. Marcus Smart var með 17 af 21 stigi sínu í seinni hálfleik í fimmta sigri Boston í síðustu sex leikjum. Jayson Tatum kom aftur inn í lið Boston eftir þriggja leikja fjarveru vegna nárameiðsla og var með 20 stig á 24 mínútum. D’Angelo Russell var atkvæðamestur hjá Golden State liðinu með 22 stig en þetta var fimmta tap liðsins í röð og 39. tapleikur liðsins á tímabilinu. Liðið hefur aðeins unnið tíu. Denver Nuggets vann 106-100 sigur á Utah Jazz í uppgjöri tveggja liða í toppbaráttu Vesturdeildarinnar sem voru með jafnmarga sigra fyrir leikinn. Nikola Jokic var með 28 stig og 10 stoðsendingar í leiknum en það dugði ekki Utah að Jordan Clarkson kom með 37 stig inn af bekknum. Paul George skoraði aðeins 8 stig og Kawhi Leonard kom ekkert inn á völlinn þegar Los Angeles Clippers tapaði á móti Sacramento Kings, 124-103, á heimavelli sínum í Staples Center. De'Aaron Fox skoraði 34 stig fyrir Sacramento. Jayson Tatum (20 PTS) with the fake, foot-work, and floater on TNT. pic.twitter.com/PoRB0AfnAF— NBA (@NBA) January 31, 2020 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Boston Celtics - Golden State Warriors 119-104 Atlanta Hawks - Philadelphia 76ers 127-117 Cleveland Cavaliers - Toronto Raptors 109-115 Washington Wizards - Charlotte Hornets 121-107 Denver Nuggets - Utah Jazz 106-100 Los Angeles Clippers - Sacramento Kings 103-124 Narrated by Paul George, the LA Clippers pay tribute to Kobe Bryant, his daughter Gianna, and all of the lives lost on Sunday. pic.twitter.com/EkSamRXIii— NBA (@NBA) January 31, 2020 The Boston Celtics pay tribute to Kobe Bryant, his daughter Gianna, and all of the lives lost on Sunday. pic.twitter.com/RTdw7ws6oo— NBA (@NBA) January 31, 2020 NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
Tímabilið verður alltaf betra og betra fyrir stjörnubakvörðinn Trae Young í NBA-deildinni í körfubolta en verra og verra fyrir Golden State Warriors. Trae Young var kosinn í Stjörnuleik NBA deildarinnar á dögunum og í nótt sýndi hann af hverju. Trae Young var með 39 stig og 18 stoðsendingar þegar Atlanta Hawks vann 127-117 sigur á sterku liði Philadelphia 76ers. „Mér fannst ég þurfa að sanna mig aðeins,“ sagði Trae Young eftir leikinn. Trae Young fékk líka nokkra athygli á sig eftir að sagt var frá því að hann hafi verið uppáhaldsleikmaður Gigi Bryant, dóttur Kobe Bryant sem fórst með pabba sínum í þyrluslysinu. Trae Young goes off for 29 PTS, 11 AST in the 1st half. The @ATLHawks lead the @sixers 74-67 at halftime. pic.twitter.com/01ZO5wRggq— NBA (@NBA) January 31, 2020 „Ég held að mér hafi tekist að spila nokkuð vel í kvöld frá upphafi til enda. Ég er að verða betri á hverjum degi,“ sagði Trae Young. Hann er nú í þriðja sæti í stigaskori í deildinni með 29,4 stig í leik og í öðru sæti í stoðsendingum á eftir LeBron James með 9,2 slíkar í leik. Ben Simmons skoraði 31 stig fyrir 76ers og Joel Embiid var með 21 stig og 14 fráköst. Shake Milton skoraði 27 stig. Hjá Atlanta var John Collins með 17 stig og 20 fráköst. Gordon Hayward skoraði 25 stig þegar Boston Celtics vann 119-104 sigur á Golden State Warriors. Marcus Smart var með 17 af 21 stigi sínu í seinni hálfleik í fimmta sigri Boston í síðustu sex leikjum. Jayson Tatum kom aftur inn í lið Boston eftir þriggja leikja fjarveru vegna nárameiðsla og var með 20 stig á 24 mínútum. D’Angelo Russell var atkvæðamestur hjá Golden State liðinu með 22 stig en þetta var fimmta tap liðsins í röð og 39. tapleikur liðsins á tímabilinu. Liðið hefur aðeins unnið tíu. Denver Nuggets vann 106-100 sigur á Utah Jazz í uppgjöri tveggja liða í toppbaráttu Vesturdeildarinnar sem voru með jafnmarga sigra fyrir leikinn. Nikola Jokic var með 28 stig og 10 stoðsendingar í leiknum en það dugði ekki Utah að Jordan Clarkson kom með 37 stig inn af bekknum. Paul George skoraði aðeins 8 stig og Kawhi Leonard kom ekkert inn á völlinn þegar Los Angeles Clippers tapaði á móti Sacramento Kings, 124-103, á heimavelli sínum í Staples Center. De'Aaron Fox skoraði 34 stig fyrir Sacramento. Jayson Tatum (20 PTS) with the fake, foot-work, and floater on TNT. pic.twitter.com/PoRB0AfnAF— NBA (@NBA) January 31, 2020 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Boston Celtics - Golden State Warriors 119-104 Atlanta Hawks - Philadelphia 76ers 127-117 Cleveland Cavaliers - Toronto Raptors 109-115 Washington Wizards - Charlotte Hornets 121-107 Denver Nuggets - Utah Jazz 106-100 Los Angeles Clippers - Sacramento Kings 103-124 Narrated by Paul George, the LA Clippers pay tribute to Kobe Bryant, his daughter Gianna, and all of the lives lost on Sunday. pic.twitter.com/EkSamRXIii— NBA (@NBA) January 31, 2020 The Boston Celtics pay tribute to Kobe Bryant, his daughter Gianna, and all of the lives lost on Sunday. pic.twitter.com/RTdw7ws6oo— NBA (@NBA) January 31, 2020
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti