Beint á ball í Njarðvík eftir bílslys á Njálsgötu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. febrúar 2020 13:15 Magni Ásgeirsoni, Sævari Helgason, Heimir Eyvindarson, Þórir Gunnarsson og Stefán Ingimar Þórhallsson mynda Á móti sól. Á móti sól Meðlimir hljómsveitarinnar Á móti sól lentu í árekstri á Njálsgötu í Reykjavík í gær. Frá þessu greinir sveitin á Facebook. Sævar Helgason gítarleikari þurfti að leita aðhlynningar á Landspítalanum, en aðrir meðlimir sveitarinnar héldu leið sinni til Njarðvíkur áfram og spiluðu þar á balli. „Í gær vorum við að leggja af stað til Njarðvíkur þar sem við áttum skömmu síðar að stíga á svið á balli. Við erum á leið upp Njálsgötuna þegar stór leigubíll á leið upp Vitastíginn lendir á afturhorninu á okkar bíl. Hraðinn á taxanum var slíkur að við snerumst í 180 gráður á punktinum en hann hélt áfram og klessti á kyrrstæðan bíl þar sem hann staðnæmdist,“ segir í færslu sveitarinnar. Þeir greina frá því að við hafi tekið „frekar ringlaðar mínútur“ uns viðbragðsaðilar mættu á svæðið. „Til að gera langa sögu stutta þá var farið með Sævar upp á landsa til athugunar þar sem hann rotaðist við höggið og kom seinna um kvöldið í ljós rifbeinsbrot og nokkrir fleiri fylgikvillar. Við hinir stauluðumst frekar lemstraðir upp í annan bíl og komum okkur til Njarðvíkur þar sem var gríðarlega vel tekið à móti okkur með kælipokum, nuddi og teygjubindum.“ Eftir ballið hafi sveitarmeðlimir síðan verið „reknir vinalega“ á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem vel hafi verið séð um þá. Þeir hafi síðan flestir lagst á koddann undir morgun. „Við erum sum sé nokkuð hressir þannig séð. Innilegar þakkir til fagfólksis sem mætti fyrst á slysstað, þeirra sem sáu um Sævar okkar í nótt og Njarðvíkinga sem gripu okkur svona fallega,“ segir að lokum í Facebook-færslu sveitarinnar, sem samanstendur af þeim Magna Ásgeirssyni, Sævari Helgasyni, Heimi Eyvindarsyni, Þóri Gunnarssyni og Stefáni Ingimar Þórhallssyni. Reykjanesbær Reykjavík Samgönguslys Tónlist Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Meðlimir hljómsveitarinnar Á móti sól lentu í árekstri á Njálsgötu í Reykjavík í gær. Frá þessu greinir sveitin á Facebook. Sævar Helgason gítarleikari þurfti að leita aðhlynningar á Landspítalanum, en aðrir meðlimir sveitarinnar héldu leið sinni til Njarðvíkur áfram og spiluðu þar á balli. „Í gær vorum við að leggja af stað til Njarðvíkur þar sem við áttum skömmu síðar að stíga á svið á balli. Við erum á leið upp Njálsgötuna þegar stór leigubíll á leið upp Vitastíginn lendir á afturhorninu á okkar bíl. Hraðinn á taxanum var slíkur að við snerumst í 180 gráður á punktinum en hann hélt áfram og klessti á kyrrstæðan bíl þar sem hann staðnæmdist,“ segir í færslu sveitarinnar. Þeir greina frá því að við hafi tekið „frekar ringlaðar mínútur“ uns viðbragðsaðilar mættu á svæðið. „Til að gera langa sögu stutta þá var farið með Sævar upp á landsa til athugunar þar sem hann rotaðist við höggið og kom seinna um kvöldið í ljós rifbeinsbrot og nokkrir fleiri fylgikvillar. Við hinir stauluðumst frekar lemstraðir upp í annan bíl og komum okkur til Njarðvíkur þar sem var gríðarlega vel tekið à móti okkur með kælipokum, nuddi og teygjubindum.“ Eftir ballið hafi sveitarmeðlimir síðan verið „reknir vinalega“ á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem vel hafi verið séð um þá. Þeir hafi síðan flestir lagst á koddann undir morgun. „Við erum sum sé nokkuð hressir þannig séð. Innilegar þakkir til fagfólksis sem mætti fyrst á slysstað, þeirra sem sáu um Sævar okkar í nótt og Njarðvíkinga sem gripu okkur svona fallega,“ segir að lokum í Facebook-færslu sveitarinnar, sem samanstendur af þeim Magna Ásgeirssyni, Sævari Helgasyni, Heimi Eyvindarsyni, Þóri Gunnarssyni og Stefáni Ingimar Þórhallssyni.
Reykjanesbær Reykjavík Samgönguslys Tónlist Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira