Íbúar hjúkrunarheimilis komast ekki í bað vegna verkfallsins Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. febrúar 2020 21:30 Margrét Árdís Ósvaldsdóttir forstöðukona hjúkrunarheimilisins Seljahlíð hefur áhyggjur af áhrifum verkfallsins á íbúa heimilisins. Vísir/Frikki Íbúar á hjúkrunarheimilum borgarinnar hafa margir hverjir ekki komist í bað á meðan á verkfalli Eflingar hefur staðið og ekki hefur verið skipt um á rúmum þeirra. Forstöðukona eins af heimilunum segir að slíkt gangi ekki til lengdar. Á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð í Reykjavík búa 68 manns og finna íbúarnir vel fyrir verkfallinu. Ríflega helmingur starfsmanna heimilisins er í stéttarfélaginu Eflingu og í verkfalli. „Hér er nú svo knöpp mönnun eftir því sem daggjöldin leyfa okkur að okkur munar um hvern einasta mann. Fólk fær lyfin sín, fólk fær að borða, við hjálpum fólki á fætur og það fer í félagsstarf og því um líkt en það er ekkert svona að halda heimilinu hreinu, að halda íbúðunum huggulegum, taka pappír, þvott, þvo af fólki, böðin, allt þetta fellur niður,“ segir Margrét Árdís Ósvaldsdóttir forstöðukona hjúkrunarheimilisins Seljahlíð. Margrét er sú eina sem má ganga í störf starfsmanna í verkfalli en hún hefur meðal annars skúrað gólf og gengið næturvaktir til að láta allt ganga upp á heimilinu síðustu daga. Enginn fundur hefur verið í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar síðan í síðustu viku og enginn fundur hefur verið boðaður. Þetta veldur Margréti ásamt fleirum áhyggjum. „Það er alveg agalegt að það skuli ekki vera fundað í deilunni. Þetta er mjög stinnt allt saman,“ segir Margrét. Margrét segir ljóst að ef að ótímabundnu verkfalli verður á mánudaginn komi það til með bitna illa á íbúum Seljahlíðar og aðstandendum þeirra. „Það þyngist verulega róðurinn. Við komum örugglega til með að sleppa þrifum í þjónustuíbúðunum. Það lendir þá á aðstandendum,“ segir Margrét og að aðstandendur komi væntanlega til með að þurfa að þvo þvott fyrir íbúa. Hún leggur áherslu á að dragist verkfallsaðgerðirnar á langinn komi það til með að hafa miki áhrif á alla. „Við sinnum þessum lágmarksþörfum fólks og það gengur ekkert til lengri tíma,“ segir Margrét. Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sjá meira
Íbúar á hjúkrunarheimilum borgarinnar hafa margir hverjir ekki komist í bað á meðan á verkfalli Eflingar hefur staðið og ekki hefur verið skipt um á rúmum þeirra. Forstöðukona eins af heimilunum segir að slíkt gangi ekki til lengdar. Á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð í Reykjavík búa 68 manns og finna íbúarnir vel fyrir verkfallinu. Ríflega helmingur starfsmanna heimilisins er í stéttarfélaginu Eflingu og í verkfalli. „Hér er nú svo knöpp mönnun eftir því sem daggjöldin leyfa okkur að okkur munar um hvern einasta mann. Fólk fær lyfin sín, fólk fær að borða, við hjálpum fólki á fætur og það fer í félagsstarf og því um líkt en það er ekkert svona að halda heimilinu hreinu, að halda íbúðunum huggulegum, taka pappír, þvott, þvo af fólki, böðin, allt þetta fellur niður,“ segir Margrét Árdís Ósvaldsdóttir forstöðukona hjúkrunarheimilisins Seljahlíð. Margrét er sú eina sem má ganga í störf starfsmanna í verkfalli en hún hefur meðal annars skúrað gólf og gengið næturvaktir til að láta allt ganga upp á heimilinu síðustu daga. Enginn fundur hefur verið í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar síðan í síðustu viku og enginn fundur hefur verið boðaður. Þetta veldur Margréti ásamt fleirum áhyggjum. „Það er alveg agalegt að það skuli ekki vera fundað í deilunni. Þetta er mjög stinnt allt saman,“ segir Margrét. Margrét segir ljóst að ef að ótímabundnu verkfalli verður á mánudaginn komi það til með bitna illa á íbúum Seljahlíðar og aðstandendum þeirra. „Það þyngist verulega róðurinn. Við komum örugglega til með að sleppa þrifum í þjónustuíbúðunum. Það lendir þá á aðstandendum,“ segir Margrét og að aðstandendur komi væntanlega til með að þurfa að þvo þvott fyrir íbúa. Hún leggur áherslu á að dragist verkfallsaðgerðirnar á langinn komi það til með að hafa miki áhrif á alla. „Við sinnum þessum lágmarksþörfum fólks og það gengur ekkert til lengri tíma,“ segir Margrét.
Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sjá meira