Útilokar ekki að gerðar verði breytingar á efnahagsúrræðum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. ágúst 2020 20:00 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Til greina kemur að gera breytingar á þeim úrræðum sem stjórnvöld kynntu í þágu atvinnulífs í vor vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segir fjármálaráðherra. Að mestu hafi aðgerðirnar þó tekist vel að hans mati. Enn sé þó uppi mikil óvissa í efnahagslífinu. Hlutabótaleiðin, stuðningur við greiðslu launa í sóttkví og í uppsagnarfresti, tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar, greiðslufrestir, lokunarstyrkir, brúarlán og stuðningslán. Allt eru þetta aðgerðir sem voru meðal þeirra sem stjórnvöld kynntu í vor, til að stemma stigu við áhrifum kórónuveirufaraldursins á íslenskan vinnumarkað og atvinnulíf. Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku að margar þessara aðgerða hafi gefist vel, en aðrar ekki. Hann telji tilefni til þess að endurskoða aðgerðir sem allra fyrst. „Við höfum verið í ágætis samtali og fengum góð viðbrögð og áttum ágætis samstarf um þessi fyrstu úrræði sem að við lögfestum á vormánuðum og við erum að sjá hvernig þau spilast út,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. „Við þurfum að taka mið af því hvernig þau reynast í kerfinu, hvernig að fjármálakerfið er að vinna með þessi úrræði, hvernig þau nýtast síðan þeim sem að við erum að reyna að teygja okkur til og ég útiloka það ekkert að við gerum aðlaganir á þessum úrræðum eða gerum frekari breytingar. En að uppistöðu til þá finnst mér hafa tekist vel til,“ segir Bjarni. Lítil spurn hefur verið eftir svokölluðum brúarlánum með ríkisábyrgð, og hafa sárafá fyrirtæki fengið slíkt lán. „Frá því að við komum með hugmyndina um þessi brúarlán, eða viðbótarlán, að þá komum við með nýtt úrræði sem að tekur til miklu fleiri fyrirtækja sem eru stuðningslánin. Sem eru lægri fjárhæðir með hærri ríkisábyrgð og við sjáum að þau eru farin að virka og það mun skýrast betur á næstu vikum og mögulega mánuðum hvernig nákvæmlega það gerist. Þetta eru lægri fjárhæðir sem teygja sig til minni fyrirtækja," segir Bjarni. Hann ítrekar að enn ríki mikil óvissa um efnahagslega framvindu. „Til dæmis varðandi veiruna og alþjóðleg samskipti, vöruflutninga og ferðaþjónustu. Það er víða mikil óvissa um framvinduna og það hefur án vafa áhrif á bæði áform fyrirtækja, viðbrögð í fjármálakerfinu og annað þessháttar,“ segir Bjarni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Til greina kemur að gera breytingar á þeim úrræðum sem stjórnvöld kynntu í þágu atvinnulífs í vor vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segir fjármálaráðherra. Að mestu hafi aðgerðirnar þó tekist vel að hans mati. Enn sé þó uppi mikil óvissa í efnahagslífinu. Hlutabótaleiðin, stuðningur við greiðslu launa í sóttkví og í uppsagnarfresti, tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar, greiðslufrestir, lokunarstyrkir, brúarlán og stuðningslán. Allt eru þetta aðgerðir sem voru meðal þeirra sem stjórnvöld kynntu í vor, til að stemma stigu við áhrifum kórónuveirufaraldursins á íslenskan vinnumarkað og atvinnulíf. Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku að margar þessara aðgerða hafi gefist vel, en aðrar ekki. Hann telji tilefni til þess að endurskoða aðgerðir sem allra fyrst. „Við höfum verið í ágætis samtali og fengum góð viðbrögð og áttum ágætis samstarf um þessi fyrstu úrræði sem að við lögfestum á vormánuðum og við erum að sjá hvernig þau spilast út,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. „Við þurfum að taka mið af því hvernig þau reynast í kerfinu, hvernig að fjármálakerfið er að vinna með þessi úrræði, hvernig þau nýtast síðan þeim sem að við erum að reyna að teygja okkur til og ég útiloka það ekkert að við gerum aðlaganir á þessum úrræðum eða gerum frekari breytingar. En að uppistöðu til þá finnst mér hafa tekist vel til,“ segir Bjarni. Lítil spurn hefur verið eftir svokölluðum brúarlánum með ríkisábyrgð, og hafa sárafá fyrirtæki fengið slíkt lán. „Frá því að við komum með hugmyndina um þessi brúarlán, eða viðbótarlán, að þá komum við með nýtt úrræði sem að tekur til miklu fleiri fyrirtækja sem eru stuðningslánin. Sem eru lægri fjárhæðir með hærri ríkisábyrgð og við sjáum að þau eru farin að virka og það mun skýrast betur á næstu vikum og mögulega mánuðum hvernig nákvæmlega það gerist. Þetta eru lægri fjárhæðir sem teygja sig til minni fyrirtækja," segir Bjarni. Hann ítrekar að enn ríki mikil óvissa um efnahagslega framvindu. „Til dæmis varðandi veiruna og alþjóðleg samskipti, vöruflutninga og ferðaþjónustu. Það er víða mikil óvissa um framvinduna og það hefur án vafa áhrif á bæði áform fyrirtækja, viðbrögð í fjármálakerfinu og annað þessháttar,“ segir Bjarni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira