Lyfjaeftirlitið tafði fagnaðarlæti Skallagríms Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. febrúar 2020 10:30 Sigrún Sjöfn, fyrirliði Skallagríms, var meðal leikmanna sem teknar voru í lyfjapróf. Vísir/Daníel Skallagrímur varð í gærkvöld bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni eftir magnaðan sigur gegn KR í úrslitum Geysisbikarsins. Fagnaðarlætin í Borgarnesi þurftu hins vegar að bíða þar sem nokkrir leikmanna liðsins voru teknir í lyfjapróf beint eftir leik. Skallagrímur kom öllum á óvart í gær og unnu stórkostlegan sigur á mögnuðu liði KR sem vann Val í framlengdum undanúrslitaleik á fimmtudag. Fór það svo að Borgnesingar unnu 17 stiga sigur, 66-49. Eftir leik var ljóst að tilfinningar voru að bera leikmenn og þjálfara ofurliði en nær allt bæjarfélagið hafði fylgt liðinu í Laugardalshöllina. Að sigrinum loknum átti að bruna í Borgarnes þar sem árlegt þorrablót bæjarins fór fram. Fagnaðarlætin voru hins vegar sett tímabundið á ís samkvæmt heimildamanni Vísis sem staddur var á svæðinu. Þannig var mál með vexti að nokkrir leikmenn voru teknir rakleiðis í lyfjapróf að leik loknum, eins og venja er eftir leiki sem þessa. Að gefa þvagsýni eftir slíka áreynslu, bæði andlega og líkamlega, er hægara sagt en gert og voru leikmenn liðsins allt að tvo tíma að koma sýnunum í hendurnar á lyfjaeftirlitinu. Á meðan var einfaldlega beðið eftir hetjunum. Þegar þær hafa á endanum skilað sér á þorrablótið má reikna með að þakið hafi fokið af húsinu og fagnaðarlætin hafa eflaust staðið langt fram eftir nóttu. Skallagrímsstúlkur tóku þó vonandi ekki of vel á því í gærkvöldi en liðið mætir ríkjandi Íslandsmeisturum Vals á miðvikudaginn kemur. Valsstúlkur eru eflaust í hefndarhug eftir að hafa dottið út í undanúrslitum bikarsins. KR fær svo Hauka í heimsókn á sama tíma. Borgarbyggð Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Benedikt Guðmundsson: Virkilega miður mín núna Benedikt Guðmundsson, eða einfaldlega Benni Gumm, var eðlilega ekki manna kátastur eftir stórtap KR í bikarúrslitum Geysisbikarsins fyrr í dag. Skallagrímur landaði sínum fyrsta bikarmeistaratitli með 17 stiga sigri, 66-49. 15. febrúar 2020 22:45 Guðrún: Sætasti sigur sem ég hef unnið Guðrún Ósk Ámundadóttir gerði Skallagrím að bikarmeisturum á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari liðsins. Þá lék systir hennar, Sigrún Sjöfn, stóra rullu í sigrinum inn á vellinum en hún er fyrirliði liðsins. 15. febrúar 2020 20:30 Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. febrúar 2020 19:30 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Sjá meira
Skallagrímur varð í gærkvöld bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni eftir magnaðan sigur gegn KR í úrslitum Geysisbikarsins. Fagnaðarlætin í Borgarnesi þurftu hins vegar að bíða þar sem nokkrir leikmanna liðsins voru teknir í lyfjapróf beint eftir leik. Skallagrímur kom öllum á óvart í gær og unnu stórkostlegan sigur á mögnuðu liði KR sem vann Val í framlengdum undanúrslitaleik á fimmtudag. Fór það svo að Borgnesingar unnu 17 stiga sigur, 66-49. Eftir leik var ljóst að tilfinningar voru að bera leikmenn og þjálfara ofurliði en nær allt bæjarfélagið hafði fylgt liðinu í Laugardalshöllina. Að sigrinum loknum átti að bruna í Borgarnes þar sem árlegt þorrablót bæjarins fór fram. Fagnaðarlætin voru hins vegar sett tímabundið á ís samkvæmt heimildamanni Vísis sem staddur var á svæðinu. Þannig var mál með vexti að nokkrir leikmenn voru teknir rakleiðis í lyfjapróf að leik loknum, eins og venja er eftir leiki sem þessa. Að gefa þvagsýni eftir slíka áreynslu, bæði andlega og líkamlega, er hægara sagt en gert og voru leikmenn liðsins allt að tvo tíma að koma sýnunum í hendurnar á lyfjaeftirlitinu. Á meðan var einfaldlega beðið eftir hetjunum. Þegar þær hafa á endanum skilað sér á þorrablótið má reikna með að þakið hafi fokið af húsinu og fagnaðarlætin hafa eflaust staðið langt fram eftir nóttu. Skallagrímsstúlkur tóku þó vonandi ekki of vel á því í gærkvöldi en liðið mætir ríkjandi Íslandsmeisturum Vals á miðvikudaginn kemur. Valsstúlkur eru eflaust í hefndarhug eftir að hafa dottið út í undanúrslitum bikarsins. KR fær svo Hauka í heimsókn á sama tíma.
Borgarbyggð Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Benedikt Guðmundsson: Virkilega miður mín núna Benedikt Guðmundsson, eða einfaldlega Benni Gumm, var eðlilega ekki manna kátastur eftir stórtap KR í bikarúrslitum Geysisbikarsins fyrr í dag. Skallagrímur landaði sínum fyrsta bikarmeistaratitli með 17 stiga sigri, 66-49. 15. febrúar 2020 22:45 Guðrún: Sætasti sigur sem ég hef unnið Guðrún Ósk Ámundadóttir gerði Skallagrím að bikarmeisturum á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari liðsins. Þá lék systir hennar, Sigrún Sjöfn, stóra rullu í sigrinum inn á vellinum en hún er fyrirliði liðsins. 15. febrúar 2020 20:30 Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. febrúar 2020 19:30 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Sjá meira
Benedikt Guðmundsson: Virkilega miður mín núna Benedikt Guðmundsson, eða einfaldlega Benni Gumm, var eðlilega ekki manna kátastur eftir stórtap KR í bikarúrslitum Geysisbikarsins fyrr í dag. Skallagrímur landaði sínum fyrsta bikarmeistaratitli með 17 stiga sigri, 66-49. 15. febrúar 2020 22:45
Guðrún: Sætasti sigur sem ég hef unnið Guðrún Ósk Ámundadóttir gerði Skallagrím að bikarmeisturum á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari liðsins. Þá lék systir hennar, Sigrún Sjöfn, stóra rullu í sigrinum inn á vellinum en hún er fyrirliði liðsins. 15. febrúar 2020 20:30
Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. febrúar 2020 19:30