Litla föndurhornið: 100 prósent endurnýting Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 30. janúar 2020 17:30 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi Ég veit ekkert betra heldur en að fá heimagerðar gjafir, og mér finnst ekkert skemmtilegra heldur en að gefa heimagerðar gjafir. Það er ekki út af því að ég er er nísk, mér finnst bara gaman að skapa eitthvað einstakt sem er algjörlega ætlað einstaklingnum sem ég er að gefa. Í þetta verkefni þá notaði ég tvö stór púslstykki, ramma og lengri hliðarnar úr tveimur mandarínukössum. Allt þetta átti ég hérna heima. Ég notaði líka hvíta og gráa kalkmálningu, hvítan málningarpenna og Modpodge. Ef þið hafið eitthvað fylgst með mér þá vitið þið að ég elska kalkmálingu og Modpodge. Ég byrjaði á því að losa mig við glerið úr rammanum og mála púslstykkin hvít. Ég losaði löngu hliðarnar af mandarínukössunum, þurfti að nota aðeins kraftana en hey, ég er úr sveit. Ég mældi spýturnar og sagaði þær. Ég límdi spýturnar svo á bakið á rammanum. Ekki segja límbyssunni frá, en ég notaði trélim. Ég lét límið taka sig og málaði spýturnar svo gráar. Svo þegar það var orðið þurrt þá þurrburstaði ég yfir með hvítu. Ég málaði ramman sjálfan hvítan og kom bakinu aftur fyrir. Vegna þess að ég sleppti glerinu þá var ekkert mál að koma spýtunum fyrir í rammanum. Ég prentaði út mynd af vinarfólki okkar í svart-hvítu, klippti hana til og límdi með Modpodge á púslin. Ég þurrburstaði brúnirnar á púslinu með gráu áður en ég límdi það á réttan stað. Ég tók svo hvítan málningarpenna og skrifaði „Our missing pieces, found on the 6th of September 2019. Now our puzzle is complete.“ Þau eru bresk, þess vegna er þetta á ensku, en þetta þýðir „Týndu stykkin okkar, fundust 6. september 2019. Núna er myndin tilbúin.“ Ég ætlaði að nota aðferðina sem ég nota alltaf, þið vitið, prentað út, krassa aftan á blaðið, en ég ákvað að nota mína skrift í þetta skiptið. Ég límdi svo tvo króka aftan á þetta og gjöfin tilbúin. Þetta tók alveg tíma, en hvað get ég sagt, sumir eru 100 % þess virði. Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Velkomin skilti Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 20. janúar 2020 15:30 Litla föndurhornið: Endurunninn bakki í jólagjöf til vinkonu Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 13. janúar 2020 11:00 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Ég veit ekkert betra heldur en að fá heimagerðar gjafir, og mér finnst ekkert skemmtilegra heldur en að gefa heimagerðar gjafir. Það er ekki út af því að ég er er nísk, mér finnst bara gaman að skapa eitthvað einstakt sem er algjörlega ætlað einstaklingnum sem ég er að gefa. Í þetta verkefni þá notaði ég tvö stór púslstykki, ramma og lengri hliðarnar úr tveimur mandarínukössum. Allt þetta átti ég hérna heima. Ég notaði líka hvíta og gráa kalkmálningu, hvítan málningarpenna og Modpodge. Ef þið hafið eitthvað fylgst með mér þá vitið þið að ég elska kalkmálingu og Modpodge. Ég byrjaði á því að losa mig við glerið úr rammanum og mála púslstykkin hvít. Ég losaði löngu hliðarnar af mandarínukössunum, þurfti að nota aðeins kraftana en hey, ég er úr sveit. Ég mældi spýturnar og sagaði þær. Ég límdi spýturnar svo á bakið á rammanum. Ekki segja límbyssunni frá, en ég notaði trélim. Ég lét límið taka sig og málaði spýturnar svo gráar. Svo þegar það var orðið þurrt þá þurrburstaði ég yfir með hvítu. Ég málaði ramman sjálfan hvítan og kom bakinu aftur fyrir. Vegna þess að ég sleppti glerinu þá var ekkert mál að koma spýtunum fyrir í rammanum. Ég prentaði út mynd af vinarfólki okkar í svart-hvítu, klippti hana til og límdi með Modpodge á púslin. Ég þurrburstaði brúnirnar á púslinu með gráu áður en ég límdi það á réttan stað. Ég tók svo hvítan málningarpenna og skrifaði „Our missing pieces, found on the 6th of September 2019. Now our puzzle is complete.“ Þau eru bresk, þess vegna er þetta á ensku, en þetta þýðir „Týndu stykkin okkar, fundust 6. september 2019. Núna er myndin tilbúin.“ Ég ætlaði að nota aðferðina sem ég nota alltaf, þið vitið, prentað út, krassa aftan á blaðið, en ég ákvað að nota mína skrift í þetta skiptið. Ég límdi svo tvo króka aftan á þetta og gjöfin tilbúin. Þetta tók alveg tíma, en hvað get ég sagt, sumir eru 100 % þess virði.
Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Velkomin skilti Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 20. janúar 2020 15:30 Litla föndurhornið: Endurunninn bakki í jólagjöf til vinkonu Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 13. janúar 2020 11:00 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Litla föndurhornið: Velkomin skilti Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 20. janúar 2020 15:30
Litla föndurhornið: Endurunninn bakki í jólagjöf til vinkonu Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 13. janúar 2020 11:00