Vaktin: Óskarsverðlaunin 2020 Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. febrúar 2020 23:00 Leikkonurnar Gal Gadot, Brie Larson og Sigourney Weaver horfa á Hildi flytja þakkarræðu sína. Vísir/Getty Óskarsverðlaunahátíðin verður haldin í 92. sinn í Dolby-kvikmyndahúsinu í Los Angeles í nótt. Augu Íslendinga beinast flest að tónskáldinu Hildi Guðnadóttur, sem tilnefnd er í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. Hildur þykir líklegust til að hreppa Óskarinn í þetta sinn og ef hún ber sigur úr býtum verður hún fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarsverðlaun - og bætir jafnframt enn einum verðlaununum við hið stóra safn sem hún hefur sankað að sér undanfarna mánuði. Sjá einnig: Þessi eru tilnefnd til Óskarsverðlauna Vísir fylgist með Óskarsverðlaunahátíðinni í beinni textalýsingu í alla nótt í vaktinni hér neðst í fréttinni. Þá verður bein sjónvarpsútsending frá Óskarnum á RÚV frá miðnætti. Bein útsending frá rauða dreglinum hefst svo strax klukkan 23:30 á Twitter-reikningi Bandarísku kvikmyndaakademíunnar. Beinu útsendingu Entertainment Weekly af dreglinum má nálgast í spilaranum hér að neðan. Gera má ráð fyrir að athöfnin verði að minnsta kosti þrír klukkutímar. Verðlaunin í flokki Hildar, frumsamdrar kvikmyndatónlistar, verða afhent 19. í röðinni af 24. Fylgjast má með helstu vendingum næturinnar, og nálgast hafsjó af Óskarsfróðleik, í vaktinni hér að neðan.
Óskarsverðlaunahátíðin verður haldin í 92. sinn í Dolby-kvikmyndahúsinu í Los Angeles í nótt. Augu Íslendinga beinast flest að tónskáldinu Hildi Guðnadóttur, sem tilnefnd er í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. Hildur þykir líklegust til að hreppa Óskarinn í þetta sinn og ef hún ber sigur úr býtum verður hún fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarsverðlaun - og bætir jafnframt enn einum verðlaununum við hið stóra safn sem hún hefur sankað að sér undanfarna mánuði. Sjá einnig: Þessi eru tilnefnd til Óskarsverðlauna Vísir fylgist með Óskarsverðlaunahátíðinni í beinni textalýsingu í alla nótt í vaktinni hér neðst í fréttinni. Þá verður bein sjónvarpsútsending frá Óskarnum á RÚV frá miðnætti. Bein útsending frá rauða dreglinum hefst svo strax klukkan 23:30 á Twitter-reikningi Bandarísku kvikmyndaakademíunnar. Beinu útsendingu Entertainment Weekly af dreglinum má nálgast í spilaranum hér að neðan. Gera má ráð fyrir að athöfnin verði að minnsta kosti þrír klukkutímar. Verðlaunin í flokki Hildar, frumsamdrar kvikmyndatónlistar, verða afhent 19. í röðinni af 24. Fylgjast má með helstu vendingum næturinnar, og nálgast hafsjó af Óskarsfróðleik, í vaktinni hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Óskarinn Tónlist Tengdar fréttir Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir var rétt í þessu tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn. 13. janúar 2020 13:24 Hildur Guðnadóttir vann BAFTA-verðlaun Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. 2. febrúar 2020 19:45 Flestir veðja á að Hildur Guðna hreppi Óskarinn Stuðullinn á Betsson aðeins 1,3 prósent. 30. janúar 2020 11:50 Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir var rétt í þessu tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn. 13. janúar 2020 13:24
Hildur Guðnadóttir vann BAFTA-verðlaun Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. 2. febrúar 2020 19:45
Flestir veðja á að Hildur Guðna hreppi Óskarinn Stuðullinn á Betsson aðeins 1,3 prósent. 30. janúar 2020 11:50