Þarf að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir vegna 149 stóla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. febrúar 2020 14:24 Dómurinn var kveðinn upp í héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Bitter ehf, rekstraraðili verslunarinnar Parka, þarf að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir vegna 149 stóla sem sóttir voru á Skelfiskmarkaðinn og teknir upp í skuld eftir að staðurinn lokaði vegna rekstrarerfiðileika í mars á síðasta ári. Forsaga málsins er sú að fyrir opnun Skelfiskmarkaðarins sumarið 2018 keyptu forsvarsmenn hans margvíslegan búnað af Parka, þar á meðal 151 stól að andvirði 13,5 milljóna. Á reikningi sem gefinn var út vegna stólanna kom fram að varan væri eign söluaðila þangað til að hún væri að fullu greidd. Eftir að Skelfiskmarkaðinum var lokað höfðu forsvarsmenn verslunarinnar samband við eigenda húsnæðisins sem Skelfiskmarkaðurinn var til húsa. Hleypti hann starfsmönnum Parka inn og sóttu þeir 149 af 151 stól. Gefinn var út kreditreikningur til Skelfiskmarkaðrins þar sem kom fram að stólarnir væru teknir til baka með 50 prósent afföllum vegna slita og notkunar. Var verðmæti stólanna því 6,7 milljónir.Bitter lýsti í framhaldinu almennri kröfu í þrotabú Skelfiskmarkaðarins og nam hún 18,8 milljónum, að teknu tilliti til heildarinnborgana og frádregnum kreditreikningum að virði 6,7 milljóna, að mestu leyti vegna stólanna sem teknir höfðu verið til baka. Taldi ráðstöfunina skerða greiðslugetu þrotabúsins Skiptastjóri þrotabúsins taldi hins vegar að um ólögmæta ráðstöfun hafi verið að ræða og hafnaði hann skýringum forsvarsmanna verslunarinnar. Krafðist hann því að stólunum yrði skilað eða Bitter myndi greiða þrotabúinu virði þeirra. Ekki náðist samkomulag á milli deiluaðila og fór málið því fyrir dóm.Vildi skiptastjóri meina að umrædd ráðstöfun og greiðsla með stólunum hafi í senn verulega skert greiðslugetu þrotabúsins og möguleika annarra kröfuhafa til að fá fullnustu krafna sinna úr þrotabúinu. Þannig hafi Bitter ehf. með móttöku stólanna og útgáfu kreditreikningsis fengið fullnægt 6,7 milljón króna greiðslu upp í eigin kröfu á hendur búinu og um leið mismunað öðrum kröfuhöfum, en það stríði gegn meginreglu gjaldþrotaskiptaréttar um jafnræði kröfuhafa.Málsvörn Bitter ehf. beindist einkum að því að ekki hafi verið um ráðstöfun þrotamanns að ræða. Ítrekað hafi komið fram að menn á vegum félagsins hafi sjálfir sótt umrædda stóla og hafi sú afhending ekki verið fyrir atbeina fyrirsvarsmanna Skelfiskmarkaðarins.Féllst héraðsdómur á málatilbúnað þrotabúsins en í dómi héraðsdóms segir að sú ráðstöfun sem fólst í afhendingu á stólunum til Bitter ehf nokkrum dögum fyrir frestdag 29. mars 2019 verði talin greiðsla upp í skuld hins gjaldþrota félags við Bitter ehf. Því bæri að fallast á riftunarkröfu þrotabúsins, auk þess sem að tjón þrotabúsins var metið 6,7 milljónir króna, eða það sama og stólarnir voru metnir á þegar þeir voru teknir upp í skuld.Þarf Bitter ehf, því að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir króna, auk 1,6 milljóna króna í málskostnað. Dómsmál Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Ostrur teknar af matseðli Skelfisksmarkaðarins vegna nóróveiru Minnst þrettán úr átján manna hópi veiktust. 16. nóvember 2018 17:41 Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. 4. mars 2019 11:31 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Bitter ehf, rekstraraðili verslunarinnar Parka, þarf að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir vegna 149 stóla sem sóttir voru á Skelfiskmarkaðinn og teknir upp í skuld eftir að staðurinn lokaði vegna rekstrarerfiðileika í mars á síðasta ári. Forsaga málsins er sú að fyrir opnun Skelfiskmarkaðarins sumarið 2018 keyptu forsvarsmenn hans margvíslegan búnað af Parka, þar á meðal 151 stól að andvirði 13,5 milljóna. Á reikningi sem gefinn var út vegna stólanna kom fram að varan væri eign söluaðila þangað til að hún væri að fullu greidd. Eftir að Skelfiskmarkaðinum var lokað höfðu forsvarsmenn verslunarinnar samband við eigenda húsnæðisins sem Skelfiskmarkaðurinn var til húsa. Hleypti hann starfsmönnum Parka inn og sóttu þeir 149 af 151 stól. Gefinn var út kreditreikningur til Skelfiskmarkaðrins þar sem kom fram að stólarnir væru teknir til baka með 50 prósent afföllum vegna slita og notkunar. Var verðmæti stólanna því 6,7 milljónir.Bitter lýsti í framhaldinu almennri kröfu í þrotabú Skelfiskmarkaðarins og nam hún 18,8 milljónum, að teknu tilliti til heildarinnborgana og frádregnum kreditreikningum að virði 6,7 milljóna, að mestu leyti vegna stólanna sem teknir höfðu verið til baka. Taldi ráðstöfunina skerða greiðslugetu þrotabúsins Skiptastjóri þrotabúsins taldi hins vegar að um ólögmæta ráðstöfun hafi verið að ræða og hafnaði hann skýringum forsvarsmanna verslunarinnar. Krafðist hann því að stólunum yrði skilað eða Bitter myndi greiða þrotabúinu virði þeirra. Ekki náðist samkomulag á milli deiluaðila og fór málið því fyrir dóm.Vildi skiptastjóri meina að umrædd ráðstöfun og greiðsla með stólunum hafi í senn verulega skert greiðslugetu þrotabúsins og möguleika annarra kröfuhafa til að fá fullnustu krafna sinna úr þrotabúinu. Þannig hafi Bitter ehf. með móttöku stólanna og útgáfu kreditreikningsis fengið fullnægt 6,7 milljón króna greiðslu upp í eigin kröfu á hendur búinu og um leið mismunað öðrum kröfuhöfum, en það stríði gegn meginreglu gjaldþrotaskiptaréttar um jafnræði kröfuhafa.Málsvörn Bitter ehf. beindist einkum að því að ekki hafi verið um ráðstöfun þrotamanns að ræða. Ítrekað hafi komið fram að menn á vegum félagsins hafi sjálfir sótt umrædda stóla og hafi sú afhending ekki verið fyrir atbeina fyrirsvarsmanna Skelfiskmarkaðarins.Féllst héraðsdómur á málatilbúnað þrotabúsins en í dómi héraðsdóms segir að sú ráðstöfun sem fólst í afhendingu á stólunum til Bitter ehf nokkrum dögum fyrir frestdag 29. mars 2019 verði talin greiðsla upp í skuld hins gjaldþrota félags við Bitter ehf. Því bæri að fallast á riftunarkröfu þrotabúsins, auk þess sem að tjón þrotabúsins var metið 6,7 milljónir króna, eða það sama og stólarnir voru metnir á þegar þeir voru teknir upp í skuld.Þarf Bitter ehf, því að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir króna, auk 1,6 milljóna króna í málskostnað.
Dómsmál Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Ostrur teknar af matseðli Skelfisksmarkaðarins vegna nóróveiru Minnst þrettán úr átján manna hópi veiktust. 16. nóvember 2018 17:41 Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. 4. mars 2019 11:31 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Ostrur teknar af matseðli Skelfisksmarkaðarins vegna nóróveiru Minnst þrettán úr átján manna hópi veiktust. 16. nóvember 2018 17:41
Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. 4. mars 2019 11:31