Sigaði Dobermann-hundi á kunningjakonu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2020 19:53 Dobermann-hundur. Vísir/Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás þegar hún réðst að að annarri konu og sigaði á hana Dobermann-hundi. Konan var einnig sakfelld fyrir ýmis þjófnaðar- og umferðarlagabrot. Konan var ákærð fyrir að hafa framið sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa þann 25. júní 2017 ráðist á konu með því að að siga á hana hundi af tegundinni Dobermann, rífa í hár hennar og draga hana þannig niður í jörðina þar sem hún veittist að henni meðal annars með því að sparka í og/eða traðka á brjóstkassa fórnarlambsins að minnsta kosti tvisvar sinnum, sparka að minnsta kosti einu sinni í andlit hennar auk þess sem að hundurinn glefsaði og klóraði í hana þeim afleiðingum að hún hlaut mar og bólgu á vinstra augnloki og augnsvæði, töluvert aflagðan brjóstkassa, rifbrot og skrapsár á ofanverðum vinstri úlnlið. Svo virðist sem að konurnar tvær hafi verið eitthvað ósáttar sem endaði með slagsmálum. Er haft eftir fórnarlambinu í frumskýrslu lögreglu vegna málsins að konan hafi sagt við það að hundur hennar myndi „hakka hana í sig“. Ekki liggi fyrir að hundurinn hafi beitt því afli sem ætla mætti að hann búi yfir Konan neitaði sök og hafnaði því alfarið að hafa veist að fórnarlambinu. Það dómi breyttist þó afstaða hennar á þann veg að hún kannaðist við að hafa rifið í hár brotaþola og að hafa sparkað í áttina að henni. Allir sem komu að málinu voru sammála um að upphafið að átökunum hafi mátt rekja til þess að fórnarlambið sló til konunnar. Eftir það lenti þeim saman en ósannað þótti að konan hafi dregið fórnarlambið í jörðina og var hún sýknuð af þeim hluta ákærunnar. Héraðsdómur taldi þó sannað að konan hafi veist að fórnarlambinu á þann hátt sem rakinn var í ákærunni fyrir utan það að hafa dregið fórnarlambið í jörðina. Ráða mætti af framburðum vitna að konan hafi kallað á hundinn og bent honum á brotaþolann. Þó er tekið fram að ekki liggi fyrir að hundurinn hafi þá beitt því afli sem ætla verður að hundur þessarar stærðar og tegundar hafi. Þá verði ekki fullyrt hvernig hundurinn hafi átt að skilja skipanir konunnar eða að ásetningur hennar hafi staðið til þess að hundurinn myndi ráðast á fórnarlambið frekar en að hræða hana. Konan var einnig sakfelld fyrir ýmis þjófnaðar- og umferðarlagabrot en játaði konan sök í þeim hluta dómsmálsins gegn henni. Var konan dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en meðal annars var litið til þess að dráttur hafi orðið á meðferð málsins. Þá þarf konan einnig að greiða fórnalambinu 500 þúsund krónur í miskabætur. Dómsmál Dýr Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás þegar hún réðst að að annarri konu og sigaði á hana Dobermann-hundi. Konan var einnig sakfelld fyrir ýmis þjófnaðar- og umferðarlagabrot. Konan var ákærð fyrir að hafa framið sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa þann 25. júní 2017 ráðist á konu með því að að siga á hana hundi af tegundinni Dobermann, rífa í hár hennar og draga hana þannig niður í jörðina þar sem hún veittist að henni meðal annars með því að sparka í og/eða traðka á brjóstkassa fórnarlambsins að minnsta kosti tvisvar sinnum, sparka að minnsta kosti einu sinni í andlit hennar auk þess sem að hundurinn glefsaði og klóraði í hana þeim afleiðingum að hún hlaut mar og bólgu á vinstra augnloki og augnsvæði, töluvert aflagðan brjóstkassa, rifbrot og skrapsár á ofanverðum vinstri úlnlið. Svo virðist sem að konurnar tvær hafi verið eitthvað ósáttar sem endaði með slagsmálum. Er haft eftir fórnarlambinu í frumskýrslu lögreglu vegna málsins að konan hafi sagt við það að hundur hennar myndi „hakka hana í sig“. Ekki liggi fyrir að hundurinn hafi beitt því afli sem ætla mætti að hann búi yfir Konan neitaði sök og hafnaði því alfarið að hafa veist að fórnarlambinu. Það dómi breyttist þó afstaða hennar á þann veg að hún kannaðist við að hafa rifið í hár brotaþola og að hafa sparkað í áttina að henni. Allir sem komu að málinu voru sammála um að upphafið að átökunum hafi mátt rekja til þess að fórnarlambið sló til konunnar. Eftir það lenti þeim saman en ósannað þótti að konan hafi dregið fórnarlambið í jörðina og var hún sýknuð af þeim hluta ákærunnar. Héraðsdómur taldi þó sannað að konan hafi veist að fórnarlambinu á þann hátt sem rakinn var í ákærunni fyrir utan það að hafa dregið fórnarlambið í jörðina. Ráða mætti af framburðum vitna að konan hafi kallað á hundinn og bent honum á brotaþolann. Þó er tekið fram að ekki liggi fyrir að hundurinn hafi þá beitt því afli sem ætla verður að hundur þessarar stærðar og tegundar hafi. Þá verði ekki fullyrt hvernig hundurinn hafi átt að skilja skipanir konunnar eða að ásetningur hennar hafi staðið til þess að hundurinn myndi ráðast á fórnarlambið frekar en að hræða hana. Konan var einnig sakfelld fyrir ýmis þjófnaðar- og umferðarlagabrot en játaði konan sök í þeim hluta dómsmálsins gegn henni. Var konan dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en meðal annars var litið til þess að dráttur hafi orðið á meðferð málsins. Þá þarf konan einnig að greiða fórnalambinu 500 þúsund krónur í miskabætur.
Dómsmál Dýr Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira