Stjörnumaðurinn Ægir Þór Steinarsson spilaði heldur betur uppi liðsfélaga sína í undanúrslitum Geysisbikarsins í gærkvöldi og setti um leið nýtt met í bikarúrslitum.
Ægir Þór Steinarsson var með 15 stoðsendingar í 98-70 stórsigri Stjörnunnar á Tindastól í Laugardalshöllinni og bætti þar með gamla stoðsendingametið um tvær stoðsendingar.
Ægir er því nú sá leikmaður sem hefur gefið flestar stoðsendingar í einum leik í bikarúrslitum í Laugardalshöllinni.
PavelErmolinskij átti gamla metið en hann gaf 13 stoðsendingar í sigri KR á Breiðabliki í undanúrslitaleik í Laugardalshöllinni 10. janúar 2018.
PavelErmolinskij á ennþá metið yfir flestar stoðsendingar í sjálfum bikarúrslitaleiknum en hann gaf 11 stoðsendingar í bikarúrslitaleik á móti Grindavík árið 2011. Pavel deilir þar metinu með þeim Arnari Frey Jónsson (með Grindavík 2010) og Eiríki Önundarsyni (með ÍR 2011).
Uppspil Ægis hafði líka frábær áhrif á Stjörnuliðið sem vann þær 33 mínútur sem hann spilaði með 27 stigum. Hann var hæstur í plús og mínus í sínu liði.
Ægir átti flestar stoðsendingar á þá NikolasTomsick og KyleJohnson eða fjórar á hvorn. Hann átti þrjár á Tómas Þórður Hilmarsson, tvær á Hlyn Bæringsson og eina á þá Arnþór Freyr Guðmundsson og Ágúst Angantýsson.
Stjörnumenn skoruðu alls 36 stig eftir þessar fimmtán stoðsendingar frá Ægi en sex þeirra voru fyrir þriggja stiga skot.
Flestar stoðsendingar í leik í bikarúrslitum i Laugardalshöllinni:
(Tölfræði í bikarúrslitum hefur verið skráð frá árinu 1993)
15 - Ægir Þór Steinarsson, Stjörnunni (Undanúrslit 12.2.2020, á móti Tindastól)
13 - PavelErmolinskij, KR (Undanúrslit, 10.1.2018 á móti Breiðabliki)
11 - Eiríkur S Önundarson, ÍR (Bikarúrslitaleikur, 24.2.2001 á móti Hamri)
11 - Arnar Freyr Jónsson, Grindavík (Bikarúrslitaleikur, 20.2.2010 á móti Snæfelli)
11 - PavelErmolinskij, KR (Bikarúrslitaleikur, 19.2.2011 á móti Grindavík)
10 - Jakob Ö Sigurðarson, KR (Bikarúrslitaleikur, 15.2.2009 á móti Stjörnunni)
10 - Jón Kr Gíslason, Keflavík (Bikarúrslitaleikur, 6.2.1993 á móti Snæfelli)
10 - Justin Shouse, Stjarnan (Bikarúrslitaleikur, 21.2.2015 á móti KR)
10 - Justin Shouse, Snæfell (Bikarúrslitaleikur, 24.2.2008 á móti Fjölni)
Ægir setti nýtt stoðsendingamet í bikarúrslitum i Höllinni
