Manuela segir kjaftasögurnar ekki hafa mikil áhrif á sig: „Auðvitað breytist fólk á áratug eða tveimur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 22:00 Jón Eyþór og Manuela Ósk voru í viðtali hjá Völu Matt í Íslandi í dag í kvöld. Manuela Ósk Harðardóttir, samfélagsmiðlastjarna og athafnakona, kveðst lítið kippa sér upp við kjaftasögur um útlit sitt og hvernig hún hafi breyst í útliti á undanförnum árum. Hún segir að auðvitað breytist fólk á áratug eða tveimur og sjálfri hafi henni aldrei liðið betur í eigin skinni. Vala Matt ræddi við Manuelu og kærastann hennar, Jón Eyþór, í Íslandi í dag í kvöld en parið kynntist við gerð þáttanna Allir Geta Dansað sem sýndir voru á Stöð 2 í vetur. Þar voru þau danspar í þáttunum og urðu ástfangin. Þau ræddu meðal annars ástina og hvað sé fram undan hjá þeim nú þegar þáttunum er lokið en Vala spurði Manuelu svo út í kjaftasögurnar og umræðuna um hvernig hún hafi breyst í útliti. Manuela svaraði því til að hún hefði alltaf verið opin og það væri eitthvað sem hefði alltaf fylgt henni. „Ég meina, ég er 18 ára gömul þegar ég vinn Ungfrú Ísland og strax þá byrjuðu sögurnar um að ég væri búin að láta gera svo mikið við mig sem ég hef aldrei, það var ekkert. Þetta hefur fylgt mér alltaf þannig að þessir litlu hlutir sem ég hef látið gera, sem mér finnst önnur hver kona á Íslandi vera að gera, það er einhvern veginn alltaf blásið upp. Mér finnst þetta samt, þetta snertir mig ekkert þannig, en mér finnst þetta svo skrýtið. Auðvitað breytist fólk á áratug eða tveimur, það er bara svoleiðis og mér hefur einhvern veginn aldrei liðið betur í eigin skinni,“ sagði Manuela og bætti því að hún teldi það vera þroskamerki. Maður losnaði við óöryggi með aldrinum. „Þannig að þetta er ekki eitthvað sem hefur eitthvað brjálæðislega mikil áhrif á mig. En ég hef alltaf verið opin um varafyllingar sem er það helsta sem ég hef gert og ég fer í bótóx tvisvar á ári. […] Það eiga bara allir að gera það sem lætur þeim líða vel og ef manni líður bara vel að gera eitthvað þá er það bara allt í lagi og mér finnst að allir eigi bara að vera eins og þeir vilja vera.“ Þá væri eina aðgerðin sem hún hefði farið í brjóstastækkun. Slíka aðgerð hefur hún farið í tvisvar. „Ég er bara búin að eignast börn og þetta er, mér finnst þetta ekki einu sinni eitthvað sem er vert að tala um því þetta er svo algengt. En þegar það er verið að tala um einhverjar rosalegar breytingar þá stundum hristi ég bara hausinn og ég skil ekki alveg. Svo eru fylliefni annað, eins og varafyllingar já, en fleira er það eiginlega ekki. Þess vegna böggar þetta mig eiginlega ekki neitt því ég veit nákvæmlega,“ sagði Manuela. Allir geta dansað Ástin og lífið Ísland í dag Tengdar fréttir Manuela og Jón Eyþór snúa aftur í lokaþættinum vegna mistakanna Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Stöð 2. 26. janúar 2020 11:14 Hundlasin Manuela og Jón Eyþór fengu frábæra dóma Manuela Ósk og Jón Eyþór dönsuðu Cha Cha við lögin Pata pata og Crazy in Love mixuð saman fyrir tæplega viku í beinni útsendingu á Stöð 2 í skemmtiþáttunum Allir geta dansað. 16. janúar 2020 12:30 Manuela Ósk fann ástina á dansgólfinu Manuela Ósk og Jón Eyþór ná vel saman á dansgólfinu og utan þess. 24. janúar 2020 09:02 Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið Fleiri fréttir Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Sjá meira
Manuela Ósk Harðardóttir, samfélagsmiðlastjarna og athafnakona, kveðst lítið kippa sér upp við kjaftasögur um útlit sitt og hvernig hún hafi breyst í útliti á undanförnum árum. Hún segir að auðvitað breytist fólk á áratug eða tveimur og sjálfri hafi henni aldrei liðið betur í eigin skinni. Vala Matt ræddi við Manuelu og kærastann hennar, Jón Eyþór, í Íslandi í dag í kvöld en parið kynntist við gerð þáttanna Allir Geta Dansað sem sýndir voru á Stöð 2 í vetur. Þar voru þau danspar í þáttunum og urðu ástfangin. Þau ræddu meðal annars ástina og hvað sé fram undan hjá þeim nú þegar þáttunum er lokið en Vala spurði Manuelu svo út í kjaftasögurnar og umræðuna um hvernig hún hafi breyst í útliti. Manuela svaraði því til að hún hefði alltaf verið opin og það væri eitthvað sem hefði alltaf fylgt henni. „Ég meina, ég er 18 ára gömul þegar ég vinn Ungfrú Ísland og strax þá byrjuðu sögurnar um að ég væri búin að láta gera svo mikið við mig sem ég hef aldrei, það var ekkert. Þetta hefur fylgt mér alltaf þannig að þessir litlu hlutir sem ég hef látið gera, sem mér finnst önnur hver kona á Íslandi vera að gera, það er einhvern veginn alltaf blásið upp. Mér finnst þetta samt, þetta snertir mig ekkert þannig, en mér finnst þetta svo skrýtið. Auðvitað breytist fólk á áratug eða tveimur, það er bara svoleiðis og mér hefur einhvern veginn aldrei liðið betur í eigin skinni,“ sagði Manuela og bætti því að hún teldi það vera þroskamerki. Maður losnaði við óöryggi með aldrinum. „Þannig að þetta er ekki eitthvað sem hefur eitthvað brjálæðislega mikil áhrif á mig. En ég hef alltaf verið opin um varafyllingar sem er það helsta sem ég hef gert og ég fer í bótóx tvisvar á ári. […] Það eiga bara allir að gera það sem lætur þeim líða vel og ef manni líður bara vel að gera eitthvað þá er það bara allt í lagi og mér finnst að allir eigi bara að vera eins og þeir vilja vera.“ Þá væri eina aðgerðin sem hún hefði farið í brjóstastækkun. Slíka aðgerð hefur hún farið í tvisvar. „Ég er bara búin að eignast börn og þetta er, mér finnst þetta ekki einu sinni eitthvað sem er vert að tala um því þetta er svo algengt. En þegar það er verið að tala um einhverjar rosalegar breytingar þá stundum hristi ég bara hausinn og ég skil ekki alveg. Svo eru fylliefni annað, eins og varafyllingar já, en fleira er það eiginlega ekki. Þess vegna böggar þetta mig eiginlega ekki neitt því ég veit nákvæmlega,“ sagði Manuela.
Allir geta dansað Ástin og lífið Ísland í dag Tengdar fréttir Manuela og Jón Eyþór snúa aftur í lokaþættinum vegna mistakanna Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Stöð 2. 26. janúar 2020 11:14 Hundlasin Manuela og Jón Eyþór fengu frábæra dóma Manuela Ósk og Jón Eyþór dönsuðu Cha Cha við lögin Pata pata og Crazy in Love mixuð saman fyrir tæplega viku í beinni útsendingu á Stöð 2 í skemmtiþáttunum Allir geta dansað. 16. janúar 2020 12:30 Manuela Ósk fann ástina á dansgólfinu Manuela Ósk og Jón Eyþór ná vel saman á dansgólfinu og utan þess. 24. janúar 2020 09:02 Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið Fleiri fréttir Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Sjá meira
Manuela og Jón Eyþór snúa aftur í lokaþættinum vegna mistakanna Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Stöð 2. 26. janúar 2020 11:14
Hundlasin Manuela og Jón Eyþór fengu frábæra dóma Manuela Ósk og Jón Eyþór dönsuðu Cha Cha við lögin Pata pata og Crazy in Love mixuð saman fyrir tæplega viku í beinni útsendingu á Stöð 2 í skemmtiþáttunum Allir geta dansað. 16. janúar 2020 12:30
Manuela Ósk fann ástina á dansgólfinu Manuela Ósk og Jón Eyþór ná vel saman á dansgólfinu og utan þess. 24. janúar 2020 09:02