Lakers liðið ætlar að spila í Black Mamba treyju í úrslitakeppni NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2020 15:30 Kobe Bryant spilaði allan sinn feril með Los Angeles Lakers og kallaði sig Black Mamba. Hann hannaði sérstaka Black Mamba treyju á sínum tíma. Getty/Harry How Leikmenn Los Angeles Lakers ætla að heiðra minningu Kobe Bryant í úrslitakeppnin NBA-deildarinnar sem hefst í dag en aðeins ef þeir komast í gegnum fyrstu umferðina. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta hefst í dag með fjórum leikjum en næstu daga verða fjórir leikir á hverjum degi í þessari sögulegu úrslitakeppni sem fer öll fram í Disneygarðinum á Flórída. Lakers plan to wear Black Mamba jersey if they advance in playoffs https://t.co/DCmEDqC6Om— L.A. Times Sports (@latimessports) August 17, 2020 Los Angeles Lakers mætir Portland Trail Blazers í átta liða úrslitum Vesturdeildarinnar og fer fyrsti leikurinn fram aðra nótt. Það lið sem vinnur fyrr fjóra leiki kemst áfram. Brad Turner, blaðamaður hjá Los Angeles Times, sagði frá því á Twitter, að leikmenn Lakers ætli að heiðra minningu Kobe Bryant með því að spila í Black Mamba treyju í úrslitakeppninni. Það verður þó ekki fyrr en að þeir vinni seríuna á móti Portland og komist áfram í undanúrslitin á móti annað hvort Houston Rockets eða Oklahoma City Thunder. Sources: If Lakers advance past 1st round of playoffs over Portland, they plan to wear the Black Mamba jersey in honor of Kobe Bryant in following rounds. Jersey features a snakeskin print on the outside. Bryant, daughter Gianna and 7 others died in a helicopter crash in January.— Brad Turner (@BA_Turner) August 17, 2020 Þetta verður fyrsta úrslitakeppnin sem Los Angeles Lakers tekur þátt í síðan að einn allra besti leikmaðurinn í sögu félagsins, Kobe Bryant, lést í þyrluslysi ásamt Giönnu dóttur sinni og sjö öðrum. Black Mamba treyjan er ekki ný af nálinni en hún var hönnuð að Kobe Bryant árið 2018. Textinn og tölurnar á treyjunni verða úr snákaskinni og þar verða líka sextán stjörnur til marks um þá sextán meistaratitla sem Los Angeles Lakers liðið hefur unnið. Kobe Bryant tók þátt í að vinna fimm af þessum sextán meistaratitlum eða þá fimm síðustu hjá félaginu. Kobe Bryant lék í treyjum 8 og 24 á sínum ferli og af þeim sökum hefur 24. ágúst næstkomandi eða 24.8 verið nefndur sérstakur Kobe Bryant dagur. Nike ætlar að byrja að selja Black Mamba treyju Kobe Bryant þann daga og þá viku sem hefur fengið nafnið Mamba-vikan. Það má búast við að sú treyja seljist í bílförmum. Los Angeles Lakers liðið hefur reyndar ekki verið mjög sannfærandi í NBA-búbblunni á sama tíma og Damian Lillard hefur farið á kostum með Portland Trail Blazers liðinu. Portland Trail Blazers gæti því reynst Lakers mjög erfitt viðureignar í þessu einvígi. NBA Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Sjá meira
Leikmenn Los Angeles Lakers ætla að heiðra minningu Kobe Bryant í úrslitakeppnin NBA-deildarinnar sem hefst í dag en aðeins ef þeir komast í gegnum fyrstu umferðina. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta hefst í dag með fjórum leikjum en næstu daga verða fjórir leikir á hverjum degi í þessari sögulegu úrslitakeppni sem fer öll fram í Disneygarðinum á Flórída. Lakers plan to wear Black Mamba jersey if they advance in playoffs https://t.co/DCmEDqC6Om— L.A. Times Sports (@latimessports) August 17, 2020 Los Angeles Lakers mætir Portland Trail Blazers í átta liða úrslitum Vesturdeildarinnar og fer fyrsti leikurinn fram aðra nótt. Það lið sem vinnur fyrr fjóra leiki kemst áfram. Brad Turner, blaðamaður hjá Los Angeles Times, sagði frá því á Twitter, að leikmenn Lakers ætli að heiðra minningu Kobe Bryant með því að spila í Black Mamba treyju í úrslitakeppninni. Það verður þó ekki fyrr en að þeir vinni seríuna á móti Portland og komist áfram í undanúrslitin á móti annað hvort Houston Rockets eða Oklahoma City Thunder. Sources: If Lakers advance past 1st round of playoffs over Portland, they plan to wear the Black Mamba jersey in honor of Kobe Bryant in following rounds. Jersey features a snakeskin print on the outside. Bryant, daughter Gianna and 7 others died in a helicopter crash in January.— Brad Turner (@BA_Turner) August 17, 2020 Þetta verður fyrsta úrslitakeppnin sem Los Angeles Lakers tekur þátt í síðan að einn allra besti leikmaðurinn í sögu félagsins, Kobe Bryant, lést í þyrluslysi ásamt Giönnu dóttur sinni og sjö öðrum. Black Mamba treyjan er ekki ný af nálinni en hún var hönnuð að Kobe Bryant árið 2018. Textinn og tölurnar á treyjunni verða úr snákaskinni og þar verða líka sextán stjörnur til marks um þá sextán meistaratitla sem Los Angeles Lakers liðið hefur unnið. Kobe Bryant tók þátt í að vinna fimm af þessum sextán meistaratitlum eða þá fimm síðustu hjá félaginu. Kobe Bryant lék í treyjum 8 og 24 á sínum ferli og af þeim sökum hefur 24. ágúst næstkomandi eða 24.8 verið nefndur sérstakur Kobe Bryant dagur. Nike ætlar að byrja að selja Black Mamba treyju Kobe Bryant þann daga og þá viku sem hefur fengið nafnið Mamba-vikan. Það má búast við að sú treyja seljist í bílförmum. Los Angeles Lakers liðið hefur reyndar ekki verið mjög sannfærandi í NBA-búbblunni á sama tíma og Damian Lillard hefur farið á kostum með Portland Trail Blazers liðinu. Portland Trail Blazers gæti því reynst Lakers mjög erfitt viðureignar í þessu einvígi.
NBA Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Sjá meira