Hildur Björg sló bæði stiga- og framlagsmet Helenu í Höllinni í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2020 13:30 Hildur Björg Kjartansdóttir átti magnaðan og sögulegan leik með KR-liðinu í gær. Vísir/Bára KR-ingurinn Hildur Björg Kjartansdóttir átti stórleik þegar KR-konur slógu Íslands- og bikarmeistarar Vals út úr undanúrslitum Geysisbikarsins í gær. Hildur leiddi ekki aðeins liðið sitt til sigurs heldur sló hún bæði stiga- og framlagsmetið hjá íslenskum leikmanni í bikarúrslitum í Höllinni. Hildur var með 37 stig, 8 fráköst, 3 stolna bolta, 3 varin skot og 3 stoðsendingar í leiknum en hún hitti úr 72 prósent skota sinna (13 af 18) og úr öllum sex vítunum. Bikarúrslitaleikir kvenna hafa farið fram í Laugardalshöll frá 1976 með einni undantekningu og frá árinu 2017 hafa undanúrslitaleikirnir farið líka fram í Höllinni á svokallaðri bikarviku Körfuknattleikssambandsins. Hildur Björg tók bæði stiga- og framlagsmet íslensks leikmanns af Helenu Sverrisdóttur sem var einmitt að spila á móti Hildi í þessum leik. Hildur Björg skoraði 37 stig í leiknum eða fjórum stigum meira en Helena Sverrisdóttir skoraði í undanúrslitaleik á móti Snæfelli í fyrra. Helena átti metið reyndar með KR-ingnum Lindu Jónsdóttur sem skoraði 33 stig í bikarúrslitaleiknum árið 1986. Linda á ennþá stigametið í sjálfum bikarúrslitaleiknum. Hildur tók einnig framlagsmetið af Helenu. Hildur skilaði 45 framlagsstigum í leiknum í gær eða einu framlagsstigi meira en Helena í bæði undanúrslitaleiknum og bikarúrslitaleiknum í fyrra. Valskonan Hallveig Jónsdóttir skoraði 29 stig í leiknum sem kemst líka í hóp stigahæstu leikmanna íslenskra leikmanna í bikarúrslitum í Höllinni og Hallveig varð líka fyrsta konan til að skora sjö þrista í einum leik í bikarúrslitum í Laugardalshöllinni.Flest stig hjá íslenskum leikmanni í bikaúrslitum kvenna í Laugardalshöll:(Bikarúrslitaleikir frá 1975 og undanúrslitaleikir frá 2017) 37 stig - Hildur Björg Kjartansdóttir, KR (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti Val) 33 stig - Linda Jónsdóttir, KR (Bikarúrslit, 13.3.1986, á móti ÍS) 33 stig - Helena Sverrisdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2019, á móti Snæfelli) 32 stig - Sóley Indriðadóttir, Haukum (Bikarúrslit, 5.4.1984, á móti ÍS) 31 stig - Helena Sverrisdóttir, Val (Bikarúrslit, 16.2.2019, á móti Stjörnunni) 29 stig - Marta G Guðmundsdóttir, Keflavík (Bikarúrslit, 30.3.1989, á móti ) 29 stig - Hallveig Jónsdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti KR) 26 stig - Berglind Gunnarsdóttir, Snæfelli (Undanúrslit, 11.1.2018, á móti Keflavík) 25 stig - Björg Hafsteinsdóttir, Keflavík (Bikarúrslit, 23.4.1988, á móti) 25 stig - Emilía Sigurðardóttir, KR (Bikarúrslit, 25.3.1982, á móti) 24 stig - Anna María Sveinsdóttir, Keflavík (Bikarúrslit, 19.3.1992, á móti Haukum) 24 stig - Helga Þorvaldsdóttir, KR (Bikarúrslit, 9.2.2002, á móti Njarðvík) 24 stig - Helena Sverrisdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti KR)Hæsta framlag hjá íslenskum leikmanni í bikaúrslitum kvenna í Laugardalshöll:(Tölfræði hefur verið tekin saman frá árinu 1993) 45 framlagsstig - Hildur Björg Kjartansdóttir, KR (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti Val) 44 framlagsstig - Helena Sverrisdóttir, Val (Bikarúrslit, 16.2.2019, á móti Stjörnunni) 44 framlagsstig - Helena Sverrisdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2019, á móti Snæfelli) 35 framlagsstig - Helena Sverrisdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti KR) 33 framlagsstig - Signý Hermannsdóttir, ÍS (Bikarúrslit, 18.2.2006, á móti Grindavík) 32 framlagsstig - Anna María Sveinsdóttir, Keflavík (Bikarúrslit, 28.1.1995, á móti KR) 28 framlagsstig - Helena Sverrisdóttir, Haukum (Bikarúrslit, 17.2.2007, á móti Keflavík) 27 framlagsstig - Helga Jónasdóttir, Njarðvík (Bikarúrslit, 9.2.2002, á móti KR) 27 framlagsstig - Helena Sverrisdóttir, Haukum (Bikarúrslit, 13.2.2005, á móti Grindavík) 27 framlagsstig - Petrúnella Skúladóttir, Grindavík (Bikarúrslit, 24.2.2008, á móti Haukum) 26 framlagsstig - Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, KR (Bikarúrslit, 15.2.2009, á móti Keflavík) 26 framlagsstig - Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík (Bikarúrslit, 16.2.2013, á móti Val) 26 framlagsstig - Hallveig Jónsdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti KR) Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 99-104 | KR í úrslit eftir framlengdan spennutrylli Valur og KR mættust í kvöld í einum skemmtilegasta leik sem hefur sést í Laugardalshöllinni í bikarkeppni kvenna. Leikurinn var þó ekki nema undanúrslitaleikur! KR leidd lengst af í leiknum en hleypti Val aftur inn í leikinn á lokamínútum venjulegs leiktíma. Vesturbæingar tóku síðan forystuna undir lok framlengingarinnar og unnu að lokum 104-99. 13. febrúar 2020 22:30 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Sjá meira
KR-ingurinn Hildur Björg Kjartansdóttir átti stórleik þegar KR-konur slógu Íslands- og bikarmeistarar Vals út úr undanúrslitum Geysisbikarsins í gær. Hildur leiddi ekki aðeins liðið sitt til sigurs heldur sló hún bæði stiga- og framlagsmetið hjá íslenskum leikmanni í bikarúrslitum í Höllinni. Hildur var með 37 stig, 8 fráköst, 3 stolna bolta, 3 varin skot og 3 stoðsendingar í leiknum en hún hitti úr 72 prósent skota sinna (13 af 18) og úr öllum sex vítunum. Bikarúrslitaleikir kvenna hafa farið fram í Laugardalshöll frá 1976 með einni undantekningu og frá árinu 2017 hafa undanúrslitaleikirnir farið líka fram í Höllinni á svokallaðri bikarviku Körfuknattleikssambandsins. Hildur Björg tók bæði stiga- og framlagsmet íslensks leikmanns af Helenu Sverrisdóttur sem var einmitt að spila á móti Hildi í þessum leik. Hildur Björg skoraði 37 stig í leiknum eða fjórum stigum meira en Helena Sverrisdóttir skoraði í undanúrslitaleik á móti Snæfelli í fyrra. Helena átti metið reyndar með KR-ingnum Lindu Jónsdóttur sem skoraði 33 stig í bikarúrslitaleiknum árið 1986. Linda á ennþá stigametið í sjálfum bikarúrslitaleiknum. Hildur tók einnig framlagsmetið af Helenu. Hildur skilaði 45 framlagsstigum í leiknum í gær eða einu framlagsstigi meira en Helena í bæði undanúrslitaleiknum og bikarúrslitaleiknum í fyrra. Valskonan Hallveig Jónsdóttir skoraði 29 stig í leiknum sem kemst líka í hóp stigahæstu leikmanna íslenskra leikmanna í bikarúrslitum í Höllinni og Hallveig varð líka fyrsta konan til að skora sjö þrista í einum leik í bikarúrslitum í Laugardalshöllinni.Flest stig hjá íslenskum leikmanni í bikaúrslitum kvenna í Laugardalshöll:(Bikarúrslitaleikir frá 1975 og undanúrslitaleikir frá 2017) 37 stig - Hildur Björg Kjartansdóttir, KR (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti Val) 33 stig - Linda Jónsdóttir, KR (Bikarúrslit, 13.3.1986, á móti ÍS) 33 stig - Helena Sverrisdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2019, á móti Snæfelli) 32 stig - Sóley Indriðadóttir, Haukum (Bikarúrslit, 5.4.1984, á móti ÍS) 31 stig - Helena Sverrisdóttir, Val (Bikarúrslit, 16.2.2019, á móti Stjörnunni) 29 stig - Marta G Guðmundsdóttir, Keflavík (Bikarúrslit, 30.3.1989, á móti ) 29 stig - Hallveig Jónsdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti KR) 26 stig - Berglind Gunnarsdóttir, Snæfelli (Undanúrslit, 11.1.2018, á móti Keflavík) 25 stig - Björg Hafsteinsdóttir, Keflavík (Bikarúrslit, 23.4.1988, á móti) 25 stig - Emilía Sigurðardóttir, KR (Bikarúrslit, 25.3.1982, á móti) 24 stig - Anna María Sveinsdóttir, Keflavík (Bikarúrslit, 19.3.1992, á móti Haukum) 24 stig - Helga Þorvaldsdóttir, KR (Bikarúrslit, 9.2.2002, á móti Njarðvík) 24 stig - Helena Sverrisdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti KR)Hæsta framlag hjá íslenskum leikmanni í bikaúrslitum kvenna í Laugardalshöll:(Tölfræði hefur verið tekin saman frá árinu 1993) 45 framlagsstig - Hildur Björg Kjartansdóttir, KR (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti Val) 44 framlagsstig - Helena Sverrisdóttir, Val (Bikarúrslit, 16.2.2019, á móti Stjörnunni) 44 framlagsstig - Helena Sverrisdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2019, á móti Snæfelli) 35 framlagsstig - Helena Sverrisdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti KR) 33 framlagsstig - Signý Hermannsdóttir, ÍS (Bikarúrslit, 18.2.2006, á móti Grindavík) 32 framlagsstig - Anna María Sveinsdóttir, Keflavík (Bikarúrslit, 28.1.1995, á móti KR) 28 framlagsstig - Helena Sverrisdóttir, Haukum (Bikarúrslit, 17.2.2007, á móti Keflavík) 27 framlagsstig - Helga Jónasdóttir, Njarðvík (Bikarúrslit, 9.2.2002, á móti KR) 27 framlagsstig - Helena Sverrisdóttir, Haukum (Bikarúrslit, 13.2.2005, á móti Grindavík) 27 framlagsstig - Petrúnella Skúladóttir, Grindavík (Bikarúrslit, 24.2.2008, á móti Haukum) 26 framlagsstig - Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, KR (Bikarúrslit, 15.2.2009, á móti Keflavík) 26 framlagsstig - Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík (Bikarúrslit, 16.2.2013, á móti Val) 26 framlagsstig - Hallveig Jónsdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti KR)
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 99-104 | KR í úrslit eftir framlengdan spennutrylli Valur og KR mættust í kvöld í einum skemmtilegasta leik sem hefur sést í Laugardalshöllinni í bikarkeppni kvenna. Leikurinn var þó ekki nema undanúrslitaleikur! KR leidd lengst af í leiknum en hleypti Val aftur inn í leikinn á lokamínútum venjulegs leiktíma. Vesturbæingar tóku síðan forystuna undir lok framlengingarinnar og unnu að lokum 104-99. 13. febrúar 2020 22:30 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 99-104 | KR í úrslit eftir framlengdan spennutrylli Valur og KR mættust í kvöld í einum skemmtilegasta leik sem hefur sést í Laugardalshöllinni í bikarkeppni kvenna. Leikurinn var þó ekki nema undanúrslitaleikur! KR leidd lengst af í leiknum en hleypti Val aftur inn í leikinn á lokamínútum venjulegs leiktíma. Vesturbæingar tóku síðan forystuna undir lok framlengingarinnar og unnu að lokum 104-99. 13. febrúar 2020 22:30
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum