Þýfi andvirði milljóna króna á heimili Hringbrautarþjófsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2020 15:04 Hringbraut greindi frá þjófnaðinum. Rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir ýmis brot. Þeirra á meðal er þjófnaður á sjónvarpsstöðinni Hringbraut sem á þeim tíma var staðsett við Eiðistorg. Karlmaðurinn játaði í héraðsdómi að hafa helgin 2. til 4. september 2017 brotist inn í húsnæði sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar að Eiðistorgi 11 í félagi við óþekktan mann og stolið þaðan tölvu- og myndavélabúnaði að áætluðu verðmæti 2,6 milljónir króna. Hringbraut fjallaði um þjófnað á búnaðnum á vefsíðu sinni á sínum tíma þar sem fram kom að um væri að ræða sjónvarpsskjái, tölvuskjái, kvikmyndatökuvélar og annan mikilvægan búnað. Verðmætið var að mati forsvarsmanna Hringbrautar um þrjár milljónir króna. „Ljóst er að tjón hennar hefði orðið mikið ef lögreglan hefði ekki sýnt jafn mikið snarræði í málinu og raun ber vitni,“ sagði í frétt Hringbrautar. Starfsfólki væri stórum létt. 1,8 milljóna króna armbandsúr Var hann ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa flutt þýfið á heimili sitt í Reykjavík, falið það þar og geymt þar til það fannst við húsleit lögreglu þann 5. september. Þá var hann sömuleiðis ákærður fyrir hylmingu með því að hafa um nokkurt skeið, eða þar til lögregla greip til fyrrnefndrar húsleitar, tekið við og haft í vörslum sínum í félagi við annan mann muni að verðmæti 2,5 milljónir króna. Var um að ræða Cartier armbandsúr að verðmæti 1,8 milljónir króna, þrjá silfurhringi að verðmæti 250 þúsund krónur, Lenovo fartölvu að verðmæti 130 þúsund krónur og Macbook pro fartölvu að verðmæti 300 þúsund krónur. Auk þess var maðurinn dæmdur fyrir að hafa haft í vörslum sínum 65 grömm af maríjúana. Karlmaðurinn á sex refsidóma að baki. Við ákvörðun refsingu var litið til þess að tvö ár væru liðin frá því að hann framdi brotin, hann hefði játað og dráttur málsins ekki honum að kenna. Þótti 30 daga fangelsisvist hæfileg refsing. Dómsmál Fjölmiðlar Lögreglumál Seltjarnarnes Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Sjá meira
Rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir ýmis brot. Þeirra á meðal er þjófnaður á sjónvarpsstöðinni Hringbraut sem á þeim tíma var staðsett við Eiðistorg. Karlmaðurinn játaði í héraðsdómi að hafa helgin 2. til 4. september 2017 brotist inn í húsnæði sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar að Eiðistorgi 11 í félagi við óþekktan mann og stolið þaðan tölvu- og myndavélabúnaði að áætluðu verðmæti 2,6 milljónir króna. Hringbraut fjallaði um þjófnað á búnaðnum á vefsíðu sinni á sínum tíma þar sem fram kom að um væri að ræða sjónvarpsskjái, tölvuskjái, kvikmyndatökuvélar og annan mikilvægan búnað. Verðmætið var að mati forsvarsmanna Hringbrautar um þrjár milljónir króna. „Ljóst er að tjón hennar hefði orðið mikið ef lögreglan hefði ekki sýnt jafn mikið snarræði í málinu og raun ber vitni,“ sagði í frétt Hringbrautar. Starfsfólki væri stórum létt. 1,8 milljóna króna armbandsúr Var hann ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa flutt þýfið á heimili sitt í Reykjavík, falið það þar og geymt þar til það fannst við húsleit lögreglu þann 5. september. Þá var hann sömuleiðis ákærður fyrir hylmingu með því að hafa um nokkurt skeið, eða þar til lögregla greip til fyrrnefndrar húsleitar, tekið við og haft í vörslum sínum í félagi við annan mann muni að verðmæti 2,5 milljónir króna. Var um að ræða Cartier armbandsúr að verðmæti 1,8 milljónir króna, þrjá silfurhringi að verðmæti 250 þúsund krónur, Lenovo fartölvu að verðmæti 130 þúsund krónur og Macbook pro fartölvu að verðmæti 300 þúsund krónur. Auk þess var maðurinn dæmdur fyrir að hafa haft í vörslum sínum 65 grömm af maríjúana. Karlmaðurinn á sex refsidóma að baki. Við ákvörðun refsingu var litið til þess að tvö ár væru liðin frá því að hann framdi brotin, hann hefði játað og dráttur málsins ekki honum að kenna. Þótti 30 daga fangelsisvist hæfileg refsing.
Dómsmál Fjölmiðlar Lögreglumál Seltjarnarnes Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Sjá meira