Gunnhildur Yrsa: Frábært að vera komin til baka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2020 20:46 Gunnhildur Yrsa byrjar á sigri með Val. Vísir/Valur Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék sinn fyrsta leik fyrir Val í kvöld er liðið lagði KR af velli í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún var sátt með dagsverkið þó hún hefði viljað vinna stærra. Leiknum lauk með 1-0 sigri Íslandsmeistaranna. „Mjög gott að byrja á sigri og KR stelpurnar mættu brjálaðar til leiks í dag og það var erfitt að brjóta þær niður þannig við erum mjög ánægðar með þrjú stig í dag,“ sagði Gunnhildur Yrsa að leik loknum. Valur var mun sterkara liðið í leiknum en átti erfitt með að brjóta vörn KR niður og því var sigur liðsins mun naumari en margir gerðu ráð fyrir. „Við héldum boltanum vel en á síðasta þriðjung áttum við erfitt með að skapa færi. Við áttum þó nokkur færi sem hefði átt að gera út um leikinn,“ sagði Gunnhildur en Valur átti svo sannarlega sín færi í leiknum en fyrir utan mark Hlín á 14. mínútu vildi boltinn ekki fara inn. Sem fyrr segir gekk Gunnhildur til liðs við Val nú á dögunum og kveðst hún vera glöð að vera aftur að spila á Íslandi. „Ég er hægt og rólega að koma mér inn í þetta og hef auðvitað ekki náð að æfa eins mikið og ég hefði viljað. En stelpurnar og þjálfararnir hafa verið frábærir og hafa komið mér vel inn í hlutina. Það er frábært að vera komin til baka.“ Valur er auðvitað í baráttu við Breiðablik um Íslandsmeistaratitilinn en er sem stendur tveimur stigum á eftir Kópavogsliðinu sem á enn leik til góða. Gunnhildur segir Val alls ekki vera á þeim buxum að gefa upp á bátinn. „Breiðablik er frábært lið en það erum við líka. Við þurfum að einbeita okkur að okkur og taka einn leik í einu. Þetta er ekki í okkar höndum þannig við gerum okkar og vonum það besta.“ Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Valur 0-1 | Íslandsmeistararnir mörðu sigur í Vesturbænum Valur vann KR með einu marki gegn engu í eina leik dagsins í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. 17. ágúst 2020 19:50 Gunnhildur Yrsa semur við Val Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er gengin til liðs við ríkjandi Íslandsmeistara Vals í Pepsi Max deild kvenna. 8. ágúst 2020 13:30 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira
Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék sinn fyrsta leik fyrir Val í kvöld er liðið lagði KR af velli í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún var sátt með dagsverkið þó hún hefði viljað vinna stærra. Leiknum lauk með 1-0 sigri Íslandsmeistaranna. „Mjög gott að byrja á sigri og KR stelpurnar mættu brjálaðar til leiks í dag og það var erfitt að brjóta þær niður þannig við erum mjög ánægðar með þrjú stig í dag,“ sagði Gunnhildur Yrsa að leik loknum. Valur var mun sterkara liðið í leiknum en átti erfitt með að brjóta vörn KR niður og því var sigur liðsins mun naumari en margir gerðu ráð fyrir. „Við héldum boltanum vel en á síðasta þriðjung áttum við erfitt með að skapa færi. Við áttum þó nokkur færi sem hefði átt að gera út um leikinn,“ sagði Gunnhildur en Valur átti svo sannarlega sín færi í leiknum en fyrir utan mark Hlín á 14. mínútu vildi boltinn ekki fara inn. Sem fyrr segir gekk Gunnhildur til liðs við Val nú á dögunum og kveðst hún vera glöð að vera aftur að spila á Íslandi. „Ég er hægt og rólega að koma mér inn í þetta og hef auðvitað ekki náð að æfa eins mikið og ég hefði viljað. En stelpurnar og þjálfararnir hafa verið frábærir og hafa komið mér vel inn í hlutina. Það er frábært að vera komin til baka.“ Valur er auðvitað í baráttu við Breiðablik um Íslandsmeistaratitilinn en er sem stendur tveimur stigum á eftir Kópavogsliðinu sem á enn leik til góða. Gunnhildur segir Val alls ekki vera á þeim buxum að gefa upp á bátinn. „Breiðablik er frábært lið en það erum við líka. Við þurfum að einbeita okkur að okkur og taka einn leik í einu. Þetta er ekki í okkar höndum þannig við gerum okkar og vonum það besta.“
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Valur 0-1 | Íslandsmeistararnir mörðu sigur í Vesturbænum Valur vann KR með einu marki gegn engu í eina leik dagsins í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. 17. ágúst 2020 19:50 Gunnhildur Yrsa semur við Val Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er gengin til liðs við ríkjandi Íslandsmeistara Vals í Pepsi Max deild kvenna. 8. ágúst 2020 13:30 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira
Leik lokið: KR - Valur 0-1 | Íslandsmeistararnir mörðu sigur í Vesturbænum Valur vann KR með einu marki gegn engu í eina leik dagsins í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. 17. ágúst 2020 19:50
Gunnhildur Yrsa semur við Val Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er gengin til liðs við ríkjandi Íslandsmeistara Vals í Pepsi Max deild kvenna. 8. ágúst 2020 13:30