Jón Halldór Eðvaldsson, spekingur Dominos Dominos Körfuboltakvölds, segir kæru Stjörnunnar á Seth LeDay, leikmanns Grindavíkur, galna og er ósáttur með KKÍ.
Stjarnan kærði Seth eftir atvik sem átti sér stað í leik Stjörnunnar og Grindavíkur um síðustu helgi. Verður kæran tekin upp á fundi aganefndar á miðvikudag.
Strákarnir í Dominos Körfuboltakvöldi ræddu málin og fyrstur til að tjá sig um málið var Jón Halldór sem var mikið niðri fyrir.
„Mér finnst þetta gjörsamlega snargalið dæmi. Hvert erum við komin? Ég er sammála því að þú átt ekki að slá eða fálma í andstæðinginn,“ sagði Jonni og hélt áfram:
„Ef þú ætlar að fara kæra svona atvik þá þurfum við að fara setjast niður eftir hverja einustu umferð og tína til allt sem gerist í þessum leikjum. Þetta var óheppilegt. Hvað haldiði að gerist inn í teig sem fólk tekur ekki eftir?“
„Hættum þessu rugli og ofan á allt; afhverju þarf Stjarnan að kæra þetta? Afhverju? Afhverju kemur ekki þetta ágæta samband okkar og hysjar upp um sig buxurnar og tekur þetta og tæklar sjálfir. Menn henda félagsliðum undir rútuna.“
„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist. Þeir hálfpartir þurfa að biðla til liðanna að geta kært þetta svo hægt sé að taka þetta fyrir. Hættiði þessu rugli og tæklið þetta. Ef þið viljið setjast yfir þetta, þá setjisti yfir hvern einasta leik og fariði í gegnum þá.“
Allt innslagið má sjá efst í fréttinni.
Dominos Körfuboltakvöld: „Mér finnst þetta gjörsamlega snargalið dæmi“
Tengdar fréttir

Stjarnan sendir inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay | Myndband
Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay, leikmanns Grindavíkur, eftir atvik í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á mánudaginn.

Daníel Guðni: Þýðir ekkert að bregðast svona við þó aðrir beiti olnbogaskotum
"Ég var gríðarlega ánægður með orkuna og hvernig leikskipulagið gekk upp í gegnum strákana. Ég var rosalega ánægður með þessa frammistöðu,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir leikinn gegn Þór frá Þorlákshöfn í kvöld.