Breskur skátaforingi talinn hafa smitað allt að ellefu manns af Covid19-veirunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 07:00 Steve Walsh starfar í viðskiptum en er líka skátaforingi. Breskur maður sem talið er að hafi smitað allt að ellefu samlanda sína af Covid19-veirunni hefur verið nafngreindur í breskum fjölmiðlum. Maðurinn heitir Steve Walsh, er 53 ára gamall og starfar í viðskiptum auk þess að vera skátaforingi. Walsh smitaðist af veirunni í Singapúr þar sem hann var staddur á viðskiptaráðstefnu. Áður en hann hélt heim til Bretlands fór hann á skíðahótel í frönsku Ölpunum. Er talið að Walsh hafi smitað ellefu aðra Breta af veirunni en þeir dvöldu á sama hóteli og hann í Frakklandi. Fimm þeirra eru nú í Bretlandi, fimm eru í Frakklandi og einn á Spáni en sjálfur hefur Walsh verið í sóttkví á spítala í London eftir að hann greindist með veiruna þann 6. febrúar síðastliðinn. Þá var hann kominn heim til Bretlands. Alls hafa átta manns greinst með Covid19-veiruna í Bretlandi og eru öll tilfellin fyrir utan tvö tengd við Walsh. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann þakkaði starfsfólki breska heilbrigðiskerfisins (NHS) fyrir umönnunina. Hugur Walsh hjá öðrum sem hafa smitast „Mig langar til að þakka NHS fyrir hjálpina og umönnunina. Þótt ég hafi náð fullum bata þá er hugur minn hjá öðrum sem smitast hafa af veirunni. Um leið og ég vissi að ég hefði verið í kringum manneskju sem var smituð af veirunni hafði ég samband við heimilislækninn minn, spítalann og bresku lýðheilsustofnunina,“ segir í yfirlýsingu Walsh. Hann hafði engin einkenni veirunnar en fór engu að síður í sóttkví heima hjá sér. „Þegar smitið var staðfest var ég sendur í einangrun á spítalann, þar sem ég er enn. Sem fyrirbyggjandi aðgerð var fjölskyldan mín einnig beðin um að einangra sig. Ég vil einnig þakka vinum, fjölskyldu og samstarfsfélögum fyrir stuðninginn undanfarnar vikur og bið fjölmiðla um að virða einkalíf okkar.“ Yfir 1100 manns látið lífið vegna veirunnar Kínverjar greindu frá því í morgun að fjöldi nýsmitaðra af völdum kórónuveirunnar sem nú hefur fengið nafnið Covid19 hafi dregist saman í gær, annan daginn í röð. Alls hafa tæplega 45 þúsund manns greinst með veiruna. 97 létust af völdum veirunnar í gær sem þýðir að rúmlega 1100 manns hafa nú dáið vegna veirunnar sem rekja má til kínversku stórborgarinnar Wuhan. Faraldurinn er enn sem komið er langalvarlegastur í Kína. Utan Kína hafa einungis tveir látið lífið vegna veirunnar, einn í Hong Kong og annar á Filipseyjum. Bretland Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Embættismenn látnir taka pokann sinn vegna útbreiðslu veirunnar Rúmlega þúsund Kínverjar hafa nú látið lífið af völdum Wuhan-kórónuveirunnar. 11. febrúar 2020 06:24 Kórónaveiran komin með nafn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin kallaði sérfræðinga á fund í Genf í dag til þess að ræða um nýju kórónaveiruna sem greindist fyrst í kínversku borginni Wuhan. 11. febrúar 2020 19:48 Tveir þriðju íbúa heimsins gætu smitast af Wuhan-veirunni Gabriel Leung, prófessor og forseti lýðheilsusviðs í Hong Kong-háskóla og einn helsti sérfræðingur Hong Kong í sóttvarnalækningum, telur að tveir þriðju hlutar mannkyns, eða alls 60 prósent, gætu smitast af Wuhan-veirunni, takist ekki að halda veirunni í skefjum. 11. febrúar 2020 12:45 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Breskur maður sem talið er að hafi smitað allt að ellefu samlanda sína af Covid19-veirunni hefur verið nafngreindur í breskum fjölmiðlum. Maðurinn heitir Steve Walsh, er 53 ára gamall og starfar í viðskiptum auk þess að vera skátaforingi. Walsh smitaðist af veirunni í Singapúr þar sem hann var staddur á viðskiptaráðstefnu. Áður en hann hélt heim til Bretlands fór hann á skíðahótel í frönsku Ölpunum. Er talið að Walsh hafi smitað ellefu aðra Breta af veirunni en þeir dvöldu á sama hóteli og hann í Frakklandi. Fimm þeirra eru nú í Bretlandi, fimm eru í Frakklandi og einn á Spáni en sjálfur hefur Walsh verið í sóttkví á spítala í London eftir að hann greindist með veiruna þann 6. febrúar síðastliðinn. Þá var hann kominn heim til Bretlands. Alls hafa átta manns greinst með Covid19-veiruna í Bretlandi og eru öll tilfellin fyrir utan tvö tengd við Walsh. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann þakkaði starfsfólki breska heilbrigðiskerfisins (NHS) fyrir umönnunina. Hugur Walsh hjá öðrum sem hafa smitast „Mig langar til að þakka NHS fyrir hjálpina og umönnunina. Þótt ég hafi náð fullum bata þá er hugur minn hjá öðrum sem smitast hafa af veirunni. Um leið og ég vissi að ég hefði verið í kringum manneskju sem var smituð af veirunni hafði ég samband við heimilislækninn minn, spítalann og bresku lýðheilsustofnunina,“ segir í yfirlýsingu Walsh. Hann hafði engin einkenni veirunnar en fór engu að síður í sóttkví heima hjá sér. „Þegar smitið var staðfest var ég sendur í einangrun á spítalann, þar sem ég er enn. Sem fyrirbyggjandi aðgerð var fjölskyldan mín einnig beðin um að einangra sig. Ég vil einnig þakka vinum, fjölskyldu og samstarfsfélögum fyrir stuðninginn undanfarnar vikur og bið fjölmiðla um að virða einkalíf okkar.“ Yfir 1100 manns látið lífið vegna veirunnar Kínverjar greindu frá því í morgun að fjöldi nýsmitaðra af völdum kórónuveirunnar sem nú hefur fengið nafnið Covid19 hafi dregist saman í gær, annan daginn í röð. Alls hafa tæplega 45 þúsund manns greinst með veiruna. 97 létust af völdum veirunnar í gær sem þýðir að rúmlega 1100 manns hafa nú dáið vegna veirunnar sem rekja má til kínversku stórborgarinnar Wuhan. Faraldurinn er enn sem komið er langalvarlegastur í Kína. Utan Kína hafa einungis tveir látið lífið vegna veirunnar, einn í Hong Kong og annar á Filipseyjum.
Bretland Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Embættismenn látnir taka pokann sinn vegna útbreiðslu veirunnar Rúmlega þúsund Kínverjar hafa nú látið lífið af völdum Wuhan-kórónuveirunnar. 11. febrúar 2020 06:24 Kórónaveiran komin með nafn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin kallaði sérfræðinga á fund í Genf í dag til þess að ræða um nýju kórónaveiruna sem greindist fyrst í kínversku borginni Wuhan. 11. febrúar 2020 19:48 Tveir þriðju íbúa heimsins gætu smitast af Wuhan-veirunni Gabriel Leung, prófessor og forseti lýðheilsusviðs í Hong Kong-háskóla og einn helsti sérfræðingur Hong Kong í sóttvarnalækningum, telur að tveir þriðju hlutar mannkyns, eða alls 60 prósent, gætu smitast af Wuhan-veirunni, takist ekki að halda veirunni í skefjum. 11. febrúar 2020 12:45 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Embættismenn látnir taka pokann sinn vegna útbreiðslu veirunnar Rúmlega þúsund Kínverjar hafa nú látið lífið af völdum Wuhan-kórónuveirunnar. 11. febrúar 2020 06:24
Kórónaveiran komin með nafn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin kallaði sérfræðinga á fund í Genf í dag til þess að ræða um nýju kórónaveiruna sem greindist fyrst í kínversku borginni Wuhan. 11. febrúar 2020 19:48
Tveir þriðju íbúa heimsins gætu smitast af Wuhan-veirunni Gabriel Leung, prófessor og forseti lýðheilsusviðs í Hong Kong-háskóla og einn helsti sérfræðingur Hong Kong í sóttvarnalækningum, telur að tveir þriðju hlutar mannkyns, eða alls 60 prósent, gætu smitast af Wuhan-veirunni, takist ekki að halda veirunni í skefjum. 11. febrúar 2020 12:45