Gunnhildur Yrsa: Frábært að vera komin til baka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2020 20:46 Gunnhildur Yrsa byrjar á sigri með Val. Vísir/Valur Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék sinn fyrsta leik fyrir Val í kvöld er liðið lagði KR af velli í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún var sátt með dagsverkið þó hún hefði viljað vinna stærra. Leiknum lauk með 1-0 sigri Íslandsmeistaranna. „Mjög gott að byrja á sigri og KR stelpurnar mættu brjálaðar til leiks í dag og það var erfitt að brjóta þær niður þannig við erum mjög ánægðar með þrjú stig í dag,“ sagði Gunnhildur Yrsa að leik loknum. Valur var mun sterkara liðið í leiknum en átti erfitt með að brjóta vörn KR niður og því var sigur liðsins mun naumari en margir gerðu ráð fyrir. „Við héldum boltanum vel en á síðasta þriðjung áttum við erfitt með að skapa færi. Við áttum þó nokkur færi sem hefði átt að gera út um leikinn,“ sagði Gunnhildur en Valur átti svo sannarlega sín færi í leiknum en fyrir utan mark Hlín á 14. mínútu vildi boltinn ekki fara inn. Sem fyrr segir gekk Gunnhildur til liðs við Val nú á dögunum og kveðst hún vera glöð að vera aftur að spila á Íslandi. „Ég er hægt og rólega að koma mér inn í þetta og hef auðvitað ekki náð að æfa eins mikið og ég hefði viljað. En stelpurnar og þjálfararnir hafa verið frábærir og hafa komið mér vel inn í hlutina. Það er frábært að vera komin til baka.“ Valur er auðvitað í baráttu við Breiðablik um Íslandsmeistaratitilinn en er sem stendur tveimur stigum á eftir Kópavogsliðinu sem á enn leik til góða. Gunnhildur segir Val alls ekki vera á þeim buxum að gefa upp á bátinn. „Breiðablik er frábært lið en það erum við líka. Við þurfum að einbeita okkur að okkur og taka einn leik í einu. Þetta er ekki í okkar höndum þannig við gerum okkar og vonum það besta.“ Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Valur 0-1 | Íslandsmeistararnir mörðu sigur í Vesturbænum Valur vann KR með einu marki gegn engu í eina leik dagsins í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. 17. ágúst 2020 19:50 Gunnhildur Yrsa semur við Val Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er gengin til liðs við ríkjandi Íslandsmeistara Vals í Pepsi Max deild kvenna. 8. ágúst 2020 13:30 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Sjá meira
Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék sinn fyrsta leik fyrir Val í kvöld er liðið lagði KR af velli í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún var sátt með dagsverkið þó hún hefði viljað vinna stærra. Leiknum lauk með 1-0 sigri Íslandsmeistaranna. „Mjög gott að byrja á sigri og KR stelpurnar mættu brjálaðar til leiks í dag og það var erfitt að brjóta þær niður þannig við erum mjög ánægðar með þrjú stig í dag,“ sagði Gunnhildur Yrsa að leik loknum. Valur var mun sterkara liðið í leiknum en átti erfitt með að brjóta vörn KR niður og því var sigur liðsins mun naumari en margir gerðu ráð fyrir. „Við héldum boltanum vel en á síðasta þriðjung áttum við erfitt með að skapa færi. Við áttum þó nokkur færi sem hefði átt að gera út um leikinn,“ sagði Gunnhildur en Valur átti svo sannarlega sín færi í leiknum en fyrir utan mark Hlín á 14. mínútu vildi boltinn ekki fara inn. Sem fyrr segir gekk Gunnhildur til liðs við Val nú á dögunum og kveðst hún vera glöð að vera aftur að spila á Íslandi. „Ég er hægt og rólega að koma mér inn í þetta og hef auðvitað ekki náð að æfa eins mikið og ég hefði viljað. En stelpurnar og þjálfararnir hafa verið frábærir og hafa komið mér vel inn í hlutina. Það er frábært að vera komin til baka.“ Valur er auðvitað í baráttu við Breiðablik um Íslandsmeistaratitilinn en er sem stendur tveimur stigum á eftir Kópavogsliðinu sem á enn leik til góða. Gunnhildur segir Val alls ekki vera á þeim buxum að gefa upp á bátinn. „Breiðablik er frábært lið en það erum við líka. Við þurfum að einbeita okkur að okkur og taka einn leik í einu. Þetta er ekki í okkar höndum þannig við gerum okkar og vonum það besta.“
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Valur 0-1 | Íslandsmeistararnir mörðu sigur í Vesturbænum Valur vann KR með einu marki gegn engu í eina leik dagsins í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. 17. ágúst 2020 19:50 Gunnhildur Yrsa semur við Val Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er gengin til liðs við ríkjandi Íslandsmeistara Vals í Pepsi Max deild kvenna. 8. ágúst 2020 13:30 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Sjá meira
Leik lokið: KR - Valur 0-1 | Íslandsmeistararnir mörðu sigur í Vesturbænum Valur vann KR með einu marki gegn engu í eina leik dagsins í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. 17. ágúst 2020 19:50
Gunnhildur Yrsa semur við Val Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er gengin til liðs við ríkjandi Íslandsmeistara Vals í Pepsi Max deild kvenna. 8. ágúst 2020 13:30