Björn rekinn frá Sorpu Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. febrúar 2020 15:49 Björn H. Halldórsson, fyrir miðju, tekur í höndina á Degi B. Eggertssyni borgarstjóra þegar skrifað var undir yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmálum árið 2015. Sorpa Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. Stjórn félagsins tók ákvörðun þess efnis í dag, byggða á niðurstöðum skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. Björn fær sex mánaða uppsagnarfrest en Helgi Þór Ingason, prófessor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, tekur tímabundið við framkvæmdastjórastöðunni. Frá þessu greindi stjórn Sorpu í tilkynningu til fjölmiðla nú síðdegis. Þar er uppsögnin m.a. sögð grundvallast á fyrrnefndi skýrslu innri endurskoðunar, sem ráðist var í eftir 1,4 milljarða krónu framúrkeyrslu við áætluðan framkvæmdakostnað vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi. Þar var mikið gert úr hlut framkvæmdastjórans; hann t.a.m. sagður hafa trassað að upplýsa stjórn Sorpu um stöðu framkvæmdanna með eðlilegum hætti. Skýrslan var kynnt í janúar og var Björn sendur í leyfi meðan á úrvinnslu hennar stóð. Björn mótmælti harðlega niðurstöðum skýrslunnar, sem hann sagði „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum hans um aðferðafræði við mat framkvæmda,“ eins og Björn orðaði það í yfirlýsingu sinni. Stjórn Sorpu ákvað að sparka Birni. Þessi mynd er tekin á stjórnarfundi í lok janúar. „Á þeim 12 ára tíma sem undirritaður hefur gegn stöðu framkvæmdastjóra Sorpu bs. hafa aldrei verið gerðar athugasemdir við störf mín. Á það m.a. við um framsetningu rekstraráætlana á stjórnarfundum, frávikagreiningu vegna þeirra og áætlanagerð vegna framkvæmda á vegum fyrirtækisins,“ sagði Björn ennfremur í yfirlýsingunni. Birni gafst færi á að skila inn formlegum andmælum vegna skýrslunnar sem stjórn Sorpu fékk til úrvinnslu. „Að fengnum andmælum framkvæmdastjórans við efni skýrslunnar var ákveðið að veita honum áminningu í samræmi við ákvæði kjarasamnings og gefa honum kost á frekari skýringum og athugasemdum. Að þeim fengnum og í ljósi annarra aðstæðna var tekin ákvörðun um uppsögn,“ segir í tilkynningunni. Því næst er vikið að ráðningu Helga og stiklað á stóru úr ferli hans, t.a.m. minnst á að hann hafi verið ráðinn tímabundið sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á árunum 2010 til 2011. Það falli í hans skaut að aðstoða við yfirhalningu á rekstri Sorpu á næstu misserum. „Stjórn SORPU bs. mun ásamt Helga Þór og starfsmönnum SORPU bs. vinna að endurskipulagningu rekstrar fyrirtækisins með sjálfbærni, umhverfisvernd og samfélagslega þjónustu að leiðarljósi. Stjórnin mun í þeirri vinnu kappkosta að eiga náið samráð við eigendur SORPU bs. en félagið er rekið sem byggðasamlag sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.“ Reykjavík Sorpa Vistaskipti Tengdar fréttir Hætt verði að rusla út stjórn Sorpu á tveggja ára fresti Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar vill að aukin krafa verði gerði um hæfni þeirra sem sitja í stjórn Sorpu. 23. janúar 2020 18:30 Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07 Framkvæmdastjóri Sorpu segir skýrsluna „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum“ Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnarháttum félagsins. 22. janúar 2020 20:24 Framkvæmdin var byggð á sandi Bæjarfulltrúar Viðreisnar á höfuðborgarsvæðinu lögðu til á haustmánuðum að skipuð yrði neyðarstjórn sem færi með stjórn Sorpu eftir að í ljós kom að kostnaður við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar var verulega vanáætlaður, mistök sem kosta skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu hátt á annan milljarð. 24. janúar 2020 16:45 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. Stjórn félagsins tók ákvörðun þess efnis í dag, byggða á niðurstöðum skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. Björn fær sex mánaða uppsagnarfrest en Helgi Þór Ingason, prófessor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, tekur tímabundið við framkvæmdastjórastöðunni. Frá þessu greindi stjórn Sorpu í tilkynningu til fjölmiðla nú síðdegis. Þar er uppsögnin m.a. sögð grundvallast á fyrrnefndi skýrslu innri endurskoðunar, sem ráðist var í eftir 1,4 milljarða krónu framúrkeyrslu við áætluðan framkvæmdakostnað vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi. Þar var mikið gert úr hlut framkvæmdastjórans; hann t.a.m. sagður hafa trassað að upplýsa stjórn Sorpu um stöðu framkvæmdanna með eðlilegum hætti. Skýrslan var kynnt í janúar og var Björn sendur í leyfi meðan á úrvinnslu hennar stóð. Björn mótmælti harðlega niðurstöðum skýrslunnar, sem hann sagði „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum hans um aðferðafræði við mat framkvæmda,“ eins og Björn orðaði það í yfirlýsingu sinni. Stjórn Sorpu ákvað að sparka Birni. Þessi mynd er tekin á stjórnarfundi í lok janúar. „Á þeim 12 ára tíma sem undirritaður hefur gegn stöðu framkvæmdastjóra Sorpu bs. hafa aldrei verið gerðar athugasemdir við störf mín. Á það m.a. við um framsetningu rekstraráætlana á stjórnarfundum, frávikagreiningu vegna þeirra og áætlanagerð vegna framkvæmda á vegum fyrirtækisins,“ sagði Björn ennfremur í yfirlýsingunni. Birni gafst færi á að skila inn formlegum andmælum vegna skýrslunnar sem stjórn Sorpu fékk til úrvinnslu. „Að fengnum andmælum framkvæmdastjórans við efni skýrslunnar var ákveðið að veita honum áminningu í samræmi við ákvæði kjarasamnings og gefa honum kost á frekari skýringum og athugasemdum. Að þeim fengnum og í ljósi annarra aðstæðna var tekin ákvörðun um uppsögn,“ segir í tilkynningunni. Því næst er vikið að ráðningu Helga og stiklað á stóru úr ferli hans, t.a.m. minnst á að hann hafi verið ráðinn tímabundið sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á árunum 2010 til 2011. Það falli í hans skaut að aðstoða við yfirhalningu á rekstri Sorpu á næstu misserum. „Stjórn SORPU bs. mun ásamt Helga Þór og starfsmönnum SORPU bs. vinna að endurskipulagningu rekstrar fyrirtækisins með sjálfbærni, umhverfisvernd og samfélagslega þjónustu að leiðarljósi. Stjórnin mun í þeirri vinnu kappkosta að eiga náið samráð við eigendur SORPU bs. en félagið er rekið sem byggðasamlag sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.“
Reykjavík Sorpa Vistaskipti Tengdar fréttir Hætt verði að rusla út stjórn Sorpu á tveggja ára fresti Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar vill að aukin krafa verði gerði um hæfni þeirra sem sitja í stjórn Sorpu. 23. janúar 2020 18:30 Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07 Framkvæmdastjóri Sorpu segir skýrsluna „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum“ Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnarháttum félagsins. 22. janúar 2020 20:24 Framkvæmdin var byggð á sandi Bæjarfulltrúar Viðreisnar á höfuðborgarsvæðinu lögðu til á haustmánuðum að skipuð yrði neyðarstjórn sem færi með stjórn Sorpu eftir að í ljós kom að kostnaður við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar var verulega vanáætlaður, mistök sem kosta skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu hátt á annan milljarð. 24. janúar 2020 16:45 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
Hætt verði að rusla út stjórn Sorpu á tveggja ára fresti Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar vill að aukin krafa verði gerði um hæfni þeirra sem sitja í stjórn Sorpu. 23. janúar 2020 18:30
Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07
Framkvæmdastjóri Sorpu segir skýrsluna „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum“ Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnarháttum félagsins. 22. janúar 2020 20:24
Framkvæmdin var byggð á sandi Bæjarfulltrúar Viðreisnar á höfuðborgarsvæðinu lögðu til á haustmánuðum að skipuð yrði neyðarstjórn sem færi með stjórn Sorpu eftir að í ljós kom að kostnaður við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar var verulega vanáætlaður, mistök sem kosta skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu hátt á annan milljarð. 24. janúar 2020 16:45