Håland: Peningarnir voru ekki ástæðan fyrir því að ég vildi ekki fara til Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2020 11:30 Erling Braut Håland er frábær leikmaður og er enn aðeins nítján ára gamall. Getty/Mario Hommes Manchester United missti af norska undraframherjanum Erling Braut Håland í janúarglugganum og hann endaði hjá Borussia Dortmund þar sem hann hefur raðað inn mörkum. Peningar voru ekki ástæðan fyrir því að hann vildi ekki semja við United. Manchester United var eitt af tólf félögum, samkvæmt umboðsmanni stráksins Mino Raiola, sem voru í viðræðum við Erling Håland í janúar. Það var hægt að kaupa upp samning Erling Håland við austurríska félagið RB Salzburg fyrir sautján milljónir punda sem eru í raun smáaurar í þessum heimi í dag. Málið var því að sannfæra leikmanninn sjálfan um að koma. Samkvæmt fréttum var Manchester United til í að borga þessa upphæð fyrir Norðmanninn. Félagið var aftur á móti ekki tilbúið að sætta sig við ákveðna afarkosti í samningagerðinni þar á meðal meðal upphæðina til að kaupa hann út sem gaf öðrum félögum tækifæri að fá Håland fyrir alltof lítið. Erling Braut Håland endaði á að velja Borussia Dortmund og gerði fjögurra og hálfs árs samning við þýska félagið. Hann hefur skorað átta mörk í fyrstu fimm leikjunum með Dortmund. "All the people closest to me know that's not the kind of person I am." The Norwegian striker praises Mino Raiola after criticism of his agent...— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 14, 2020 Håland þvertekur fyrir að peningagræðgi hafi ráðið ákvörðun hans. „Nei. Þeir sem skrifuðu það verða að svara fyrir það sjálfir. Þeir verða líka að útskýra það fyrir mér þegar ég hitti þá,“ sagði Erling Håland í viðtali við norsku sjónvarpsstöðina Viasport. „Mér finnst það frekar fyndið að ég hafi fengið þennan stimpil. Allir þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki þannig manneskja. Þetta er bara fyndið. Þegar tímabilið var búið þá fórum ég og pabbi að tala saman um framhaldið,“ sagði Erling Håland og sagði að hann hefði borið Dortmund undir föður sinn. „Það varð allt í einu möguleiki og ég hafði góða tilfinningu að fara þangað. Ferlið var frekar einfalt frá mínum bæjardyrum séð. Ég spila bara fótbolta og var ekkert að pæla í þessu fyrr en fyrri hluti tímabilsins kláraðist,“ sagði Erling Håland. „Ég kom þannig séð ekki mikið nálægt þessu ef ég segi alveg eins og er. Markmiðið var að finna besta klúbbinn fyrir mig,“ sagði Erling Håland. Erling Håland hrósar umboðsmanni sínum Mino Raiola. „Hann er sá besti í heimi í sínu starfi. Það er ekkert flóknara. Hann fær mjög neikvæða umfjöllun og það er kannski vegna að þess að fólk kann ekki við hann af því að hann er að vinna svo gott starf fyrir skjólstæðinga sína. Hann hefur verið mjög hjálplegur og það gott að hafa hann á svæðinu,“ sagði Erling Håland. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Sjá meira
Manchester United missti af norska undraframherjanum Erling Braut Håland í janúarglugganum og hann endaði hjá Borussia Dortmund þar sem hann hefur raðað inn mörkum. Peningar voru ekki ástæðan fyrir því að hann vildi ekki semja við United. Manchester United var eitt af tólf félögum, samkvæmt umboðsmanni stráksins Mino Raiola, sem voru í viðræðum við Erling Håland í janúar. Það var hægt að kaupa upp samning Erling Håland við austurríska félagið RB Salzburg fyrir sautján milljónir punda sem eru í raun smáaurar í þessum heimi í dag. Málið var því að sannfæra leikmanninn sjálfan um að koma. Samkvæmt fréttum var Manchester United til í að borga þessa upphæð fyrir Norðmanninn. Félagið var aftur á móti ekki tilbúið að sætta sig við ákveðna afarkosti í samningagerðinni þar á meðal meðal upphæðina til að kaupa hann út sem gaf öðrum félögum tækifæri að fá Håland fyrir alltof lítið. Erling Braut Håland endaði á að velja Borussia Dortmund og gerði fjögurra og hálfs árs samning við þýska félagið. Hann hefur skorað átta mörk í fyrstu fimm leikjunum með Dortmund. "All the people closest to me know that's not the kind of person I am." The Norwegian striker praises Mino Raiola after criticism of his agent...— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 14, 2020 Håland þvertekur fyrir að peningagræðgi hafi ráðið ákvörðun hans. „Nei. Þeir sem skrifuðu það verða að svara fyrir það sjálfir. Þeir verða líka að útskýra það fyrir mér þegar ég hitti þá,“ sagði Erling Håland í viðtali við norsku sjónvarpsstöðina Viasport. „Mér finnst það frekar fyndið að ég hafi fengið þennan stimpil. Allir þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki þannig manneskja. Þetta er bara fyndið. Þegar tímabilið var búið þá fórum ég og pabbi að tala saman um framhaldið,“ sagði Erling Håland og sagði að hann hefði borið Dortmund undir föður sinn. „Það varð allt í einu möguleiki og ég hafði góða tilfinningu að fara þangað. Ferlið var frekar einfalt frá mínum bæjardyrum séð. Ég spila bara fótbolta og var ekkert að pæla í þessu fyrr en fyrri hluti tímabilsins kláraðist,“ sagði Erling Håland. „Ég kom þannig séð ekki mikið nálægt þessu ef ég segi alveg eins og er. Markmiðið var að finna besta klúbbinn fyrir mig,“ sagði Erling Håland. Erling Håland hrósar umboðsmanni sínum Mino Raiola. „Hann er sá besti í heimi í sínu starfi. Það er ekkert flóknara. Hann fær mjög neikvæða umfjöllun og það er kannski vegna að þess að fólk kann ekki við hann af því að hann er að vinna svo gott starf fyrir skjólstæðinga sína. Hann hefur verið mjög hjálplegur og það gott að hafa hann á svæðinu,“ sagði Erling Håland.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn