Innlent

Sporðdreki spásseraði um heimahús á Akureyri

Birgir Olgeirsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa
Sporðdrekinn er í fullu fjöru
Sporðdrekinn er í fullu fjöru Mynd/Aðsend

Tveggja barna móðir varð fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að finna sporðdreka inni á baðherbergi á heimili sínu á Akureyri í gærkvöldi. 

Fyrst var greint frá málinu á vef Fréttablaðsins.

Fjóla Björk Gunnlaugsdóttir hafði samband við lögreglu sem fjarlægði dýrið og kom því til Umhverfisstofnunar. Fjóla Björk segist í samtali við fréttastofu ekki vita hvaðan þessi sporðdreki kom en Náttúrufræðistofnun ætli að taka hann til skoðunar.

Sporðdrekar hafa geysilega aðlögunarhæfni og geta tórað vikum saman við frostmark. 

Hér að neðan má sjá myndband af sporðdrekanum sem tekið var upp áður en honum var komið fyrir í vörslu lögreglunnar.


Tengdar fréttir

Svarta ekkjan fékk orma að éta en var feimin

Síðasta sólahringinn hefur svarta ekkjan dvalið hjá ungu pari í Garðabænum og fengið orma að éta. Þau bíða eftir fulltrúa frá Mast sem fær henni annað heimili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×