Mig langar til þess að gefa þér betra líf! Bragi Þór Thoroddsen skrifar 18. febrúar 2020 08:00 Já, ég er að meina það. Í alvöru, mig langar að þú lifir betra lífi. Ekki bara þú, heldur öll fjölskylda þín og flestir sem þú umgengst dags daglega. Allir á vinnustaðnum þínum, í skólanum, á sjónum og bara allir í næsta húsi og þarnæsta. Og ég ætla að veita þér betra líf. Ég ætla að borga fyrir það sjáflur. Eina sem þú þarft að gera er að leggja í það doldla upphæð af framtíðartekjum þínum og þinna til næstu 15 ára. En ekki hafa áhyggjur, þetta er win/win, alveg eins og hjá Ólafi Ragnari þegar hann fékk reinsann í vaktaþáttunum. Sigurður Ingi ráðherra er flottur náungi, viðkunnanlegur og vel að sér um marga hluti. Hann er að mínu mati skemmtilegur í viðkynnum, hreinn til svars og almennt trúverðugur fulltrúi. Hann er það sem mig langaði að verða þegar ég yrði stór, þ.e. dýralæknir, enda hafði ég enga drauma um að verða ráðherra fyrir tvítugt. Líkt og margir aðrir batt ég miklar vonir við Sigurð Inga þegar hann kom fram á sjónarsvið okkar allra eftir hrun, arftaki sem reysti flokk sinn úr sögulegri öskustó. Forverum hans hafði eitthvað misfarist með trúverðugleikann og var sem var. En Sigurður Ingi reddaði því öllu og gerði gott betur. Hann er ráðherra í dag og gerir margt vel þar. Trúverðugur, traustur og ráðherrayfirbragð á honum. En þessi pistil er ekki bara til þess að mæra Sigurð Inga. Ráðherrann fer fyrir málaflokki sem varðar landsmenn alla, ekki bara einn heldur tvo. Samgöngumál heldur hann utan um í ráðuneyti sínu. Þá er hann og sveitarstjórnarráðherra. Það þýðir að landsmenn eiga allt sitt undir ráðuneytinu þegar þeir skottast á milli sveitarfélaga - vegi og vegleysur. Einnig er við ráðuneytið að eiga um það hversu mörg þessi sveitarfélög eru. Sveitarfélögin eru 72, lítil og stór, fjölmenn og fámenn. Ráðuneyti Sigurðar Inga ætlar að gefa litlu sveitarfélögunum betra líf. Íbúum þess öllum, ljá þeim trúverðuga rödd og þjónustu eins og hæfir fólki á 21. öld. Allir hafi það betra, bæði í stórum og smáum sveitarfélögum. Þau verði færri og stærri og geti eitthvað sjálf. Geti tekið verkefni af ríkinu og þannig fengið meiri peninga og klárað að reka sig sjálf. Verið sjálfbær. En eina sem stór og smá, færri sveitarfélög þurfi að gera til þess að ráðuneyti sveitarstjórnar geri þetta allt að veruleika er að sameinast. Fyrir það fá þau milljón skrilljónir og skuldi ekkert þegar allt er af staðið. Þannig lítur þetta út í dag í samráðsgáttinni (nota bene þetta er greinargerð): "Þá er gert ráð fyrir að haldið verði eftir einum milljarði á hverju ári í 15 ár af ákveðnum tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að jafna út auknar greiðslur Jöfnunarsjóðs vegna sameiningarframlaga næstu árin, á heildarúthlutanir sjóðsins. Munu framlög Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga lækka sem því nemur á tímabilinu. Rétt er að taka fram að sameiningarframlög hafa verið lögbundið hlutverk sjóðsins í langan tíma og er því ekki um breytingar að ræða að því leyti. Hafa framlög vegna sameininga verið að jafnaði um kr. 300 milljónir á ári hverju undanfarin 10 ár. Með því að halda eftir þeirri upphæð sem lagt er til í frumvarpinu af tekjum sjóðsins næstu 15 ár, er verið að lágmarka þau áhrif sem aukinn fjöldi sameininga sveitarfélaga á næstu árum mun hafi á heildarúthlutanir Jöfnunarsjóðs. Viðræður fara fram um möguleikann á því að sjóðnum verði tryggðar auknar tekjur úr ríkissjóði til að lágmarka þau áhrif sem kunna að verða á framlögum sjóðsins vegna fjölgunar á sameiningum sveitarfélaga sem vænta má með lögfestingu frumvarpsins." Jújú, smá hængur. Silfrið sem ég lofaði fyrir að mynda skarð í varnirnar sveitarfélaganna borgið þið sjálf. Það er eitt af því litla sem ég gleymdi að segja ykkur. Og þið voruð farin að borga inn á þetta fyrir löngu. En þetta verður allt voða fínt og allir ánægðir og miklu færri og stærri. Og jú, það er bara eitt enn. Samband íslenskra sveitarfélaga – sem er félag með enga prókúru eða umboð á lagamáli – er sá sem ætlar að klára þetta. En auðvitað hafði sambandið samráð sín á milli um örlög litlu sveitarfélaganna, sem auðvitað á ekki fulltrúa í stjórn með neitt atkvæðavægi. En þetta heitir auðvitað á þingmáli samráð. En svo því sé til haga haldið - Sigurður Ingi er frábær náungi og eflaust veit hann alveg hvað hann er að gera. Ég er honum bara svo hjartanlega ósammála um flest þessa dagana annað en að mig langaði að verða dýralæknir þegar ég var yngri og hann var víst liðtækur í körfu. Höfundur er lögfræðingur og sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Súðavíkurhreppur Sveitarstjórnarmál Bragi Þór Thoroddsen Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Já, ég er að meina það. Í alvöru, mig langar að þú lifir betra lífi. Ekki bara þú, heldur öll fjölskylda þín og flestir sem þú umgengst dags daglega. Allir á vinnustaðnum þínum, í skólanum, á sjónum og bara allir í næsta húsi og þarnæsta. Og ég ætla að veita þér betra líf. Ég ætla að borga fyrir það sjáflur. Eina sem þú þarft að gera er að leggja í það doldla upphæð af framtíðartekjum þínum og þinna til næstu 15 ára. En ekki hafa áhyggjur, þetta er win/win, alveg eins og hjá Ólafi Ragnari þegar hann fékk reinsann í vaktaþáttunum. Sigurður Ingi ráðherra er flottur náungi, viðkunnanlegur og vel að sér um marga hluti. Hann er að mínu mati skemmtilegur í viðkynnum, hreinn til svars og almennt trúverðugur fulltrúi. Hann er það sem mig langaði að verða þegar ég yrði stór, þ.e. dýralæknir, enda hafði ég enga drauma um að verða ráðherra fyrir tvítugt. Líkt og margir aðrir batt ég miklar vonir við Sigurð Inga þegar hann kom fram á sjónarsvið okkar allra eftir hrun, arftaki sem reysti flokk sinn úr sögulegri öskustó. Forverum hans hafði eitthvað misfarist með trúverðugleikann og var sem var. En Sigurður Ingi reddaði því öllu og gerði gott betur. Hann er ráðherra í dag og gerir margt vel þar. Trúverðugur, traustur og ráðherrayfirbragð á honum. En þessi pistil er ekki bara til þess að mæra Sigurð Inga. Ráðherrann fer fyrir málaflokki sem varðar landsmenn alla, ekki bara einn heldur tvo. Samgöngumál heldur hann utan um í ráðuneyti sínu. Þá er hann og sveitarstjórnarráðherra. Það þýðir að landsmenn eiga allt sitt undir ráðuneytinu þegar þeir skottast á milli sveitarfélaga - vegi og vegleysur. Einnig er við ráðuneytið að eiga um það hversu mörg þessi sveitarfélög eru. Sveitarfélögin eru 72, lítil og stór, fjölmenn og fámenn. Ráðuneyti Sigurðar Inga ætlar að gefa litlu sveitarfélögunum betra líf. Íbúum þess öllum, ljá þeim trúverðuga rödd og þjónustu eins og hæfir fólki á 21. öld. Allir hafi það betra, bæði í stórum og smáum sveitarfélögum. Þau verði færri og stærri og geti eitthvað sjálf. Geti tekið verkefni af ríkinu og þannig fengið meiri peninga og klárað að reka sig sjálf. Verið sjálfbær. En eina sem stór og smá, færri sveitarfélög þurfi að gera til þess að ráðuneyti sveitarstjórnar geri þetta allt að veruleika er að sameinast. Fyrir það fá þau milljón skrilljónir og skuldi ekkert þegar allt er af staðið. Þannig lítur þetta út í dag í samráðsgáttinni (nota bene þetta er greinargerð): "Þá er gert ráð fyrir að haldið verði eftir einum milljarði á hverju ári í 15 ár af ákveðnum tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að jafna út auknar greiðslur Jöfnunarsjóðs vegna sameiningarframlaga næstu árin, á heildarúthlutanir sjóðsins. Munu framlög Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga lækka sem því nemur á tímabilinu. Rétt er að taka fram að sameiningarframlög hafa verið lögbundið hlutverk sjóðsins í langan tíma og er því ekki um breytingar að ræða að því leyti. Hafa framlög vegna sameininga verið að jafnaði um kr. 300 milljónir á ári hverju undanfarin 10 ár. Með því að halda eftir þeirri upphæð sem lagt er til í frumvarpinu af tekjum sjóðsins næstu 15 ár, er verið að lágmarka þau áhrif sem aukinn fjöldi sameininga sveitarfélaga á næstu árum mun hafi á heildarúthlutanir Jöfnunarsjóðs. Viðræður fara fram um möguleikann á því að sjóðnum verði tryggðar auknar tekjur úr ríkissjóði til að lágmarka þau áhrif sem kunna að verða á framlögum sjóðsins vegna fjölgunar á sameiningum sveitarfélaga sem vænta má með lögfestingu frumvarpsins." Jújú, smá hængur. Silfrið sem ég lofaði fyrir að mynda skarð í varnirnar sveitarfélaganna borgið þið sjálf. Það er eitt af því litla sem ég gleymdi að segja ykkur. Og þið voruð farin að borga inn á þetta fyrir löngu. En þetta verður allt voða fínt og allir ánægðir og miklu færri og stærri. Og jú, það er bara eitt enn. Samband íslenskra sveitarfélaga – sem er félag með enga prókúru eða umboð á lagamáli – er sá sem ætlar að klára þetta. En auðvitað hafði sambandið samráð sín á milli um örlög litlu sveitarfélaganna, sem auðvitað á ekki fulltrúa í stjórn með neitt atkvæðavægi. En þetta heitir auðvitað á þingmáli samráð. En svo því sé til haga haldið - Sigurður Ingi er frábær náungi og eflaust veit hann alveg hvað hann er að gera. Ég er honum bara svo hjartanlega ósammála um flest þessa dagana annað en að mig langaði að verða dýralæknir þegar ég var yngri og hann var víst liðtækur í körfu. Höfundur er lögfræðingur og sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun