Breskur skátaforingi talinn hafa smitað allt að ellefu manns af Covid19-veirunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 07:00 Steve Walsh starfar í viðskiptum en er líka skátaforingi. Breskur maður sem talið er að hafi smitað allt að ellefu samlanda sína af Covid19-veirunni hefur verið nafngreindur í breskum fjölmiðlum. Maðurinn heitir Steve Walsh, er 53 ára gamall og starfar í viðskiptum auk þess að vera skátaforingi. Walsh smitaðist af veirunni í Singapúr þar sem hann var staddur á viðskiptaráðstefnu. Áður en hann hélt heim til Bretlands fór hann á skíðahótel í frönsku Ölpunum. Er talið að Walsh hafi smitað ellefu aðra Breta af veirunni en þeir dvöldu á sama hóteli og hann í Frakklandi. Fimm þeirra eru nú í Bretlandi, fimm eru í Frakklandi og einn á Spáni en sjálfur hefur Walsh verið í sóttkví á spítala í London eftir að hann greindist með veiruna þann 6. febrúar síðastliðinn. Þá var hann kominn heim til Bretlands. Alls hafa átta manns greinst með Covid19-veiruna í Bretlandi og eru öll tilfellin fyrir utan tvö tengd við Walsh. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann þakkaði starfsfólki breska heilbrigðiskerfisins (NHS) fyrir umönnunina. Hugur Walsh hjá öðrum sem hafa smitast „Mig langar til að þakka NHS fyrir hjálpina og umönnunina. Þótt ég hafi náð fullum bata þá er hugur minn hjá öðrum sem smitast hafa af veirunni. Um leið og ég vissi að ég hefði verið í kringum manneskju sem var smituð af veirunni hafði ég samband við heimilislækninn minn, spítalann og bresku lýðheilsustofnunina,“ segir í yfirlýsingu Walsh. Hann hafði engin einkenni veirunnar en fór engu að síður í sóttkví heima hjá sér. „Þegar smitið var staðfest var ég sendur í einangrun á spítalann, þar sem ég er enn. Sem fyrirbyggjandi aðgerð var fjölskyldan mín einnig beðin um að einangra sig. Ég vil einnig þakka vinum, fjölskyldu og samstarfsfélögum fyrir stuðninginn undanfarnar vikur og bið fjölmiðla um að virða einkalíf okkar.“ Yfir 1100 manns látið lífið vegna veirunnar Kínverjar greindu frá því í morgun að fjöldi nýsmitaðra af völdum kórónuveirunnar sem nú hefur fengið nafnið Covid19 hafi dregist saman í gær, annan daginn í röð. Alls hafa tæplega 45 þúsund manns greinst með veiruna. 97 létust af völdum veirunnar í gær sem þýðir að rúmlega 1100 manns hafa nú dáið vegna veirunnar sem rekja má til kínversku stórborgarinnar Wuhan. Faraldurinn er enn sem komið er langalvarlegastur í Kína. Utan Kína hafa einungis tveir látið lífið vegna veirunnar, einn í Hong Kong og annar á Filipseyjum. Bretland Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Embættismenn látnir taka pokann sinn vegna útbreiðslu veirunnar Rúmlega þúsund Kínverjar hafa nú látið lífið af völdum Wuhan-kórónuveirunnar. 11. febrúar 2020 06:24 Kórónaveiran komin með nafn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin kallaði sérfræðinga á fund í Genf í dag til þess að ræða um nýju kórónaveiruna sem greindist fyrst í kínversku borginni Wuhan. 11. febrúar 2020 19:48 Tveir þriðju íbúa heimsins gætu smitast af Wuhan-veirunni Gabriel Leung, prófessor og forseti lýðheilsusviðs í Hong Kong-háskóla og einn helsti sérfræðingur Hong Kong í sóttvarnalækningum, telur að tveir þriðju hlutar mannkyns, eða alls 60 prósent, gætu smitast af Wuhan-veirunni, takist ekki að halda veirunni í skefjum. 11. febrúar 2020 12:45 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Sjá meira
Breskur maður sem talið er að hafi smitað allt að ellefu samlanda sína af Covid19-veirunni hefur verið nafngreindur í breskum fjölmiðlum. Maðurinn heitir Steve Walsh, er 53 ára gamall og starfar í viðskiptum auk þess að vera skátaforingi. Walsh smitaðist af veirunni í Singapúr þar sem hann var staddur á viðskiptaráðstefnu. Áður en hann hélt heim til Bretlands fór hann á skíðahótel í frönsku Ölpunum. Er talið að Walsh hafi smitað ellefu aðra Breta af veirunni en þeir dvöldu á sama hóteli og hann í Frakklandi. Fimm þeirra eru nú í Bretlandi, fimm eru í Frakklandi og einn á Spáni en sjálfur hefur Walsh verið í sóttkví á spítala í London eftir að hann greindist með veiruna þann 6. febrúar síðastliðinn. Þá var hann kominn heim til Bretlands. Alls hafa átta manns greinst með Covid19-veiruna í Bretlandi og eru öll tilfellin fyrir utan tvö tengd við Walsh. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann þakkaði starfsfólki breska heilbrigðiskerfisins (NHS) fyrir umönnunina. Hugur Walsh hjá öðrum sem hafa smitast „Mig langar til að þakka NHS fyrir hjálpina og umönnunina. Þótt ég hafi náð fullum bata þá er hugur minn hjá öðrum sem smitast hafa af veirunni. Um leið og ég vissi að ég hefði verið í kringum manneskju sem var smituð af veirunni hafði ég samband við heimilislækninn minn, spítalann og bresku lýðheilsustofnunina,“ segir í yfirlýsingu Walsh. Hann hafði engin einkenni veirunnar en fór engu að síður í sóttkví heima hjá sér. „Þegar smitið var staðfest var ég sendur í einangrun á spítalann, þar sem ég er enn. Sem fyrirbyggjandi aðgerð var fjölskyldan mín einnig beðin um að einangra sig. Ég vil einnig þakka vinum, fjölskyldu og samstarfsfélögum fyrir stuðninginn undanfarnar vikur og bið fjölmiðla um að virða einkalíf okkar.“ Yfir 1100 manns látið lífið vegna veirunnar Kínverjar greindu frá því í morgun að fjöldi nýsmitaðra af völdum kórónuveirunnar sem nú hefur fengið nafnið Covid19 hafi dregist saman í gær, annan daginn í röð. Alls hafa tæplega 45 þúsund manns greinst með veiruna. 97 létust af völdum veirunnar í gær sem þýðir að rúmlega 1100 manns hafa nú dáið vegna veirunnar sem rekja má til kínversku stórborgarinnar Wuhan. Faraldurinn er enn sem komið er langalvarlegastur í Kína. Utan Kína hafa einungis tveir látið lífið vegna veirunnar, einn í Hong Kong og annar á Filipseyjum.
Bretland Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Embættismenn látnir taka pokann sinn vegna útbreiðslu veirunnar Rúmlega þúsund Kínverjar hafa nú látið lífið af völdum Wuhan-kórónuveirunnar. 11. febrúar 2020 06:24 Kórónaveiran komin með nafn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin kallaði sérfræðinga á fund í Genf í dag til þess að ræða um nýju kórónaveiruna sem greindist fyrst í kínversku borginni Wuhan. 11. febrúar 2020 19:48 Tveir þriðju íbúa heimsins gætu smitast af Wuhan-veirunni Gabriel Leung, prófessor og forseti lýðheilsusviðs í Hong Kong-háskóla og einn helsti sérfræðingur Hong Kong í sóttvarnalækningum, telur að tveir þriðju hlutar mannkyns, eða alls 60 prósent, gætu smitast af Wuhan-veirunni, takist ekki að halda veirunni í skefjum. 11. febrúar 2020 12:45 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Sjá meira
Embættismenn látnir taka pokann sinn vegna útbreiðslu veirunnar Rúmlega þúsund Kínverjar hafa nú látið lífið af völdum Wuhan-kórónuveirunnar. 11. febrúar 2020 06:24
Kórónaveiran komin með nafn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin kallaði sérfræðinga á fund í Genf í dag til þess að ræða um nýju kórónaveiruna sem greindist fyrst í kínversku borginni Wuhan. 11. febrúar 2020 19:48
Tveir þriðju íbúa heimsins gætu smitast af Wuhan-veirunni Gabriel Leung, prófessor og forseti lýðheilsusviðs í Hong Kong-háskóla og einn helsti sérfræðingur Hong Kong í sóttvarnalækningum, telur að tveir þriðju hlutar mannkyns, eða alls 60 prósent, gætu smitast af Wuhan-veirunni, takist ekki að halda veirunni í skefjum. 11. febrúar 2020 12:45