Svæðið við Skógafoss rýmt vegna mögulegrar krapastíflu Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. febrúar 2020 17:27 Frá Skógafossi í dag. Rennsli er lítið í fossinum, líkt og sést á myndinni. Lögreglan á Suðurlandi Svæðið við Skógafoss var rýmt síðdegis í dag vegna mögulegrar krapastíflu í Skógá fyrir ofan fossinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var gripið til umræddra ráðstafana til að gæta fyllsta öryggis en ef um stíflu er að ræða gæti áin skyndilega rutt sig og valdið flóði. Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að lögregla hafi í morgun fengið ábendingu um að óvenju lítið rennsli væri í Skógafossi. Lögregla hafi athugað málið og sú reyndist einmitt raunin - rennsli var afar lítið. „Miðað við hvernig þetta er venjulega er mjög lítið rennsli í honum, sem gefur okkur hugmynd um að það gæti hugsanlega verið stífla eða stíflur fyrir ofan,“ segir Sigurður. Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/Jói K. Ákveðið var að rýma bílastæðið fyrir framan fossinn, þar sem voru um fimmtán bílar, og ferðamenn á svæðinu beðnir um að koma sér frá fossinum. „Til að taka enga áhættu, og vegna þess að við vitum ekki alveg hvað er í gangi,“ segir Sigurður og bætir við að allir hafi brugðist vel við aðgerðum lögreglu. Staðan verður tekin aftur nú fyrir myrkur og í fyrramálið en svæðinu verður þó haldið lokuðu þangað til á morgun. Sigurður segir að ekki þekkist dæmi um að stífla hafi brostið í ánni. Í tilkynningu lögreglu á Suðurlandi um málið segir jafnframt að stærð mögulegs flóðs muni líklega ákvarðast að miklu leyti af staðsetningu stíflunnar. Vísir/hjalti Lögreglumenn og björgunarsveitarmenn eru enn við vinnu á svæðinu og þá hefur vatnamælingasviði Veðurstofunnar verið gert viðvart. Ekki verður unnt að kanna aðstæður ofar í ánni að sinni en það verður gert um leið og veður leyfir, að því er segir í tilkynningu lögreglu. Sigurður segir að rennsli í fossinum hafi þó aukist töluvert síðan í morgun. Best sé þó að hafa allan varann á. „Það er búið að tala við marga, til dæmis staðkunnuga bændur hérna í grenndinni. Þeir eru ekki stressaðir yfir þessu. En þegar kemur upp eitthvað nýtt, og ekki er vitað um það, þá er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig.“ Ferðamennska á Íslandi Óveður 14. febrúar 2020 Rangárþing eystra Veður Tengdar fréttir Aldrei á ævinni verið svona hrædd Írena Sif Kjartansdóttir sem rekur lítið gistiheimili við Hvolsvöll segir aldrei hafa upplifað neitt líkt því sem gekk á við heimili hennar í nótt. Hlaða við hlið gistiheimilisins er illa farin en þó ekki jafnilla og á næsta bæ þar sem hlaðan fór í heilu lagi. 14. febrúar 2020 15:02 „Dregur hægt og rólega úr óveðrinu með kvöldinu“ Lægir og styttir upp um allt land í nótt en í fyrramálið er útlit fyrir vaxandi austanátt á morgun, hvassviðri eða storm. 14. febrúar 2020 16:14 Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. 14. febrúar 2020 09:02 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Sjá meira
Svæðið við Skógafoss var rýmt síðdegis í dag vegna mögulegrar krapastíflu í Skógá fyrir ofan fossinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var gripið til umræddra ráðstafana til að gæta fyllsta öryggis en ef um stíflu er að ræða gæti áin skyndilega rutt sig og valdið flóði. Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að lögregla hafi í morgun fengið ábendingu um að óvenju lítið rennsli væri í Skógafossi. Lögregla hafi athugað málið og sú reyndist einmitt raunin - rennsli var afar lítið. „Miðað við hvernig þetta er venjulega er mjög lítið rennsli í honum, sem gefur okkur hugmynd um að það gæti hugsanlega verið stífla eða stíflur fyrir ofan,“ segir Sigurður. Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/Jói K. Ákveðið var að rýma bílastæðið fyrir framan fossinn, þar sem voru um fimmtán bílar, og ferðamenn á svæðinu beðnir um að koma sér frá fossinum. „Til að taka enga áhættu, og vegna þess að við vitum ekki alveg hvað er í gangi,“ segir Sigurður og bætir við að allir hafi brugðist vel við aðgerðum lögreglu. Staðan verður tekin aftur nú fyrir myrkur og í fyrramálið en svæðinu verður þó haldið lokuðu þangað til á morgun. Sigurður segir að ekki þekkist dæmi um að stífla hafi brostið í ánni. Í tilkynningu lögreglu á Suðurlandi um málið segir jafnframt að stærð mögulegs flóðs muni líklega ákvarðast að miklu leyti af staðsetningu stíflunnar. Vísir/hjalti Lögreglumenn og björgunarsveitarmenn eru enn við vinnu á svæðinu og þá hefur vatnamælingasviði Veðurstofunnar verið gert viðvart. Ekki verður unnt að kanna aðstæður ofar í ánni að sinni en það verður gert um leið og veður leyfir, að því er segir í tilkynningu lögreglu. Sigurður segir að rennsli í fossinum hafi þó aukist töluvert síðan í morgun. Best sé þó að hafa allan varann á. „Það er búið að tala við marga, til dæmis staðkunnuga bændur hérna í grenndinni. Þeir eru ekki stressaðir yfir þessu. En þegar kemur upp eitthvað nýtt, og ekki er vitað um það, þá er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig.“
Ferðamennska á Íslandi Óveður 14. febrúar 2020 Rangárþing eystra Veður Tengdar fréttir Aldrei á ævinni verið svona hrædd Írena Sif Kjartansdóttir sem rekur lítið gistiheimili við Hvolsvöll segir aldrei hafa upplifað neitt líkt því sem gekk á við heimili hennar í nótt. Hlaða við hlið gistiheimilisins er illa farin en þó ekki jafnilla og á næsta bæ þar sem hlaðan fór í heilu lagi. 14. febrúar 2020 15:02 „Dregur hægt og rólega úr óveðrinu með kvöldinu“ Lægir og styttir upp um allt land í nótt en í fyrramálið er útlit fyrir vaxandi austanátt á morgun, hvassviðri eða storm. 14. febrúar 2020 16:14 Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. 14. febrúar 2020 09:02 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Sjá meira
Aldrei á ævinni verið svona hrædd Írena Sif Kjartansdóttir sem rekur lítið gistiheimili við Hvolsvöll segir aldrei hafa upplifað neitt líkt því sem gekk á við heimili hennar í nótt. Hlaða við hlið gistiheimilisins er illa farin en þó ekki jafnilla og á næsta bæ þar sem hlaðan fór í heilu lagi. 14. febrúar 2020 15:02
„Dregur hægt og rólega úr óveðrinu með kvöldinu“ Lægir og styttir upp um allt land í nótt en í fyrramálið er útlit fyrir vaxandi austanátt á morgun, hvassviðri eða storm. 14. febrúar 2020 16:14
Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. 14. febrúar 2020 09:02