Á föstudaginn varð ljóst að Vala Eiríks og Sigurður Már fóru alla leið í Allir geta dansað á Stöð 2 og tóku Glimmerbikarinn heim eftir magnaðan úrslitaþátt.
Þættirnir hafa verið á dagskrá Stöðvar 2 síðustu vikur og eru þeir teknir upp í myndveri í RVK Studios í Gufunesi.
Sviðið er stórt og tekur gríðarlega mikinn tíma og mikinn mannafla að standsetja slíkt svið.
Það vinna margir að þáttum eins og Allir geta dansað og kostar slík framleiðsla blóð, svita og tár.
Hér að neðan má lesa nokkrar athyglisverðar staðreyndir í tengslum við framleiðslu þáttanna.
- Um hundrað þúsund manns sáu lokaþáttinn.
- Búið er að horfa 500 þúsund sinnum innslög tengd Allir geta dansað á Vísi.
- Um 1200 manns sáu þættina í sjónvarpssal.
- Eitt þúsund klukkustundir fóru í að útbúa búninga keppenda.
- 150 þúsund kristallar voru settir á búninga keppenda.
- Hvert par æfði að meðaltali um fjórar klukkustundir á dag.
- Alls voru greidd u.þ.b. 80 þúsund atkvæði í símakosningunni og allur ágóðinn rann til góðgerðarmála.
- Minnst munaði sex atkvæðum á neðstu keppendum.
- Uppsetning á sviði og búnaði fyrir þáttinn tók fjórar vikur og það tekur eina viku að taka sviðið niður.
- Í leikmyndinni voru:
-
- 600 metrar af LED borðum
- 324 ljós
- Yfir átta kílómetrar af köplum
- 220 metrar af grindum í loftinu
Rætt var við keppendur og kynnanna eftir úrslitaþáttinn í beinni á Vísi á föstudagskvöldið og má sjá þá upptöku hér að neðan.