Körfubolti

Svona leit Stap­les Center út í nótt í fyrsta heima­leiknum eftir frá­fall Kobe

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kobe minnst.
Kobe minnst. vísir/getty

Los Angeles Lakers lék sinn fyrsta leik í NBA-körfuboltanum í nótt frá því að goðsögn félagsins Kobe Bryant féll um síðustu helgi.

Lakers tapaði í nótt með átta stiga mun, 127-119, fyrir Portland Blazer á heimavelli. Damian Lillard skoraði 48 stig fyrir gestina en Anthony Davis gerði 37 fyrir heimamenn.

Það var þó margt meira en körfubolti sem þessi leikur í nótt snérist um. Los Angeles Lakers, bæði leikmenn og stuðningsmenn, heiðruðu minningu Kobe og þeirra sem féllu frá í þyrluslysinu hræðilega um síðustu helgi.

Allir leikmenn liðsins voru kynntir inn í byrjun leiksins sem Kobe Bryant, falleg athöfn var fyrir leikinn og treyja með númeri Kobe var í öllum sætunum í Staples Center í nótt.

Hér að neðan má sjá brot af því sem fór fram í nótt.











































Önnur úrslit næturinnar:

Toronto - Detroit 105-92

Dallas - Houston 121-128

Chicago - Brooklyn 118-133

Memphis - New Orleans 111-139

Denver - Milwaukee 127-115

Oklahoma - Phoenix 111-107

Portland - LA Lakers 127-119

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×