Deildu um lögþvingun Erla Björg Gunnarsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 30. janúar 2020 20:49 Sveitarstjórnarráðherra segir suma þingmenn misskilja þingsályktunartillögu um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga. Ekki sé um lögþvingun að ræða enda hafi tillagan verið unnin í náinni samvinnu við sveitarfélög og þau hafi tíma til að aðlaga sig. Í gær var þingsályktunartillaga um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga samþykkt á Alþingi. Þingmenn Flokks fólksins, Pírata og Miðflokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni ásamt þremur stjórnarþingmönnum. Í dag setti Inga Sæland málið á dagskrá í óundirbúnum fyrirspurnum. Sagði hún ólýðræðislegt að sveitarfélög fái ekki að stjórna sameiningu sjálf, að hver og einni íbúi eigi að hafa sitt um málið að segja eins og í lýðræðisríki sæmi. Spurði hún ráðherra hvort honum þætti sjálfsagt að lögþvinga sveitarfélag í sameiningu, á þeirri forsendu að þau séu ekki sjálfbær. „En nú þekkjum við lítil sveitarfélög sem eru sjálfbær og geta rekið sig sjálf og kæra sig ekki um sameiningu. Á sama tíma og við erum að horfast í augu við það hér, að það eigi í rauninni að lögþvinga þau í slíka aðgerð,“ sagði Inga Sæland. Sigurður Ingi sagði þingmenn hafa misskilið málið eins og komið hafi fram í afstöðu þeirra og atkvæðaskýringum í gær. Tillagan sé unnin í nánu samráði við sveitarfélögin og yfir langan tíma. Stór og afgerandi hluti sveitarfélaga hafi stutt tillöguna. Mikilvægt sé að sveitarstjórnarstigið sé öflugt og geti tekist á við verkefnin sem löggjafinn feli þeim. „Ég tel að þetta sé ekki lögþvingað. Menn hafa talsverðan tíma til þess að koma til móts við þetta og svo í frumvarpssmíðinni verður tekið tillit til þeirra athugasemda sem koma fram hjá þinginu og birtust í gær,“ sagði Sigurður Ingi. Alþingi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Sveitarstjórnarráðherra segir suma þingmenn misskilja þingsályktunartillögu um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga. Ekki sé um lögþvingun að ræða enda hafi tillagan verið unnin í náinni samvinnu við sveitarfélög og þau hafi tíma til að aðlaga sig. Í gær var þingsályktunartillaga um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga samþykkt á Alþingi. Þingmenn Flokks fólksins, Pírata og Miðflokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni ásamt þremur stjórnarþingmönnum. Í dag setti Inga Sæland málið á dagskrá í óundirbúnum fyrirspurnum. Sagði hún ólýðræðislegt að sveitarfélög fái ekki að stjórna sameiningu sjálf, að hver og einni íbúi eigi að hafa sitt um málið að segja eins og í lýðræðisríki sæmi. Spurði hún ráðherra hvort honum þætti sjálfsagt að lögþvinga sveitarfélag í sameiningu, á þeirri forsendu að þau séu ekki sjálfbær. „En nú þekkjum við lítil sveitarfélög sem eru sjálfbær og geta rekið sig sjálf og kæra sig ekki um sameiningu. Á sama tíma og við erum að horfast í augu við það hér, að það eigi í rauninni að lögþvinga þau í slíka aðgerð,“ sagði Inga Sæland. Sigurður Ingi sagði þingmenn hafa misskilið málið eins og komið hafi fram í afstöðu þeirra og atkvæðaskýringum í gær. Tillagan sé unnin í nánu samráði við sveitarfélögin og yfir langan tíma. Stór og afgerandi hluti sveitarfélaga hafi stutt tillöguna. Mikilvægt sé að sveitarstjórnarstigið sé öflugt og geti tekist á við verkefnin sem löggjafinn feli þeim. „Ég tel að þetta sé ekki lögþvingað. Menn hafa talsverðan tíma til þess að koma til móts við þetta og svo í frumvarpssmíðinni verður tekið tillit til þeirra athugasemda sem koma fram hjá þinginu og birtust í gær,“ sagði Sigurður Ingi.
Alþingi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira