Kristín vill losna sem fyrst úr stóli Borgarleikhússtjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. febrúar 2020 15:32 Kristín Eysteinsdóttir ætlar að fylgja hjartanu og láta drauminn rætast við leikstjórn kvikmyndar. Vísir/Vilhelm Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári áður en hennar vertíð í húsinu á að ljúka. Hún greinir samstarfsfólki sínu frá þessu í tölvupósti og segist vera að hlusta á hjartað. Kristín var á meðal umsækjenda um starf Þjóðleikhússtjóra en Magnús Geir Þórðarson, fyrrverandi útvarpsstjóri, var ráðinn í starfið. Kristín segir ástæðurnar fyrir ákvörðun sinni tvær. Annars vegar langar hana að búa til meira andrými og frelsi í lífi sínu og verja meiri tíma með fjölskyldunni. Hins vegar standi hún frammi fyrir einstöku tækifæri til að leikstýra kvikmynd, eitthvað sem hana hafi alltaf dreymt um. Þróun verkefnisins sé á byrjunarstigi en verður greint frá nánar á næstu dögum. Ráðningarferli nýs Borgarleikhússtjóra stendur yfir. Sjö sóttu um starfið en nöfn umsækjenda verða ekki gerð opinber. Stjórn Leikfélags Reykjavíkur vinnur nú úr umsóknunum. Kristín var ráðin Borgarleikhússtjóri árið 2014 og átti að vera í starfinu þangað til sumarið 2021. Nýr leikhússtjóri átti að byrja að vinna með Kristínu í upphafi árs 2021. Nú virðist ljóst að sú samvinna byrji fyrr. „Ég mun að sjálfsögðu vera hér áfram þar til nýr leikhússtjóri hefur tekið við og mun leggja mig fram við að koma nýjum aðila vel inn í starfið,“ segir Kristín. Kristín segist full þakklæti, aldrei hafa lært jafnmikið í neinu starfi, hafi eignast vini fyrir lífstíð en hún ætli nú að fylgja hjartanu. Fréttin var uppfærð klukkan 16:24 með færslu Kristínar að neðan. Bíó og sjónvarp Leikhús Reykjavík Vistaskipti Tengdar fréttir Hyggst ekki rjúfa trúnað við konurnar Sigurður segir að umfjöllun um vinnuverndarlöggjöfina sem tryggja á öryggi og vellíðan starfsfólks hafi með öllu vantað í forsendur dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í máli Atla Rafns Sigurðssonar, leikara, gegn Leikfélagi Reykjavíkur og borgarleikhússtjóra. 31. október 2019 14:28 Borgarleikhúsið dæmt til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi nú eftir hádegi Kristínu Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra og Leikfélag Reykjavíkur til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur og eina milljón króna í málskostnað. 30. október 2019 13:50 Mikið fjör á frumsýningu Sex í sveit Sex í sveit var frumsýnt á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu um síðustu helgi þessi sprenghlægilegi gamanleikur var jafnframt fyrsta frumsýning leikársins á stóra sviðinu. 9. október 2019 19:00 Magnús Geir verður næsti Þjóðleikhússtjóri Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur ákveðið að skipa Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra sem Þjóðleikhússtjóra frá og með 1. janúar 2020. 1. nóvember 2019 16:52 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári áður en hennar vertíð í húsinu á að ljúka. Hún greinir samstarfsfólki sínu frá þessu í tölvupósti og segist vera að hlusta á hjartað. Kristín var á meðal umsækjenda um starf Þjóðleikhússtjóra en Magnús Geir Þórðarson, fyrrverandi útvarpsstjóri, var ráðinn í starfið. Kristín segir ástæðurnar fyrir ákvörðun sinni tvær. Annars vegar langar hana að búa til meira andrými og frelsi í lífi sínu og verja meiri tíma með fjölskyldunni. Hins vegar standi hún frammi fyrir einstöku tækifæri til að leikstýra kvikmynd, eitthvað sem hana hafi alltaf dreymt um. Þróun verkefnisins sé á byrjunarstigi en verður greint frá nánar á næstu dögum. Ráðningarferli nýs Borgarleikhússtjóra stendur yfir. Sjö sóttu um starfið en nöfn umsækjenda verða ekki gerð opinber. Stjórn Leikfélags Reykjavíkur vinnur nú úr umsóknunum. Kristín var ráðin Borgarleikhússtjóri árið 2014 og átti að vera í starfinu þangað til sumarið 2021. Nýr leikhússtjóri átti að byrja að vinna með Kristínu í upphafi árs 2021. Nú virðist ljóst að sú samvinna byrji fyrr. „Ég mun að sjálfsögðu vera hér áfram þar til nýr leikhússtjóri hefur tekið við og mun leggja mig fram við að koma nýjum aðila vel inn í starfið,“ segir Kristín. Kristín segist full þakklæti, aldrei hafa lært jafnmikið í neinu starfi, hafi eignast vini fyrir lífstíð en hún ætli nú að fylgja hjartanu. Fréttin var uppfærð klukkan 16:24 með færslu Kristínar að neðan.
Bíó og sjónvarp Leikhús Reykjavík Vistaskipti Tengdar fréttir Hyggst ekki rjúfa trúnað við konurnar Sigurður segir að umfjöllun um vinnuverndarlöggjöfina sem tryggja á öryggi og vellíðan starfsfólks hafi með öllu vantað í forsendur dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í máli Atla Rafns Sigurðssonar, leikara, gegn Leikfélagi Reykjavíkur og borgarleikhússtjóra. 31. október 2019 14:28 Borgarleikhúsið dæmt til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi nú eftir hádegi Kristínu Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra og Leikfélag Reykjavíkur til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur og eina milljón króna í málskostnað. 30. október 2019 13:50 Mikið fjör á frumsýningu Sex í sveit Sex í sveit var frumsýnt á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu um síðustu helgi þessi sprenghlægilegi gamanleikur var jafnframt fyrsta frumsýning leikársins á stóra sviðinu. 9. október 2019 19:00 Magnús Geir verður næsti Þjóðleikhússtjóri Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur ákveðið að skipa Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra sem Þjóðleikhússtjóra frá og með 1. janúar 2020. 1. nóvember 2019 16:52 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Hyggst ekki rjúfa trúnað við konurnar Sigurður segir að umfjöllun um vinnuverndarlöggjöfina sem tryggja á öryggi og vellíðan starfsfólks hafi með öllu vantað í forsendur dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í máli Atla Rafns Sigurðssonar, leikara, gegn Leikfélagi Reykjavíkur og borgarleikhússtjóra. 31. október 2019 14:28
Borgarleikhúsið dæmt til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi nú eftir hádegi Kristínu Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra og Leikfélag Reykjavíkur til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur og eina milljón króna í málskostnað. 30. október 2019 13:50
Mikið fjör á frumsýningu Sex í sveit Sex í sveit var frumsýnt á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu um síðustu helgi þessi sprenghlægilegi gamanleikur var jafnframt fyrsta frumsýning leikársins á stóra sviðinu. 9. október 2019 19:00
Magnús Geir verður næsti Þjóðleikhússtjóri Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur ákveðið að skipa Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra sem Þjóðleikhússtjóra frá og með 1. janúar 2020. 1. nóvember 2019 16:52