Talsmenn nýsköpunar á tyllidögum Tryggvi Másson skrifar 19. febrúar 2020 09:00 Í síðustu viku bárust þau tíðindi að raunverulegur möguleiki væri á því að álver Rio Tinto í Straumsvík myndi loka varanlega sínum dyrum. Ljóst er að ef álverinu verður lokað munu að minnsta kosti 500 manns missa störf sín, 3.300 GWh verða framleidd af ónýttu rafmagni árlega og mikil verðmæti glatast. Þá fjárfesti fyrirtækið tugum milljarða síðastliðinn áratug í nýsköpun sem skilaði sér í bættum ferlum, auknum gæðum og verðmætari vöru. Efnahagslegu áhrifin eru því talsverð. Í kjölfar fregnanna hafa sprottið upp hugmyndir um aukna ylrækt, rafmagn fyrir borgarlínu og aukinn útflutningur hugvits í stað álversins. Líkt og verðmæta- og nýsköpun sé krani sem hægt er að skrúfa frá og fyrir eftir þörfum. Þess væri óskandi. Áhugi Íslendinga á nýsköpun í skjóli áskorana í efnahagslífinu er ekki einsdæmi. Nægir að spóla nokkur ár aftur í tímann þegar leiðin upp úr síðustu efnahagslægð átti að vera byggð á útflutningi hugvitsdrifinnar nýsköpunar fremur en nýtingu náttúruauðlinda. Raunin varð önnur. Sem betur fer kom óvæntur vöxtur ferðaþjónustunnar kom þjóðinni til bjargar. Þegar kreppir að í íslensku efnahagslífi eignast nýsköpun sem sagt marga talsmenn. Þess á milli sefa þær atvinnugreinar sem drífa áfram hagvöxtinn hverju sinni þennan mikla áhuga. Raunin er hins vegar sú að nýsköpun á sér stað óháð hagsveiflu og þvert á atvinnugreinar. Nýsköpun á sér stað í aldargömlum fyrirtækjum sem og glænýjum nýsköpunarfyrirtækjum. Nýsköpun er drifin áfram af hugmyndum einstaklinga sama hvar þeir starfa og til að þessar hugmyndir fái að blómstra er nauðsynlegt að plægja akurinn og vökva hann reglulega. Það er afar ánægjulegt að stjórnvöld hafi markað nýsköpunarstefnu í fyrsta sinn, en hún hefur það að markmiði að innvinkla hugarfar nýsköpunar inn í íslenskt samfélag og að nýsköpun verði stöðugt viðfangsefni samfélagsins alls. Þar er kynnt til sögunnar hugtakið nýsköpunarhæfni, þ.e.a.s. geta samfélagsins til þess að leiða fram góðar hugmyndir og veita þeim frjósaman jarðveg. Það er kjarni máls. Skapa þarf hér umgjörð og umhverfi sem hvetur til nýsköpunar á öllum sviðum samfélagsins og hjálpar þeim að blómstra. Nýsköpun er nefnilega ekki aðeins nauðsynleg til að takast á við áskoranir samtímans heldur einnig áskoranir framtíðar. Ef samfélagið ætlar sér að takast á við breytta aldursamsetningu þjóðarinnar, skuldbindingar Íslands um aðgerðir í loftlagsmálum og hraðar tæknibreytingar án þess að fórna þeim lífsgæðum sem við búum við hér á landi verður að skapa nýjar lausnir og ný verðmæti. Síðustu áratugi hefur samfélagið getað treyst á einstakar atvinnugreinar til að drífa áfram verðmætasköpun þjóðarinnar. Þegar undirstöður þeirra bogna eða bresta þá á nýsköpunin að hlaupa í skarðið. Nýsköpun er ekki varaaflstöð verðmætasköpunar sem hægt er að setja í gang þegar eitthvað brestur, heldur grundvallarstoð hennar. Þetta á að vera öllum hugfast, alltaf, en ekki aðeins á tyllidögum. Það er ekki alltaf hægt að treysta á næsta hvalreka. Það er nefnilega alls ekki víst að hann komi. Höfundur er sérfræðingur á efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm . Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Hafnarfjörður Nýsköpun Rómur Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku bárust þau tíðindi að raunverulegur möguleiki væri á því að álver Rio Tinto í Straumsvík myndi loka varanlega sínum dyrum. Ljóst er að ef álverinu verður lokað munu að minnsta kosti 500 manns missa störf sín, 3.300 GWh verða framleidd af ónýttu rafmagni árlega og mikil verðmæti glatast. Þá fjárfesti fyrirtækið tugum milljarða síðastliðinn áratug í nýsköpun sem skilaði sér í bættum ferlum, auknum gæðum og verðmætari vöru. Efnahagslegu áhrifin eru því talsverð. Í kjölfar fregnanna hafa sprottið upp hugmyndir um aukna ylrækt, rafmagn fyrir borgarlínu og aukinn útflutningur hugvits í stað álversins. Líkt og verðmæta- og nýsköpun sé krani sem hægt er að skrúfa frá og fyrir eftir þörfum. Þess væri óskandi. Áhugi Íslendinga á nýsköpun í skjóli áskorana í efnahagslífinu er ekki einsdæmi. Nægir að spóla nokkur ár aftur í tímann þegar leiðin upp úr síðustu efnahagslægð átti að vera byggð á útflutningi hugvitsdrifinnar nýsköpunar fremur en nýtingu náttúruauðlinda. Raunin varð önnur. Sem betur fer kom óvæntur vöxtur ferðaþjónustunnar kom þjóðinni til bjargar. Þegar kreppir að í íslensku efnahagslífi eignast nýsköpun sem sagt marga talsmenn. Þess á milli sefa þær atvinnugreinar sem drífa áfram hagvöxtinn hverju sinni þennan mikla áhuga. Raunin er hins vegar sú að nýsköpun á sér stað óháð hagsveiflu og þvert á atvinnugreinar. Nýsköpun á sér stað í aldargömlum fyrirtækjum sem og glænýjum nýsköpunarfyrirtækjum. Nýsköpun er drifin áfram af hugmyndum einstaklinga sama hvar þeir starfa og til að þessar hugmyndir fái að blómstra er nauðsynlegt að plægja akurinn og vökva hann reglulega. Það er afar ánægjulegt að stjórnvöld hafi markað nýsköpunarstefnu í fyrsta sinn, en hún hefur það að markmiði að innvinkla hugarfar nýsköpunar inn í íslenskt samfélag og að nýsköpun verði stöðugt viðfangsefni samfélagsins alls. Þar er kynnt til sögunnar hugtakið nýsköpunarhæfni, þ.e.a.s. geta samfélagsins til þess að leiða fram góðar hugmyndir og veita þeim frjósaman jarðveg. Það er kjarni máls. Skapa þarf hér umgjörð og umhverfi sem hvetur til nýsköpunar á öllum sviðum samfélagsins og hjálpar þeim að blómstra. Nýsköpun er nefnilega ekki aðeins nauðsynleg til að takast á við áskoranir samtímans heldur einnig áskoranir framtíðar. Ef samfélagið ætlar sér að takast á við breytta aldursamsetningu þjóðarinnar, skuldbindingar Íslands um aðgerðir í loftlagsmálum og hraðar tæknibreytingar án þess að fórna þeim lífsgæðum sem við búum við hér á landi verður að skapa nýjar lausnir og ný verðmæti. Síðustu áratugi hefur samfélagið getað treyst á einstakar atvinnugreinar til að drífa áfram verðmætasköpun þjóðarinnar. Þegar undirstöður þeirra bogna eða bresta þá á nýsköpunin að hlaupa í skarðið. Nýsköpun er ekki varaaflstöð verðmætasköpunar sem hægt er að setja í gang þegar eitthvað brestur, heldur grundvallarstoð hennar. Þetta á að vera öllum hugfast, alltaf, en ekki aðeins á tyllidögum. Það er ekki alltaf hægt að treysta á næsta hvalreka. Það er nefnilega alls ekki víst að hann komi. Höfundur er sérfræðingur á efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm . Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun