Fagnaði sigri í Super Bowl með sérstökum hætti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2020 15:00 Derrick Nnadi fagnar sigri í Super Bowl en hann varð þá í fyrsta sinn meistari á ferlinum. Getty/ Elsa Það var gaman að vera leikmaður eða stuðningsmaður Kansas City Chiefs á sunnudaginn þegar liðið tryggði sér sinn fyrsta NFL-titil í fimmtíu ár. Það þurfti heldur ekkert að pína leikmenn eða stuðningsmenn liðsins í það að fagna sigrinum og fagnaðarlætin munu eflaust halda áfram út þessa viku hjá sumum. Einn leikmanna meistaraliðsins, Derrick Nnadi, vakti hins vegar mikla athygli fyrir þá leið sem hann fór til að fagna þessum stærsta sigri sínum á ferlinum. Derrick Nnadi er 23 ára gamall og spilar sem varnarmaður. Hann tæklaði leikmenn San Francisco 49ers niður fjórum sinnum í úrslitaleiknum þar af þrisvar alveg upp á sitt einsdæmi. Derrick er mikill dýravinur og sýndi það í verki eftir að Super Bowl sigurinn var í höfn. The perfect way to cap off this great season ‼️ https://t.co/k9KSt05gtt— Derrick Nnadi(@DerrickNnadi) February 3, 2020 Derrick ákvað að greiða öll ættleiðingagjöldin fyrir alla hundana sem eru á hundaathvarfi í Kansas City. Kostnaður við hvern og einn er í kringum 150 dollara eða tæplega nítján þúsund íslenskar krónur. KC Pet Project lét vita af rausnarlegri gjöf Derrick Nnadi á samfélagsmiðlum sínum. Þetta þýðir að það fólk sem vill ættleiða hunda úr athvarfinu getur komið og sótt þá án þess að þurfa að borga neitt fyrir það. Með því ættu líkurnar að aukast á því að heimili finnist fyrir hundana enda höfðu tuttugu hundar þegar gengið út. „Mig hafði alltaf langað í hund alla mína ævi,“ sagði Derrick Nnadi við CNN en hann fékk sinn fyrsta hund þegar hann var á lokaári sínu í háskóla. „Þegar ég fékk hann fyrst þá var hann mjög lítill í sér. Það fékk mig til að hugsa um það að önnur dýr, hvort sem þau eigi sér heimili eða eru í athvarfi, eru líka hrædd og óörugg,“ sagði Nnadi. Hann borgaði fyrir einn hund eftir hvern sigurleik allt þetta tímabil og liðið vann fimmtán leiki. Eftir að meistaratitilinn var í höfn þá fór hann alla leið en um hundrað hundar eru í þessu hundaathvarfi. Derrick Nnadi var alsæll eftir leik og sást meðal annars búa til „snjóengil“ úr pappírssnifsinu sem var skotið upp í loft þegar leikmenn Kansas City Chiefs lyftu bikarnum. NFL Ofurskálin Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira
Það var gaman að vera leikmaður eða stuðningsmaður Kansas City Chiefs á sunnudaginn þegar liðið tryggði sér sinn fyrsta NFL-titil í fimmtíu ár. Það þurfti heldur ekkert að pína leikmenn eða stuðningsmenn liðsins í það að fagna sigrinum og fagnaðarlætin munu eflaust halda áfram út þessa viku hjá sumum. Einn leikmanna meistaraliðsins, Derrick Nnadi, vakti hins vegar mikla athygli fyrir þá leið sem hann fór til að fagna þessum stærsta sigri sínum á ferlinum. Derrick Nnadi er 23 ára gamall og spilar sem varnarmaður. Hann tæklaði leikmenn San Francisco 49ers niður fjórum sinnum í úrslitaleiknum þar af þrisvar alveg upp á sitt einsdæmi. Derrick er mikill dýravinur og sýndi það í verki eftir að Super Bowl sigurinn var í höfn. The perfect way to cap off this great season ‼️ https://t.co/k9KSt05gtt— Derrick Nnadi(@DerrickNnadi) February 3, 2020 Derrick ákvað að greiða öll ættleiðingagjöldin fyrir alla hundana sem eru á hundaathvarfi í Kansas City. Kostnaður við hvern og einn er í kringum 150 dollara eða tæplega nítján þúsund íslenskar krónur. KC Pet Project lét vita af rausnarlegri gjöf Derrick Nnadi á samfélagsmiðlum sínum. Þetta þýðir að það fólk sem vill ættleiða hunda úr athvarfinu getur komið og sótt þá án þess að þurfa að borga neitt fyrir það. Með því ættu líkurnar að aukast á því að heimili finnist fyrir hundana enda höfðu tuttugu hundar þegar gengið út. „Mig hafði alltaf langað í hund alla mína ævi,“ sagði Derrick Nnadi við CNN en hann fékk sinn fyrsta hund þegar hann var á lokaári sínu í háskóla. „Þegar ég fékk hann fyrst þá var hann mjög lítill í sér. Það fékk mig til að hugsa um það að önnur dýr, hvort sem þau eigi sér heimili eða eru í athvarfi, eru líka hrædd og óörugg,“ sagði Nnadi. Hann borgaði fyrir einn hund eftir hvern sigurleik allt þetta tímabil og liðið vann fimmtán leiki. Eftir að meistaratitilinn var í höfn þá fór hann alla leið en um hundrað hundar eru í þessu hundaathvarfi. Derrick Nnadi var alsæll eftir leik og sást meðal annars búa til „snjóengil“ úr pappírssnifsinu sem var skotið upp í loft þegar leikmenn Kansas City Chiefs lyftu bikarnum.
NFL Ofurskálin Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira