„Ég leyfði mér ekki einu sinni að vona“ Andri Eysteinsson skrifar 1. febrúar 2020 14:23 Vala og Siggi, sigurvegarar Allir Geta Dansað. Vísir/Marinó Flóvent Útvarpskonan Vala Eiríks og dansherra hennar, Sigurður Már Atlason báru sigur úr býtum í annarri þáttaröð skemmtiþáttarins Allir geta dansað en úrslitaþátturinn var sýndur í gærkvöldi á Stöð 2. Vala og Siggi fengu fullt hús stiga á úrslitakvöldinu en dansaðir voru tveir dansar og fengu þau tíu frá öllum þremur dómurunum fyrir bæði atriðin.Siggi og Vala mættu til þeirra Einars og Svavars í morgunþættinum Bakaríinu á Bylgjunni þar sem þau gerðu upp samvinnuna.„Ég leyfði mér ekki einu sinni að vona, við vorum bara ánægð með að vera komin í úrslitin. Við hefðum labbað sátt frá borði sama hvað. Þetta er ekki það sem við héldum að myndi gerast en við erum mjög glöð að það gerðist,“ sagði Vala um úrslitin en í útsendingunni mátti sjá að úrslitin komu dansparinu mjög á óvart. Umgjörðin í fyrra atriði þeirra Völu og Sigga var glæsileg en þar dönsuðu þau Quickstep með fjölda aukaleikara og leikmuna á gólfinu. „Við ætluðum að byrja með tvo stráka og tvær stelpur með okkur, svo hugsuðum við. Af hverju erum við ekki með hljómsveit líka. Mér fannst það gera atriðið,“ sagði Sigurður Már sem uppljóstraði svo hvernig nemandi Vala sé. „Hún er rosalega opin og líbó. Það er erfitt að vera strangur við hana. Hún hlustar vel og gefst aldrei upp, hún vill aldrei auðvelda hlutina,“ sagði Sigurður Már og sagði Völu ekki taka það í mál að auðvelda atriðið þegar eitthvað gengur ekki vel á æfingum. Keppendur í Allir geta dansað hafa margir hverjir haft orð á því að líðan þeirra hafi stórbatnað við þátttökuna. Vala er sama sinnis. „Ég hef hugsað rosalega vel um mig síðastliðin ár, hreyfingarlega séð, en ég finn gríðarlegan mun. Maður brennir meira og samhliða því drekkur maður meira vatn, borða hollar og sef betur,“ sagði Vala og bætti við að henni hafi aldrei liðið betur í eigin skinni. Mikill tími fór í æfingar en þau Vala og Siggi sögðu að á virkum dögum færu að meðaltali fjórir klukkutímar á dag í æfingar. Þar sem þau séu bæði að vinna á virkum dögum, Vala sem útvarpskona á FM957 og Sigurður sem tölvunarfræðingur, hafi þau ákveðið að taka helgarnar með trompi og hafi æfingarnar þá orðið lengri. Seinna atriði þeirra var Paso Doble við lagið Don‘t let me be misunderstood sem þau dönsuðu einnig í fimmta þætti. Á því augnabliki sem sigurvegararnir voru tilkynntir.Stöð 2 Þrátt fyrir að hafa hlotið fullt hús stiga frá dómurunum, þeim Selmu Björnsdóttur, Kareni Reeve og Jóhanni Gunnari Arnarsyni, var ekkert í hendi þar sem að einkunnir dómara giltu ekki í lokaúrslitum. Þar ræð símakosningin lögum og lofum. Áhorfendur virtust hafa sama dálæti á atriðum Sigurðar og Völu því þau báru sigur úr býtum í símakosningunni og eru því sigurvegarar annarrar þáttaraðar Allir Geta Dansað.Vala hafði orð á því að um væri að ræða fyrsta bikarinn sem hún hafi nokkurn tímann unnið. Í Bakaríinu gekk hún svo langt að segja að hún muni taka bikarinn með sér, hvert sem hún ferð. „Ég ætla að hafa hann með mér allt sem ég fer, í bankann líka,“ sagði Vala Eiríks, sigurvegari Allir Geta Dansað, kampakát og sigurreif á Bylgjunni í morgun. Allir geta dansað Dans Mest lesið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Fleiri fréttir Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Sjá meira
Útvarpskonan Vala Eiríks og dansherra hennar, Sigurður Már Atlason báru sigur úr býtum í annarri þáttaröð skemmtiþáttarins Allir geta dansað en úrslitaþátturinn var sýndur í gærkvöldi á Stöð 2. Vala og Siggi fengu fullt hús stiga á úrslitakvöldinu en dansaðir voru tveir dansar og fengu þau tíu frá öllum þremur dómurunum fyrir bæði atriðin.Siggi og Vala mættu til þeirra Einars og Svavars í morgunþættinum Bakaríinu á Bylgjunni þar sem þau gerðu upp samvinnuna.„Ég leyfði mér ekki einu sinni að vona, við vorum bara ánægð með að vera komin í úrslitin. Við hefðum labbað sátt frá borði sama hvað. Þetta er ekki það sem við héldum að myndi gerast en við erum mjög glöð að það gerðist,“ sagði Vala um úrslitin en í útsendingunni mátti sjá að úrslitin komu dansparinu mjög á óvart. Umgjörðin í fyrra atriði þeirra Völu og Sigga var glæsileg en þar dönsuðu þau Quickstep með fjölda aukaleikara og leikmuna á gólfinu. „Við ætluðum að byrja með tvo stráka og tvær stelpur með okkur, svo hugsuðum við. Af hverju erum við ekki með hljómsveit líka. Mér fannst það gera atriðið,“ sagði Sigurður Már sem uppljóstraði svo hvernig nemandi Vala sé. „Hún er rosalega opin og líbó. Það er erfitt að vera strangur við hana. Hún hlustar vel og gefst aldrei upp, hún vill aldrei auðvelda hlutina,“ sagði Sigurður Már og sagði Völu ekki taka það í mál að auðvelda atriðið þegar eitthvað gengur ekki vel á æfingum. Keppendur í Allir geta dansað hafa margir hverjir haft orð á því að líðan þeirra hafi stórbatnað við þátttökuna. Vala er sama sinnis. „Ég hef hugsað rosalega vel um mig síðastliðin ár, hreyfingarlega séð, en ég finn gríðarlegan mun. Maður brennir meira og samhliða því drekkur maður meira vatn, borða hollar og sef betur,“ sagði Vala og bætti við að henni hafi aldrei liðið betur í eigin skinni. Mikill tími fór í æfingar en þau Vala og Siggi sögðu að á virkum dögum færu að meðaltali fjórir klukkutímar á dag í æfingar. Þar sem þau séu bæði að vinna á virkum dögum, Vala sem útvarpskona á FM957 og Sigurður sem tölvunarfræðingur, hafi þau ákveðið að taka helgarnar með trompi og hafi æfingarnar þá orðið lengri. Seinna atriði þeirra var Paso Doble við lagið Don‘t let me be misunderstood sem þau dönsuðu einnig í fimmta þætti. Á því augnabliki sem sigurvegararnir voru tilkynntir.Stöð 2 Þrátt fyrir að hafa hlotið fullt hús stiga frá dómurunum, þeim Selmu Björnsdóttur, Kareni Reeve og Jóhanni Gunnari Arnarsyni, var ekkert í hendi þar sem að einkunnir dómara giltu ekki í lokaúrslitum. Þar ræð símakosningin lögum og lofum. Áhorfendur virtust hafa sama dálæti á atriðum Sigurðar og Völu því þau báru sigur úr býtum í símakosningunni og eru því sigurvegarar annarrar þáttaraðar Allir Geta Dansað.Vala hafði orð á því að um væri að ræða fyrsta bikarinn sem hún hafi nokkurn tímann unnið. Í Bakaríinu gekk hún svo langt að segja að hún muni taka bikarinn með sér, hvert sem hún ferð. „Ég ætla að hafa hann með mér allt sem ég fer, í bankann líka,“ sagði Vala Eiríks, sigurvegari Allir Geta Dansað, kampakát og sigurreif á Bylgjunni í morgun.
Allir geta dansað Dans Mest lesið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Fleiri fréttir Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Sjá meira