Daníel um úrskurð aganefndar: Opnar hættulegar dyr Ísak Hallmundarson skrifar 12. febrúar 2020 20:06 Daníel Guðni Guðmundsson er kominn með Grindavík í bikarúrslitaleik. vísir/bára Grindavík sigraði Fjölni í undanúrslitum Geysis-bikarsins í skemmtilegum körfuboltaleik í kvöld. Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur var til viðtals eftir leik. Hann ræddi um leikinn og var sáttur með sigur sinna manna, en hann er ekki eins sáttur við úrskurð aganefndar KKÍ á hendur Seth LeDay. „Við ætluðum auðvitað að sigra leikinn en ég var ekki ánægður með okkur í fyrri hálfleik, þeir voru í rauninni að spila stórkostlega vel í fyrri hálfleik, hitta 10 þristum, við náum reyndar að loka á tveggja stiga körfurnar en náðum aldeilis ekki að loka fyrir utan og þeir hittu rosalega vel. En við gerðum smá áhlaup síðan um miðjan þriðja leikhluta og það sem við höfðum talað um í hálfleik gekk upp, sem er ánægjulegt.“ Nýting Fjölnis fyrir utan þriggja stiga línuna var ótrúleg í fyrri hálfleik, þeir hittu úr 10 af 16 skotum sínum fyrir utan. Daníel segist hafa búist við því að það myndi ekki halda áfram allan leikinn: „Við töluðum auðvitað um það í hálfleik að þeir myndu ekki vera að skora svona allan leikinn en maður veit aldrei, við bjuggumst við að þeir myndu fara að minnka þessa hittni sína og fjórði leikhlutinn hjá okkur var bara gríðarlega sterkur í vörn og sókn.“ Daníel var mjög ánægður með marga af sínum leikmönnum í kvöld: „Valdas og Seth voru stórkostlegir, Breki var stórkostlegur þegar hann kom inn á, rífa niður fráköst og gera allt sem kannski fólk er ekki þannig séð að taka eftir. Við vorum bara mjög sterkir á svellinu sérstaklega í seinni hálfleik. Við héldum alltaf áfram og þegar á reyndi sýndum við þrautseigju og það skilaði okkur í sigri og í leiðinni í úrslitin.“ Daníel segist ekki hafa neinn draumamótherja fyrir úrslitaleikinn á laugardaginn: „Þetta eru bæði gríðarlega sterk lið og það gildir einu hverjum við mætum. Þetta verður hörkuleikur, bæði lið með frábæra erlenda leikmenn, frábæra íslenska leikmenn, frábæra þjálfara, ég get ekki verið að velja á milli þar. Það verður bara fróðlegt að sjá.“ Grindavík fékk góðan stuðning í stúkunni í kvöld. „Ég er mjög glaður að fólk sá sér fært að mæta í dag og styðja við bakið á okkur. Það verður ekki vanþörf á því á laugardaginn. Við þurfum alla 3000+ bæjarbúana til að koma á leikinn og þeir sem hafa flutt til Reykjavíkur þurfa að koma líka.“ Daníel var að lokum spurður út í kæru Stjörnunnar á Seth Le Day, en hann verður ekki með í úrslitaleiknum á laugardaginn þar sem aganefnd KKÍ úrskurðaði hann í eins leiks bann eftir viðskipti hans við Kyle Johnson leikmann Stjörnunnar. Seth sló í hnakkann á honum meðan boltinn var fjarri. „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt. Það var auðvitað heimskulegt hjá honum að bregðast svona við en mér finnst bara svo galið að þegar maður horfir til baka á marga leiki í vetur sem hafa verið skoðaðir á video og eitthvað svona og ekkert verið dæmt í bann, fyrir verri brot en þetta. Ég er ekki að afsaka brotið en það er endalaust hægt að tína til og það sem er kannski hættulegast í þessu samhengi er það að núna er KKÍ aganefndin að draga úr trausti á dómurum, draga úr trausti leikmanna og þjálfara, því núna er hægt að véfengja alla dóma, til dæmis hér í kvöld, í bikarúrslitunum og í úrslitaeinvíginu, því að þeir sáu þetta í leiknum og ákváðu að aðhafast ekki neitt, en samt sem áður þeir sáu þetta og þeim er ekki treyst til að taka þessa ákvörðun á vellinum, bíða eftir einhverri kæru sem kemur frá Stjörnunni en ekki einu sinni upphaflega frá dómurum leiksins, síðan er horft á þetta aftur í einhverju ýktu slow-motioni og þá sáu menn að þetta var kannski eitthvað hættulegra en þeir héldu fyrst.“ „Þetta á eftir að verða Pandoru-box fyrir lið, þjálfara, leikmenn, stjórnir að það er hægt að finna hvað sem er í körfuboltaleik, olnbogaskot, hrindingar, sem er jafnvel partur af leiknum svo er dæmt og við treystum dómurum til að dæma í leiknum, en ef ekkert er dæmt er línan kannski svoleiðis að það á að breyta dómum hvað eftir annað eftir hverja umferð. Þetta opnar bara hættulegar dyr og mér finnst það bara drulluleiðinlegt, ég er mjög pirraður yfir þessu.“ Íslenski körfuboltinn Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Fleiri fréttir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Sjá meira
Grindavík sigraði Fjölni í undanúrslitum Geysis-bikarsins í skemmtilegum körfuboltaleik í kvöld. Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur var til viðtals eftir leik. Hann ræddi um leikinn og var sáttur með sigur sinna manna, en hann er ekki eins sáttur við úrskurð aganefndar KKÍ á hendur Seth LeDay. „Við ætluðum auðvitað að sigra leikinn en ég var ekki ánægður með okkur í fyrri hálfleik, þeir voru í rauninni að spila stórkostlega vel í fyrri hálfleik, hitta 10 þristum, við náum reyndar að loka á tveggja stiga körfurnar en náðum aldeilis ekki að loka fyrir utan og þeir hittu rosalega vel. En við gerðum smá áhlaup síðan um miðjan þriðja leikhluta og það sem við höfðum talað um í hálfleik gekk upp, sem er ánægjulegt.“ Nýting Fjölnis fyrir utan þriggja stiga línuna var ótrúleg í fyrri hálfleik, þeir hittu úr 10 af 16 skotum sínum fyrir utan. Daníel segist hafa búist við því að það myndi ekki halda áfram allan leikinn: „Við töluðum auðvitað um það í hálfleik að þeir myndu ekki vera að skora svona allan leikinn en maður veit aldrei, við bjuggumst við að þeir myndu fara að minnka þessa hittni sína og fjórði leikhlutinn hjá okkur var bara gríðarlega sterkur í vörn og sókn.“ Daníel var mjög ánægður með marga af sínum leikmönnum í kvöld: „Valdas og Seth voru stórkostlegir, Breki var stórkostlegur þegar hann kom inn á, rífa niður fráköst og gera allt sem kannski fólk er ekki þannig séð að taka eftir. Við vorum bara mjög sterkir á svellinu sérstaklega í seinni hálfleik. Við héldum alltaf áfram og þegar á reyndi sýndum við þrautseigju og það skilaði okkur í sigri og í leiðinni í úrslitin.“ Daníel segist ekki hafa neinn draumamótherja fyrir úrslitaleikinn á laugardaginn: „Þetta eru bæði gríðarlega sterk lið og það gildir einu hverjum við mætum. Þetta verður hörkuleikur, bæði lið með frábæra erlenda leikmenn, frábæra íslenska leikmenn, frábæra þjálfara, ég get ekki verið að velja á milli þar. Það verður bara fróðlegt að sjá.“ Grindavík fékk góðan stuðning í stúkunni í kvöld. „Ég er mjög glaður að fólk sá sér fært að mæta í dag og styðja við bakið á okkur. Það verður ekki vanþörf á því á laugardaginn. Við þurfum alla 3000+ bæjarbúana til að koma á leikinn og þeir sem hafa flutt til Reykjavíkur þurfa að koma líka.“ Daníel var að lokum spurður út í kæru Stjörnunnar á Seth Le Day, en hann verður ekki með í úrslitaleiknum á laugardaginn þar sem aganefnd KKÍ úrskurðaði hann í eins leiks bann eftir viðskipti hans við Kyle Johnson leikmann Stjörnunnar. Seth sló í hnakkann á honum meðan boltinn var fjarri. „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt. Það var auðvitað heimskulegt hjá honum að bregðast svona við en mér finnst bara svo galið að þegar maður horfir til baka á marga leiki í vetur sem hafa verið skoðaðir á video og eitthvað svona og ekkert verið dæmt í bann, fyrir verri brot en þetta. Ég er ekki að afsaka brotið en það er endalaust hægt að tína til og það sem er kannski hættulegast í þessu samhengi er það að núna er KKÍ aganefndin að draga úr trausti á dómurum, draga úr trausti leikmanna og þjálfara, því núna er hægt að véfengja alla dóma, til dæmis hér í kvöld, í bikarúrslitunum og í úrslitaeinvíginu, því að þeir sáu þetta í leiknum og ákváðu að aðhafast ekki neitt, en samt sem áður þeir sáu þetta og þeim er ekki treyst til að taka þessa ákvörðun á vellinum, bíða eftir einhverri kæru sem kemur frá Stjörnunni en ekki einu sinni upphaflega frá dómurum leiksins, síðan er horft á þetta aftur í einhverju ýktu slow-motioni og þá sáu menn að þetta var kannski eitthvað hættulegra en þeir héldu fyrst.“ „Þetta á eftir að verða Pandoru-box fyrir lið, þjálfara, leikmenn, stjórnir að það er hægt að finna hvað sem er í körfuboltaleik, olnbogaskot, hrindingar, sem er jafnvel partur af leiknum svo er dæmt og við treystum dómurum til að dæma í leiknum, en ef ekkert er dæmt er línan kannski svoleiðis að það á að breyta dómum hvað eftir annað eftir hverja umferð. Þetta opnar bara hættulegar dyr og mér finnst það bara drulluleiðinlegt, ég er mjög pirraður yfir þessu.“
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Fleiri fréttir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Sjá meira