Sakar formann Viðreisnar um lýðskrum Sylvía Hall skrifar 7. febrúar 2020 20:51 Bjarni er ekki sáttur við skrif Þorgerðar. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er harðorður í garð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni. Þar sakar hann Þorgerði um lýðskrum vegna pistlaskrifa hennar á Vísi í dag. Þorgerður, sem er formaður Viðreisnar og fyrrverandi landsbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórn Bjarna, kallaði þingmenn og ráðherra Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins varðhunda kerfisins í pistlinum vegna viðbragða þeirra við skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. „Eins og þekkt er kom fram í fréttarskýringaþætti Kveiks að greiðslur félagsins fyrir veiðiheimildir í Namibíu væru tvöfalt hærri en hér á landi. Gott væri að fá skýr svör um hvort það sé rétt. Það er liður í því að fá fram upplýsingar sem geta gagnast til uppbyggilegrar umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið okkar, auðlindaákvæði í stjórnarskrá og fleira sem þarf að vera á dagskrá stjórnmálanna á næstu misserum. Þótt það sé morgunljóst eftir gærdaginn að ákveðin stjórnmálaöfl munu gera allt til að koma í veg fyrir að svo verði,“ skrifar Þorgerður. Sjá einnig: Kalla eftir samanburði á greiðslum Samherja fyrir veiðiréttindi í Namibíu og á Íslandi Bjarni beinir sjónum sínum þó einna helst að því sem Þorgerður segir um greiðslur fyrir veiðirétt. Hún segir það merkilegt ef íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu tilbúin til að greiða meira fyrir tímabundinn afnotarétt til eins árs í Namibíu fyrir veiðirétt en það sem fyrirtækin treysta sér til að greiða fyrir ótímabundinn afnotarétt á Íslandi. „Þetta er ekkert annað en lýðskrum. Fyrst má hér nefna að sjávarútvegsfyrirtæki bjóða ekki í veiðiheimildir á Íslandi heldur er lagt á þær veiðigjald sem er breytilegt eftir afrakstri veiða í einstökum tegundum. Það er því tómt mál að tala um hvað íslensk fyrirtæki eru ,,tilbúin að greiða“,“ skrifar Bjarni á Facebook. Þá segir hann það ekki segja neitt um fiskveiðistjórnunarkerfi Íslands að tiltekið gjald sé greitt fyrir hrossamakrílsveiðiheimildir í Namibíu. Að gefa annað í skyn sé „hreint lýðskrum“ því það sem mestu máli skipti sé að greiðslugeta fyrirtækja ráðist af helstu rekstrarforsendum. „Þeir sem standa að þessari tillögu láta sem allir þessir þættir séu sambærilegir og hér þurfi bara að svara spurningunni um það hvað sé borgað fyrir að veiða fisk hér annars vegar og í Namibíu hins vegar. Eða er ekki fiskur bara fiskur? Nei, augljóslega ekki. Og þau vita það. En þegar athygli er vakin á lýðskruminu eiga þau engan annan leik en að ganga lengra og hrópa: Sérhagsmunagæsla!“Stöðuuppfærslu Bjarna má lesa hér að neðan. Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segja skýrslubeiðni lýðskrum þar sem kallað sé eftir samanburði á epli og kíví Vægast sagt líflegar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um atkvæðagreiðslu um skýrslubeiðni um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. 6. febrúar 2020 12:28 Af lýðskrumi og loddurum Það var nokkuð sérstakt að fylgjast með þinginu í gær þegar einföld skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og fyrir veiðirétt á Íslandi var rædd. Ekki að nálgun gömlu stjórnarflokkanna hafi þó komið ýkja á óvart. 7. febrúar 2020 12:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er harðorður í garð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni. Þar sakar hann Þorgerði um lýðskrum vegna pistlaskrifa hennar á Vísi í dag. Þorgerður, sem er formaður Viðreisnar og fyrrverandi landsbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórn Bjarna, kallaði þingmenn og ráðherra Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins varðhunda kerfisins í pistlinum vegna viðbragða þeirra við skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. „Eins og þekkt er kom fram í fréttarskýringaþætti Kveiks að greiðslur félagsins fyrir veiðiheimildir í Namibíu væru tvöfalt hærri en hér á landi. Gott væri að fá skýr svör um hvort það sé rétt. Það er liður í því að fá fram upplýsingar sem geta gagnast til uppbyggilegrar umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið okkar, auðlindaákvæði í stjórnarskrá og fleira sem þarf að vera á dagskrá stjórnmálanna á næstu misserum. Þótt það sé morgunljóst eftir gærdaginn að ákveðin stjórnmálaöfl munu gera allt til að koma í veg fyrir að svo verði,“ skrifar Þorgerður. Sjá einnig: Kalla eftir samanburði á greiðslum Samherja fyrir veiðiréttindi í Namibíu og á Íslandi Bjarni beinir sjónum sínum þó einna helst að því sem Þorgerður segir um greiðslur fyrir veiðirétt. Hún segir það merkilegt ef íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu tilbúin til að greiða meira fyrir tímabundinn afnotarétt til eins árs í Namibíu fyrir veiðirétt en það sem fyrirtækin treysta sér til að greiða fyrir ótímabundinn afnotarétt á Íslandi. „Þetta er ekkert annað en lýðskrum. Fyrst má hér nefna að sjávarútvegsfyrirtæki bjóða ekki í veiðiheimildir á Íslandi heldur er lagt á þær veiðigjald sem er breytilegt eftir afrakstri veiða í einstökum tegundum. Það er því tómt mál að tala um hvað íslensk fyrirtæki eru ,,tilbúin að greiða“,“ skrifar Bjarni á Facebook. Þá segir hann það ekki segja neitt um fiskveiðistjórnunarkerfi Íslands að tiltekið gjald sé greitt fyrir hrossamakrílsveiðiheimildir í Namibíu. Að gefa annað í skyn sé „hreint lýðskrum“ því það sem mestu máli skipti sé að greiðslugeta fyrirtækja ráðist af helstu rekstrarforsendum. „Þeir sem standa að þessari tillögu láta sem allir þessir þættir séu sambærilegir og hér þurfi bara að svara spurningunni um það hvað sé borgað fyrir að veiða fisk hér annars vegar og í Namibíu hins vegar. Eða er ekki fiskur bara fiskur? Nei, augljóslega ekki. Og þau vita það. En þegar athygli er vakin á lýðskruminu eiga þau engan annan leik en að ganga lengra og hrópa: Sérhagsmunagæsla!“Stöðuuppfærslu Bjarna má lesa hér að neðan.
Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segja skýrslubeiðni lýðskrum þar sem kallað sé eftir samanburði á epli og kíví Vægast sagt líflegar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um atkvæðagreiðslu um skýrslubeiðni um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. 6. febrúar 2020 12:28 Af lýðskrumi og loddurum Það var nokkuð sérstakt að fylgjast með þinginu í gær þegar einföld skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og fyrir veiðirétt á Íslandi var rædd. Ekki að nálgun gömlu stjórnarflokkanna hafi þó komið ýkja á óvart. 7. febrúar 2020 12:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Segja skýrslubeiðni lýðskrum þar sem kallað sé eftir samanburði á epli og kíví Vægast sagt líflegar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um atkvæðagreiðslu um skýrslubeiðni um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. 6. febrúar 2020 12:28
Af lýðskrumi og loddurum Það var nokkuð sérstakt að fylgjast með þinginu í gær þegar einföld skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og fyrir veiðirétt á Íslandi var rædd. Ekki að nálgun gömlu stjórnarflokkanna hafi þó komið ýkja á óvart. 7. febrúar 2020 12:00