Útilokar ekki að gerðar verði breytingar á efnahagsúrræðum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. ágúst 2020 20:00 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Til greina kemur að gera breytingar á þeim úrræðum sem stjórnvöld kynntu í þágu atvinnulífs í vor vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segir fjármálaráðherra. Að mestu hafi aðgerðirnar þó tekist vel að hans mati. Enn sé þó uppi mikil óvissa í efnahagslífinu. Hlutabótaleiðin, stuðningur við greiðslu launa í sóttkví og í uppsagnarfresti, tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar, greiðslufrestir, lokunarstyrkir, brúarlán og stuðningslán. Allt eru þetta aðgerðir sem voru meðal þeirra sem stjórnvöld kynntu í vor, til að stemma stigu við áhrifum kórónuveirufaraldursins á íslenskan vinnumarkað og atvinnulíf. Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku að margar þessara aðgerða hafi gefist vel, en aðrar ekki. Hann telji tilefni til þess að endurskoða aðgerðir sem allra fyrst. „Við höfum verið í ágætis samtali og fengum góð viðbrögð og áttum ágætis samstarf um þessi fyrstu úrræði sem að við lögfestum á vormánuðum og við erum að sjá hvernig þau spilast út,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. „Við þurfum að taka mið af því hvernig þau reynast í kerfinu, hvernig að fjármálakerfið er að vinna með þessi úrræði, hvernig þau nýtast síðan þeim sem að við erum að reyna að teygja okkur til og ég útiloka það ekkert að við gerum aðlaganir á þessum úrræðum eða gerum frekari breytingar. En að uppistöðu til þá finnst mér hafa tekist vel til,“ segir Bjarni. Lítil spurn hefur verið eftir svokölluðum brúarlánum með ríkisábyrgð, og hafa sárafá fyrirtæki fengið slíkt lán. „Frá því að við komum með hugmyndina um þessi brúarlán, eða viðbótarlán, að þá komum við með nýtt úrræði sem að tekur til miklu fleiri fyrirtækja sem eru stuðningslánin. Sem eru lægri fjárhæðir með hærri ríkisábyrgð og við sjáum að þau eru farin að virka og það mun skýrast betur á næstu vikum og mögulega mánuðum hvernig nákvæmlega það gerist. Þetta eru lægri fjárhæðir sem teygja sig til minni fyrirtækja," segir Bjarni. Hann ítrekar að enn ríki mikil óvissa um efnahagslega framvindu. „Til dæmis varðandi veiruna og alþjóðleg samskipti, vöruflutninga og ferðaþjónustu. Það er víða mikil óvissa um framvinduna og það hefur án vafa áhrif á bæði áform fyrirtækja, viðbrögð í fjármálakerfinu og annað þessháttar,“ segir Bjarni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Til greina kemur að gera breytingar á þeim úrræðum sem stjórnvöld kynntu í þágu atvinnulífs í vor vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segir fjármálaráðherra. Að mestu hafi aðgerðirnar þó tekist vel að hans mati. Enn sé þó uppi mikil óvissa í efnahagslífinu. Hlutabótaleiðin, stuðningur við greiðslu launa í sóttkví og í uppsagnarfresti, tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar, greiðslufrestir, lokunarstyrkir, brúarlán og stuðningslán. Allt eru þetta aðgerðir sem voru meðal þeirra sem stjórnvöld kynntu í vor, til að stemma stigu við áhrifum kórónuveirufaraldursins á íslenskan vinnumarkað og atvinnulíf. Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku að margar þessara aðgerða hafi gefist vel, en aðrar ekki. Hann telji tilefni til þess að endurskoða aðgerðir sem allra fyrst. „Við höfum verið í ágætis samtali og fengum góð viðbrögð og áttum ágætis samstarf um þessi fyrstu úrræði sem að við lögfestum á vormánuðum og við erum að sjá hvernig þau spilast út,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. „Við þurfum að taka mið af því hvernig þau reynast í kerfinu, hvernig að fjármálakerfið er að vinna með þessi úrræði, hvernig þau nýtast síðan þeim sem að við erum að reyna að teygja okkur til og ég útiloka það ekkert að við gerum aðlaganir á þessum úrræðum eða gerum frekari breytingar. En að uppistöðu til þá finnst mér hafa tekist vel til,“ segir Bjarni. Lítil spurn hefur verið eftir svokölluðum brúarlánum með ríkisábyrgð, og hafa sárafá fyrirtæki fengið slíkt lán. „Frá því að við komum með hugmyndina um þessi brúarlán, eða viðbótarlán, að þá komum við með nýtt úrræði sem að tekur til miklu fleiri fyrirtækja sem eru stuðningslánin. Sem eru lægri fjárhæðir með hærri ríkisábyrgð og við sjáum að þau eru farin að virka og það mun skýrast betur á næstu vikum og mögulega mánuðum hvernig nákvæmlega það gerist. Þetta eru lægri fjárhæðir sem teygja sig til minni fyrirtækja," segir Bjarni. Hann ítrekar að enn ríki mikil óvissa um efnahagslega framvindu. „Til dæmis varðandi veiruna og alþjóðleg samskipti, vöruflutninga og ferðaþjónustu. Það er víða mikil óvissa um framvinduna og það hefur án vafa áhrif á bæði áform fyrirtækja, viðbrögð í fjármálakerfinu og annað þessháttar,“ segir Bjarni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira