Hluta Kastrup-flugvallar lokað vegna veikrar konu Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 10:43 Konan lenti á Terminal 3 á Kastrup-flugvelli. Byggingunni var í kjölfarið lokað. Vísir/EPA Einni flugstöðvarbyggingu Kastrup-flugvallar í Kaupmannahöfn hefur verið lokað vegna veikrar konu, sem hóf að finna fyrir flensueinkennum við lendingu í morgun. Heilbrigðisyfirvöld staðfesta að grunur sé um Wuhan-kórónuveirusmit. Danska ríkissjónvarpið DR hefur eftir upplýsingafulltrúa flugvallarins að konan sé kínversk og hafi verið flutt með sjúkrabíl á sjúkrahús. Konan var aðeins inni í einni byggingu flugstöðvarinnar, Terminal 3, og var byggingunni lokað skömmu fyrir klukkan níu í morgun að dönskum tíma, í samræmi við tilmæli frá dönskum heilbrigðisyfirvöldum. Vandleg hreinsun á byggingunni stendur nú yfir. Konan kom til Kaupmannahafnar snemma í morgun frá Kína með millilendingu í Helskinki í Finnlandi. Hún kveðst hafa verið með grímu fyrir vitum sér frá því að hún lenti á flugvellinum. Þá segir upplýsingafulltrúinn að ekki sé vitað hvort veikindi konunnar séu af völdum Wuhan-kórónuveirunnar. Forsvarsmenn Hvidovre-sjúkrahússins í Kaupmannahöfn, sem og heilbrigðisyfirvöld, staðfesta að sjúklingur af flugvellinum hafi verið fluttur á sjúkrahúsið í vegna gruns um Wuhan-veirusmit. Öllum verkferlum hafi verið fylgt og sjúklingurinn sæti nú einangrun. Engin Wuhan-veirusmit hafa hingað til greinst í Danmörku. Tilfelli veirunnar hafa hins vegar verið staðfest í nágrannalöndunum Finnlandi og Svíþjóð. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kínverjar bálreiðir yfirvöldum vegna andláts læknisins Mikil reiði og sorg hefur gripið um sig meðal Kínverja í kjölfar andláts kínversks læknis, sem varaði við Wuhan-kórónaveirunni í desember síðastliðnum en var refsað fyrir það af kínverskum yfirvöldum. 7. febrúar 2020 07:19 Íslensk fjölskylda súr í sóttkví meðan kínverskir ferðamenn valsa vandkvæðalaust um Íslensk kínversk fjölskylda er á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína. Ástæðan er tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar hér á landi. 6. febrúar 2020 14:45 Fjörutíu smitaðir til viðbótar um borð í Prinsessunni Alls eru nú 636 látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og staðfest tilfelli eru orðin rúmlega 31 þúsund. 7. febrúar 2020 06:33 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Einni flugstöðvarbyggingu Kastrup-flugvallar í Kaupmannahöfn hefur verið lokað vegna veikrar konu, sem hóf að finna fyrir flensueinkennum við lendingu í morgun. Heilbrigðisyfirvöld staðfesta að grunur sé um Wuhan-kórónuveirusmit. Danska ríkissjónvarpið DR hefur eftir upplýsingafulltrúa flugvallarins að konan sé kínversk og hafi verið flutt með sjúkrabíl á sjúkrahús. Konan var aðeins inni í einni byggingu flugstöðvarinnar, Terminal 3, og var byggingunni lokað skömmu fyrir klukkan níu í morgun að dönskum tíma, í samræmi við tilmæli frá dönskum heilbrigðisyfirvöldum. Vandleg hreinsun á byggingunni stendur nú yfir. Konan kom til Kaupmannahafnar snemma í morgun frá Kína með millilendingu í Helskinki í Finnlandi. Hún kveðst hafa verið með grímu fyrir vitum sér frá því að hún lenti á flugvellinum. Þá segir upplýsingafulltrúinn að ekki sé vitað hvort veikindi konunnar séu af völdum Wuhan-kórónuveirunnar. Forsvarsmenn Hvidovre-sjúkrahússins í Kaupmannahöfn, sem og heilbrigðisyfirvöld, staðfesta að sjúklingur af flugvellinum hafi verið fluttur á sjúkrahúsið í vegna gruns um Wuhan-veirusmit. Öllum verkferlum hafi verið fylgt og sjúklingurinn sæti nú einangrun. Engin Wuhan-veirusmit hafa hingað til greinst í Danmörku. Tilfelli veirunnar hafa hins vegar verið staðfest í nágrannalöndunum Finnlandi og Svíþjóð.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kínverjar bálreiðir yfirvöldum vegna andláts læknisins Mikil reiði og sorg hefur gripið um sig meðal Kínverja í kjölfar andláts kínversks læknis, sem varaði við Wuhan-kórónaveirunni í desember síðastliðnum en var refsað fyrir það af kínverskum yfirvöldum. 7. febrúar 2020 07:19 Íslensk fjölskylda súr í sóttkví meðan kínverskir ferðamenn valsa vandkvæðalaust um Íslensk kínversk fjölskylda er á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína. Ástæðan er tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar hér á landi. 6. febrúar 2020 14:45 Fjörutíu smitaðir til viðbótar um borð í Prinsessunni Alls eru nú 636 látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og staðfest tilfelli eru orðin rúmlega 31 þúsund. 7. febrúar 2020 06:33 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Kínverjar bálreiðir yfirvöldum vegna andláts læknisins Mikil reiði og sorg hefur gripið um sig meðal Kínverja í kjölfar andláts kínversks læknis, sem varaði við Wuhan-kórónaveirunni í desember síðastliðnum en var refsað fyrir það af kínverskum yfirvöldum. 7. febrúar 2020 07:19
Íslensk fjölskylda súr í sóttkví meðan kínverskir ferðamenn valsa vandkvæðalaust um Íslensk kínversk fjölskylda er á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína. Ástæðan er tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar hér á landi. 6. febrúar 2020 14:45
Fjörutíu smitaðir til viðbótar um borð í Prinsessunni Alls eru nú 636 látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og staðfest tilfelli eru orðin rúmlega 31 þúsund. 7. febrúar 2020 06:33