Patrick Mahomes er ekki aðeins frábær að henda því hann er líka frábær að grípa eins og sást í sigurskrúðgöngu Kansas City Chiefs í gær.
Super Bowl leikurinn fór fram á sunnudaginn en leikmenn Kansas City Chiefs er hvergi nærri hættir því að fagna sigrinum.
Það var mikið gaman og mikið stuð hjá leikmönnum og stuðningsmönnum NFL-meistaranna í gær þegar liðið fagnaði sigrinum í Super Bowl með því að fara í hefðbundna skrúðgöngu meistara niður í miðbæ Kansas City.
Patrick Mahomes and the Chiefs sure know how to celebrate ?? https://t.co/aJnB7oyHv7
— Sports Illustrated (@SInow) February 5, 2020
Það var reyndar mjög kalt enda hitinn undir frostmarki en það kom þó ekki í veg fyrir að fólk fjölmennti til að sjá hetjurnar sínar.
Auðvitað voru allra augu á Patrick Mahomes, stærstu hetju liðsins, og mikilvægasta leikmanni úrslitaleiksins.
Hann olli engum vonbrigðum og bauð meðal annars upp á þessi tilþrif hér fyrir neðan.
Patrick Mahomes is the greatest of all time now those are the rules
— Yahoo Sports (@YahooSports) February 5, 2020
(via @CurtainsB) pic.twitter.com/DslNfmMHva
Patrick Mahomes greip þarna bjórdós með annarri hendi eins og ekkert væri sjálfsagðara og var síðan ekki lengi að afgreiða hana við mikinn fögnuð allra í kring.
Dósin kom örugglega langt að og margir hefðu ekki gripið hana, hvað þá með jafn fagmannlegum hætti og tengdasonur Mosfellsbæjar eins og við Íslendingar leyfum okkur að kalla hann.