Keppanda í sænsku undankeppni Eurovision óvænt vikið úr keppni vegna dómsmáls Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 11:50 Thorsten Flinck fær ekki að taka þátt í Melodifestivalen. Vísir/Getty Sænska leikaranum Thorsten Flinck, sem ætlaði að taka þátt í sænsku undankeppni Eurovision, var um síðustu helgi vikið úr keppni vegna kæru á hendur honum um hótanir og skemmdarverk. Um er að ræða nær ársgamalt mál en sænska ríkissjónvarpið kveðst ekki hafa verið meðvitað um það fyrr en nú. Flinck er landsþekktur leikari, söngvari og listamaður í Svíþjóð. Hann hugðist stíga á stokk í Melodifestivalen, sænsku undankeppninni fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, í Gautaborg næsta laugardag og flytja lagið Miraklernas tid, eða Tími kraftaverkanna upp á íslensku. Draumar Flinck um að verða fulltrúi Svíþjóðar í Eurovision urðu hins vegar að engu um helgina þegar Sænska ríkissjónvarpið, sem heldur undankeppnina, tilkynnti að honum hefði verið vikið úr keppni. DV greindi fyrst íslenskra miðla frá málinu. Í yfirlýsingu frá SVT segir að skipuleggjendur hafi ekki verið meðvitaðir um að dómsmál væri nú rekið á hendur Flinck fyrr en þeim var bent á það um síðustu helgi. Segir konuna hafa flautað tíu sinnum Kona stefndi Flinck í fyrra og sakaði hann um að hafa hótað sér og unnið skemmdarverk á bíl hennar í miðbæ Varberg í maí síðastliðnum. Hún heldur því fram að bíll, í hverjum Flinck var farþegi, hafi tekið fram úr henni þar sem hún ók eftir þröngri götu. Hún hafi flautað á bílinn og Flinck hafi þá rokið út, lamið fast í vélarhlíf á bílnum hennar svo skemmdir urðu á honum og haft í hótunum við hana. Finck hefur gengist við því að hafa valdið tjóni á bíl konunnar. Hann heldur því þó fram að konan hafi flautað tíu sinnum á sig og samferðamann sinn, auk þess sem hún og maður sem hún var með hafi verið afar ókurteis. Hann á yfir höfði sér sekt verði hann fundinn sekur í málinu. Flinck ræddi málið við sænska dagblaðið Expressen í vikunni og kvaðst hafa verið afar vonsvikin með ákvörðun SVT. Hann hefði varið miklum tíma í æfingar á laginu og sá fram á að skila af sér flottu atriði í Melodifestivalen á laugardag. Strax á mánudag var nýr flytjandi fenginn til að flytja lag Flinck, Miraklernas tid, í undankeppninni. Sá útvaldi er Jan Johansen, tónlistarmaður og gömul Eurovisionkempa. Hann hefur alls tekið fjórum sinnum þátt í undankeppninni og var valinn fulltrúi Svíþjóðar í aðalkeppninni árið 1995 með lagið Look at Me. Hann hafnaði í þriðja sæti, á eftir framlagi Noregs og Spánar. Vefsíðan Eurovision World er ekki bjartsýn á gott gengi Johansen í Melodifestivalen og spáir honum 23. sæti af alls 25 framlögum. Eurovision Svíþjóð Tónlist Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Sjá meira
Sænska leikaranum Thorsten Flinck, sem ætlaði að taka þátt í sænsku undankeppni Eurovision, var um síðustu helgi vikið úr keppni vegna kæru á hendur honum um hótanir og skemmdarverk. Um er að ræða nær ársgamalt mál en sænska ríkissjónvarpið kveðst ekki hafa verið meðvitað um það fyrr en nú. Flinck er landsþekktur leikari, söngvari og listamaður í Svíþjóð. Hann hugðist stíga á stokk í Melodifestivalen, sænsku undankeppninni fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, í Gautaborg næsta laugardag og flytja lagið Miraklernas tid, eða Tími kraftaverkanna upp á íslensku. Draumar Flinck um að verða fulltrúi Svíþjóðar í Eurovision urðu hins vegar að engu um helgina þegar Sænska ríkissjónvarpið, sem heldur undankeppnina, tilkynnti að honum hefði verið vikið úr keppni. DV greindi fyrst íslenskra miðla frá málinu. Í yfirlýsingu frá SVT segir að skipuleggjendur hafi ekki verið meðvitaðir um að dómsmál væri nú rekið á hendur Flinck fyrr en þeim var bent á það um síðustu helgi. Segir konuna hafa flautað tíu sinnum Kona stefndi Flinck í fyrra og sakaði hann um að hafa hótað sér og unnið skemmdarverk á bíl hennar í miðbæ Varberg í maí síðastliðnum. Hún heldur því fram að bíll, í hverjum Flinck var farþegi, hafi tekið fram úr henni þar sem hún ók eftir þröngri götu. Hún hafi flautað á bílinn og Flinck hafi þá rokið út, lamið fast í vélarhlíf á bílnum hennar svo skemmdir urðu á honum og haft í hótunum við hana. Finck hefur gengist við því að hafa valdið tjóni á bíl konunnar. Hann heldur því þó fram að konan hafi flautað tíu sinnum á sig og samferðamann sinn, auk þess sem hún og maður sem hún var með hafi verið afar ókurteis. Hann á yfir höfði sér sekt verði hann fundinn sekur í málinu. Flinck ræddi málið við sænska dagblaðið Expressen í vikunni og kvaðst hafa verið afar vonsvikin með ákvörðun SVT. Hann hefði varið miklum tíma í æfingar á laginu og sá fram á að skila af sér flottu atriði í Melodifestivalen á laugardag. Strax á mánudag var nýr flytjandi fenginn til að flytja lag Flinck, Miraklernas tid, í undankeppninni. Sá útvaldi er Jan Johansen, tónlistarmaður og gömul Eurovisionkempa. Hann hefur alls tekið fjórum sinnum þátt í undankeppninni og var valinn fulltrúi Svíþjóðar í aðalkeppninni árið 1995 með lagið Look at Me. Hann hafnaði í þriðja sæti, á eftir framlagi Noregs og Spánar. Vefsíðan Eurovision World er ekki bjartsýn á gott gengi Johansen í Melodifestivalen og spáir honum 23. sæti af alls 25 framlögum.
Eurovision Svíþjóð Tónlist Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Sjá meira