Fáðu þér bíl, þarna auminginn þinn Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 7. febrúar 2020 14:30 „Fáðu þér bíl, þarna auminginn þinn“ var sérlega fyndið atriði í síðasta áramótaskaupi. Það dapurlega er að þetta var bara fyndið vegna þess að það endurspeglaði raunveruleg viðhorf alltof margra bíleigenda. Sjálfur hjóla ég ekki nógu mikið en mér dettur þó ekki í hug að blóta þeim hetjum þarna úti sem tekið hafa fram hjólið sem alvöru samgöngutæki. Samgöngur eru mikilvægur þáttur í sameiginlegu efnahagskerfi. Grunnþjónustueining samgangna er ferð fólks milli staða til að sinna framleiðni og neyslu. Það snýr tannhjólunum í efnihagsmaskínu Íslands. Því meiri pening sem við eyðum í utanaðkomandi kostnað til að sinna þessari þjónustu því minni peningur verður eftir í hagkerfinu. Ef hægt er að skipta út bílakílómetrum fyrir hjólakílómetra, þannig að einstaklingur sinni samt áfram sömu verðmætasköpun í leik á starfi, þá næst ótrúlegur árangur. Ef þessi samgöngutæknihliðrun verður til þess að fjölskylda fer t.d. úr því að eiga tvo bíla og kemst af með einn þá verða áhrifin mögnuð. Berum saman kostnaðinn. Við Íslendingar framleiðum fisk, ál, ferðþjónustuvörur og fleira með blóði svita og tárum. En við eyðum líka óhemju verðmætum í samgöngur. Olía, bílar, dekk og varahlutir eru nefnilega ekki íslenskar framleiðsluvörur. Þess vegna fer drjúgur hluti verðmætasköpunar Íslands í kaup á erlendri samgönguþjónustu. Við eyðum nefnilega ekki bara í olíu. Dæmigerður bíll á Íslandi keyrir á líftíma sínum í kringum 200.000 km. Til þess þurfum við að kaupa erlenda olíu fyrir um 1,5 milljón kr. fyrir skatt. Við þurfum líka að kaupa bílinn sjálfan á t.d. 2,5 milljónir kr. fyrir skatt og dekk (sumar og vetrar, margoft) fyrir að lágmarki 500 þúsund kr. fyrir skatt. Við erum svo verulega heppinn ef við sleppum undir milljón kr. í varahluti. Sem sagt 5,5 milljónir í erlendan kostnað sem rafhjól gæti dekkað fyrir um 500 þúsund kr. Vissulega taka raf- og metanbílar út erlendan olíukostnað en ekki kaup á bifreiðinni sjálfri, dekkjum og varahlutum. Um síðustu áramót felldi ríkisstjórnin einmitt niður VSK af raf- og hefðbundnum hjólum sem gerir þessa samgöngutækni að enn hagstæðari kosti. Það eru um 250 þúsund fólksbílar í landinu. Ef við tækjum út 100 þúsund framtíðar bílakaup, en viðhéldum sömu framleiðni, myndi það þýða allt að 500 milljarða kr. sparnað fyrir þjóðarbúið. Þetta er vissulega mjög gróf og einfölduð nálgun en gefur innsýn í þann stórkostlega efnahagslega ávinning sem fylgir innleiðingu hjólreiða. Hjólreiðamaður gæti sem sagt mögulega átt 5 milljónir kr. auka til að eyða í innlenda afþreyingu, harðfisk og smjör sem annars hefðu farið í erlendan kostnað. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að þreyta ykkur með jákvæðum áhrifum á heilsufar og loftmengun sem eru samt reyndar líka sameiginlegur kostnaður samfélagsins sem gott væri að minnka. Einnig taka hjól miklu minna pláss og spara því innviðakostnað. Kostnaður við hjólastíga er bara tilkomin vegna þess að við bíleigendur erum ekki tilbúnir til að gefa eftir göturnar undir hjól og þess vegna þarf að fjárfesta í hjólreiðastígum. Næst þegar hjól brunar framhjá bílnum þínum væri ekki réttara að öskra: „Takk fyrir þitt framlag til efnahags-, loftslags- og lýðheilsumála“ Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
„Fáðu þér bíl, þarna auminginn þinn“ var sérlega fyndið atriði í síðasta áramótaskaupi. Það dapurlega er að þetta var bara fyndið vegna þess að það endurspeglaði raunveruleg viðhorf alltof margra bíleigenda. Sjálfur hjóla ég ekki nógu mikið en mér dettur þó ekki í hug að blóta þeim hetjum þarna úti sem tekið hafa fram hjólið sem alvöru samgöngutæki. Samgöngur eru mikilvægur þáttur í sameiginlegu efnahagskerfi. Grunnþjónustueining samgangna er ferð fólks milli staða til að sinna framleiðni og neyslu. Það snýr tannhjólunum í efnihagsmaskínu Íslands. Því meiri pening sem við eyðum í utanaðkomandi kostnað til að sinna þessari þjónustu því minni peningur verður eftir í hagkerfinu. Ef hægt er að skipta út bílakílómetrum fyrir hjólakílómetra, þannig að einstaklingur sinni samt áfram sömu verðmætasköpun í leik á starfi, þá næst ótrúlegur árangur. Ef þessi samgöngutæknihliðrun verður til þess að fjölskylda fer t.d. úr því að eiga tvo bíla og kemst af með einn þá verða áhrifin mögnuð. Berum saman kostnaðinn. Við Íslendingar framleiðum fisk, ál, ferðþjónustuvörur og fleira með blóði svita og tárum. En við eyðum líka óhemju verðmætum í samgöngur. Olía, bílar, dekk og varahlutir eru nefnilega ekki íslenskar framleiðsluvörur. Þess vegna fer drjúgur hluti verðmætasköpunar Íslands í kaup á erlendri samgönguþjónustu. Við eyðum nefnilega ekki bara í olíu. Dæmigerður bíll á Íslandi keyrir á líftíma sínum í kringum 200.000 km. Til þess þurfum við að kaupa erlenda olíu fyrir um 1,5 milljón kr. fyrir skatt. Við þurfum líka að kaupa bílinn sjálfan á t.d. 2,5 milljónir kr. fyrir skatt og dekk (sumar og vetrar, margoft) fyrir að lágmarki 500 þúsund kr. fyrir skatt. Við erum svo verulega heppinn ef við sleppum undir milljón kr. í varahluti. Sem sagt 5,5 milljónir í erlendan kostnað sem rafhjól gæti dekkað fyrir um 500 þúsund kr. Vissulega taka raf- og metanbílar út erlendan olíukostnað en ekki kaup á bifreiðinni sjálfri, dekkjum og varahlutum. Um síðustu áramót felldi ríkisstjórnin einmitt niður VSK af raf- og hefðbundnum hjólum sem gerir þessa samgöngutækni að enn hagstæðari kosti. Það eru um 250 þúsund fólksbílar í landinu. Ef við tækjum út 100 þúsund framtíðar bílakaup, en viðhéldum sömu framleiðni, myndi það þýða allt að 500 milljarða kr. sparnað fyrir þjóðarbúið. Þetta er vissulega mjög gróf og einfölduð nálgun en gefur innsýn í þann stórkostlega efnahagslega ávinning sem fylgir innleiðingu hjólreiða. Hjólreiðamaður gæti sem sagt mögulega átt 5 milljónir kr. auka til að eyða í innlenda afþreyingu, harðfisk og smjör sem annars hefðu farið í erlendan kostnað. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að þreyta ykkur með jákvæðum áhrifum á heilsufar og loftmengun sem eru samt reyndar líka sameiginlegur kostnaður samfélagsins sem gott væri að minnka. Einnig taka hjól miklu minna pláss og spara því innviðakostnað. Kostnaður við hjólastíga er bara tilkomin vegna þess að við bíleigendur erum ekki tilbúnir til að gefa eftir göturnar undir hjól og þess vegna þarf að fjárfesta í hjólreiðastígum. Næst þegar hjól brunar framhjá bílnum þínum væri ekki réttara að öskra: „Takk fyrir þitt framlag til efnahags-, loftslags- og lýðheilsumála“ Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar