Sex lykilspurningar varðandi bann Man. City | Líklegt að liðið missi stig Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2020 10:30 Staðan gæti alveg verið betri hjá Manchester City. vísir/epa Ýmsar spurningar vakna í kjölfar þess að Manchester City var í gær dæmt í bann frá Evrópukeppnum í fótbolta næstu tvö keppnistímabil, og sektað um 30 milljónir evra. Refsinguna fengu Englandsmeistararnir fyrir brot á reglum um fjárhagslegta háttvísi, en sannað þykir að félagið hafi falsað upplýsingar um styrktarsamninga til að fegra bókhaldið. Forráðamenn City eru vonsviknir yfir ákvörðun UEFA, þó hún komi þeim ekki á óvart, og ætla að áfrýja niðurstöðunni til alþjóða íþróttadómstólsins, CAS. En hvernig verður framhald þessa máls? Spænska blaðið AS veltir upp sex lykilspurningum:Gæti CAS snúið dómnum við? Reiknað er með því að CAS kveði upp sinn úrskurð í sumar. Ef það næst ekki áður en næsta leiktíð hefst í Meistaradeildinni gæti City sóst eftir seinkun refsingar og þannig hugsanlega tekið þátt í keppninni á næstu leiktíð. Ef dómur CAS yrði City í óhag gæti félagið leitað til almennra dómstóla eins og svissneska félagið Sion gerði eftir að hafa verið meinuð þátttaka í Evrópudeildinni árið 2011. AS bendir á að áfrýjun AC Milan til CAS hafi skilað árangri á sínum tíma, þegar félagið hafði verið dæmt í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum. Milan gerði reyndar síðar samkomulag við UEFA um að fara í eins árs bann þegar UEFA hugðist fara af stað með nýtt mál gegn félaginu.Hvaða áhrif hefur dómurinn á ensku úrvalsdeildina? Hið virta enska blað The Independent segist hafa heimildir fyrir því að miklar líkur séu á að City verði refsað í Englandi með því að stig verði tekin af liðinu. Ekki þykir líklegt að liðinu verði vísað úr úrvalsdeildinni og stigin sem tekin verða af liðinu verða ekki svo mörg að liðið falli. Hvort sem að stig verða tekin af City eða ekki þá er ljóst að lið eins og Sheffield United, Manchester United, Everton og Tottenham eiga nú allt í einu aukna möguleika á Meistaradeildarsæti. Ef bannið gegn City heldur, en liðið verður samt í hópi fjögurra efstu í úrvalsdeildinni, þá fær liðið í 5. sæti þátttökurétt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.Hvað ef City vinnur Meistaradeildina? Manchester City er komið í 16-liða úrslit keppninnar í vetur og gæti mögulega unnið hana í fyrsta sinn. Ef svo fer, og bannið heldur, þá virðist sem svo að silfurlið keppninnar færi á HM félagsliða á næstu leiktíð, og myndi spila við sigurlið Evrópudeildarinnar um Ofurbikar UEFA.Má City kaupa leikmenn á meðan á banninu stendur? Já. Refsingin tengist ekki þeim refsingum sem Chelsea, Barcelona og Real Madrid hafa fengið fyrir brot á reglum um kaup á ungum leikmönnum.Hvaða áhrif hefur bannið á tekjur City? Mikil. Á þessari leiktíð er talið að félagið fái á bilinu 80-110 milljónir evra fyrir þátttöku sína í Meistaradeildinni. Þar að auki myndi það eflaust hafa mikil áhrif á styrktarsamninga og annað ef félagið yrði ekki með í keppninni.Munu stjörnuleikmenn og þjálfarinn segja bless? Það gæti reynst City erfitt að halda mönnum þegar liðið fær ekki að spila á stærsta sviðinu. Níu leikmenn úr hópnum nú eru með samning sem rennur út árið 2022 eða fyrr. Þar á meðal eru Fernandinho og Sergio Agüero sem eru með samning til 2021. Stjörnur á borð við Raheem Sterling, Kevin de Bruyne og Bernardo Silva, sem og þjálfarinn Pep Guardiola, gætu hæglega horfið á brott. Hafa ber í huga að City gæti neyðst til að selja leikmenn og lækka launakostnað duglega til að bregðast við dómnum. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Ýmsar spurningar vakna í kjölfar þess að Manchester City var í gær dæmt í bann frá Evrópukeppnum í fótbolta næstu tvö keppnistímabil, og sektað um 30 milljónir evra. Refsinguna fengu Englandsmeistararnir fyrir brot á reglum um fjárhagslegta háttvísi, en sannað þykir að félagið hafi falsað upplýsingar um styrktarsamninga til að fegra bókhaldið. Forráðamenn City eru vonsviknir yfir ákvörðun UEFA, þó hún komi þeim ekki á óvart, og ætla að áfrýja niðurstöðunni til alþjóða íþróttadómstólsins, CAS. En hvernig verður framhald þessa máls? Spænska blaðið AS veltir upp sex lykilspurningum:Gæti CAS snúið dómnum við? Reiknað er með því að CAS kveði upp sinn úrskurð í sumar. Ef það næst ekki áður en næsta leiktíð hefst í Meistaradeildinni gæti City sóst eftir seinkun refsingar og þannig hugsanlega tekið þátt í keppninni á næstu leiktíð. Ef dómur CAS yrði City í óhag gæti félagið leitað til almennra dómstóla eins og svissneska félagið Sion gerði eftir að hafa verið meinuð þátttaka í Evrópudeildinni árið 2011. AS bendir á að áfrýjun AC Milan til CAS hafi skilað árangri á sínum tíma, þegar félagið hafði verið dæmt í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum. Milan gerði reyndar síðar samkomulag við UEFA um að fara í eins árs bann þegar UEFA hugðist fara af stað með nýtt mál gegn félaginu.Hvaða áhrif hefur dómurinn á ensku úrvalsdeildina? Hið virta enska blað The Independent segist hafa heimildir fyrir því að miklar líkur séu á að City verði refsað í Englandi með því að stig verði tekin af liðinu. Ekki þykir líklegt að liðinu verði vísað úr úrvalsdeildinni og stigin sem tekin verða af liðinu verða ekki svo mörg að liðið falli. Hvort sem að stig verða tekin af City eða ekki þá er ljóst að lið eins og Sheffield United, Manchester United, Everton og Tottenham eiga nú allt í einu aukna möguleika á Meistaradeildarsæti. Ef bannið gegn City heldur, en liðið verður samt í hópi fjögurra efstu í úrvalsdeildinni, þá fær liðið í 5. sæti þátttökurétt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.Hvað ef City vinnur Meistaradeildina? Manchester City er komið í 16-liða úrslit keppninnar í vetur og gæti mögulega unnið hana í fyrsta sinn. Ef svo fer, og bannið heldur, þá virðist sem svo að silfurlið keppninnar færi á HM félagsliða á næstu leiktíð, og myndi spila við sigurlið Evrópudeildarinnar um Ofurbikar UEFA.Má City kaupa leikmenn á meðan á banninu stendur? Já. Refsingin tengist ekki þeim refsingum sem Chelsea, Barcelona og Real Madrid hafa fengið fyrir brot á reglum um kaup á ungum leikmönnum.Hvaða áhrif hefur bannið á tekjur City? Mikil. Á þessari leiktíð er talið að félagið fái á bilinu 80-110 milljónir evra fyrir þátttöku sína í Meistaradeildinni. Þar að auki myndi það eflaust hafa mikil áhrif á styrktarsamninga og annað ef félagið yrði ekki með í keppninni.Munu stjörnuleikmenn og þjálfarinn segja bless? Það gæti reynst City erfitt að halda mönnum þegar liðið fær ekki að spila á stærsta sviðinu. Níu leikmenn úr hópnum nú eru með samning sem rennur út árið 2022 eða fyrr. Þar á meðal eru Fernandinho og Sergio Agüero sem eru með samning til 2021. Stjörnur á borð við Raheem Sterling, Kevin de Bruyne og Bernardo Silva, sem og þjálfarinn Pep Guardiola, gætu hæglega horfið á brott. Hafa ber í huga að City gæti neyðst til að selja leikmenn og lækka launakostnað duglega til að bregðast við dómnum.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira