Benedikt Guðmundsson: Virkilega miður mín núna Ísak Hallmundarson skrifar 15. febrúar 2020 22:45 Benedikt að reyna stappa stálinu í leikmenn sína fyrr í dag. Vísir/Daníel Benedikt Guðmundsson, eða einfaldlega Benni Gumm, var eðlilega ekki manna kátastur eftir stórtap KR í bikarúrslitum Geysisbikarsins fyrr í dag. Skallagrímur landaði sínum fyrsta bikarmeistaratitli með 17 stiga sigri, 66-49. KR-liðið var hvorki fugl né fiskur og náði engan veginn sömu hæðum og í rafmögnuðum undanúrslitaleik gegn Val í fyrradag. „Ég er virkilega miður mín núna. Löngunin til þess að gera vel og vinna þennan leik var hrikalega mikil. Mig langaði að taka kvennalið KR á þann stall að taka titil en það gekk því miður ekki,‘‘ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari KR. KR skoraði 49 stig í leiknum sem er töluvert undir meðaltali hjá þeim. „Ég á svosem eftir að greina þetta og fara yfir þetta en auðvitað ætla ég ekki að taka neitt frá varnarleiknum hjá þeim en ég veit bara hvað fór mikil orka í leikinn á fimmtudaginn, fyrir 36 klukkutímum. Ég hafði áhyggjur af því að það hefði kannski farið fullmikil orka í þann leik en var að vona að hún yrði meiri en í dag en ég ætla ekki að vera með einhverjar afsakanir. Þær voru bara betri hérna í dag.‘‘ KR sló einmitt út feykisterkt lið Vals í undanúrslitum síðasta fimmtudag.„Við vorum svo nálægt. Við tökum út Keflavík og tökum að okkur að slá út þetta stórkostlega Valslið, það er leiðinlegt að fá síðan ekkert út úr því. Við vorum búin að gera alla þessa vinnu og endum svo með ekki neitt. Hvað getur maður sagt, leikmenn voru að reyna og maður biður ekki um meira.‘‘ KR-konur eru enn í góðri stöðu í Dominos-deildinni í öðru sætinu og ætla sér væntanlega að gera góða hluti þar.„Það er bara áfram gakk, maður verður fúll eitthvað núna á næstunni, síðan er bara að rífa sig í gang og snúa sér að næsta leik, það er toppbaráttuslagur á móti Haukum á miðvikudaginn,‘‘ sagði Benedikt að lokum. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Guðrún: Sætasti sigur sem ég hef unnið Guðrún Ósk Ámundadóttir gerði Skallagrím að bikarmeisturum á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari liðsins. Þá lék systir hennar, Sigrún Sjöfn, stóra rullu í sigrinum inn á vellinum en hún er fyrirliði liðsins. 15. febrúar 2020 20:30 Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Sjá meira
Benedikt Guðmundsson, eða einfaldlega Benni Gumm, var eðlilega ekki manna kátastur eftir stórtap KR í bikarúrslitum Geysisbikarsins fyrr í dag. Skallagrímur landaði sínum fyrsta bikarmeistaratitli með 17 stiga sigri, 66-49. KR-liðið var hvorki fugl né fiskur og náði engan veginn sömu hæðum og í rafmögnuðum undanúrslitaleik gegn Val í fyrradag. „Ég er virkilega miður mín núna. Löngunin til þess að gera vel og vinna þennan leik var hrikalega mikil. Mig langaði að taka kvennalið KR á þann stall að taka titil en það gekk því miður ekki,‘‘ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari KR. KR skoraði 49 stig í leiknum sem er töluvert undir meðaltali hjá þeim. „Ég á svosem eftir að greina þetta og fara yfir þetta en auðvitað ætla ég ekki að taka neitt frá varnarleiknum hjá þeim en ég veit bara hvað fór mikil orka í leikinn á fimmtudaginn, fyrir 36 klukkutímum. Ég hafði áhyggjur af því að það hefði kannski farið fullmikil orka í þann leik en var að vona að hún yrði meiri en í dag en ég ætla ekki að vera með einhverjar afsakanir. Þær voru bara betri hérna í dag.‘‘ KR sló einmitt út feykisterkt lið Vals í undanúrslitum síðasta fimmtudag.„Við vorum svo nálægt. Við tökum út Keflavík og tökum að okkur að slá út þetta stórkostlega Valslið, það er leiðinlegt að fá síðan ekkert út úr því. Við vorum búin að gera alla þessa vinnu og endum svo með ekki neitt. Hvað getur maður sagt, leikmenn voru að reyna og maður biður ekki um meira.‘‘ KR-konur eru enn í góðri stöðu í Dominos-deildinni í öðru sætinu og ætla sér væntanlega að gera góða hluti þar.„Það er bara áfram gakk, maður verður fúll eitthvað núna á næstunni, síðan er bara að rífa sig í gang og snúa sér að næsta leik, það er toppbaráttuslagur á móti Haukum á miðvikudaginn,‘‘ sagði Benedikt að lokum.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Guðrún: Sætasti sigur sem ég hef unnið Guðrún Ósk Ámundadóttir gerði Skallagrím að bikarmeisturum á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari liðsins. Þá lék systir hennar, Sigrún Sjöfn, stóra rullu í sigrinum inn á vellinum en hún er fyrirliði liðsins. 15. febrúar 2020 20:30 Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Sjá meira
Guðrún: Sætasti sigur sem ég hef unnið Guðrún Ósk Ámundadóttir gerði Skallagrím að bikarmeisturum á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari liðsins. Þá lék systir hennar, Sigrún Sjöfn, stóra rullu í sigrinum inn á vellinum en hún er fyrirliði liðsins. 15. febrúar 2020 20:30
Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. febrúar 2020 19:30
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum