Málflutningur í Landsréttarmálinu hefst í Strassborg í dag Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2020 08:05 Húsnæði Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg í austanverðu Frakklandi. Getty Málflutningur í Landsréttarmálinu hefst í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg í Frakklandi klukkan 8:15 að íslenskum tíma. Mannréttindadómstóllinn ákvað í september síðastliðinn að taka beiðni Íslands um endurskoðun á niðurstöðu dómstólsins í máli Guðmundar A. Ástráðssonar gegn Íslandi, frá 12. mars síðastliðinn til meðferðar í yfirdeild dómstólsins. Höfðu íslensk stjórnvöld óskað eftir að dómurinn yrði tekinn til endurskoðunar þar sem málið teldist óvenjulegt og vekti upp veigamiklar spurningar um túlkun og framkvæmd mannréttindasáttmála Evrópu. Dómstóllinn komst á sínum tíma að þeirri niðurstöðu að dómaraskipan í Landsrétti hefði brotið gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi.. Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, er nú stödd í Strassborg þar sem nú mun fylgjast með málinu en hún sagði af sér embætti eftir að dómstóllinn kvað upp sinn dóm. Dómstóllinn hefur skipað sautján dómara til að dæma í málinu og er Róbert Spanó í hópi þeirra. Reiknað er með að það gæti tekið yfirdeildina tólf til átján mánuði að komast að niðurstöðu í málinu. Fanney Rós Þorsteinsdóttir, settur ríkislögmaður, og breski lögmaðurinn Timothy Otty skipta málflutningnum með sér fyrir hönd íslenska ríkisins. Rætt var við Sigríði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagði að hún væri enn á þeirri skoðun, og hefði verið lengi, að endurskoða þyrfti ferli við skipan dómara á Íslandi. Það breyti því ekki að ferlið við skipan landsréttardómara væri það gagnsæjasta sem nokkurn tímann hefði verið viðhaft við slíka skipan. Þá kvaðst hún hafa stigið til hliðar úr embætti dómsmálaráðherra svo að friður yrði um þá ákvörðun hvort óska ætti eftir umfjöllun yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Viðtalið við Sigríði má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Dómsmál Dómstólar Íslendingar erlendis Landsréttarmálið Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Málflutningur í Landsréttarmálinu hefst í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg í Frakklandi klukkan 8:15 að íslenskum tíma. Mannréttindadómstóllinn ákvað í september síðastliðinn að taka beiðni Íslands um endurskoðun á niðurstöðu dómstólsins í máli Guðmundar A. Ástráðssonar gegn Íslandi, frá 12. mars síðastliðinn til meðferðar í yfirdeild dómstólsins. Höfðu íslensk stjórnvöld óskað eftir að dómurinn yrði tekinn til endurskoðunar þar sem málið teldist óvenjulegt og vekti upp veigamiklar spurningar um túlkun og framkvæmd mannréttindasáttmála Evrópu. Dómstóllinn komst á sínum tíma að þeirri niðurstöðu að dómaraskipan í Landsrétti hefði brotið gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi.. Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, er nú stödd í Strassborg þar sem nú mun fylgjast með málinu en hún sagði af sér embætti eftir að dómstóllinn kvað upp sinn dóm. Dómstóllinn hefur skipað sautján dómara til að dæma í málinu og er Róbert Spanó í hópi þeirra. Reiknað er með að það gæti tekið yfirdeildina tólf til átján mánuði að komast að niðurstöðu í málinu. Fanney Rós Þorsteinsdóttir, settur ríkislögmaður, og breski lögmaðurinn Timothy Otty skipta málflutningnum með sér fyrir hönd íslenska ríkisins. Rætt var við Sigríði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagði að hún væri enn á þeirri skoðun, og hefði verið lengi, að endurskoða þyrfti ferli við skipan dómara á Íslandi. Það breyti því ekki að ferlið við skipan landsréttardómara væri það gagnsæjasta sem nokkurn tímann hefði verið viðhaft við slíka skipan. Þá kvaðst hún hafa stigið til hliðar úr embætti dómsmálaráðherra svo að friður yrði um þá ákvörðun hvort óska ætti eftir umfjöllun yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Viðtalið við Sigríði má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Dómsmál Dómstólar Íslendingar erlendis Landsréttarmálið Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira