Arnþrúður áfrýjar meiðyrðadómi sem féll í dag Jakob Bjarnar skrifar 11. febrúar 2020 14:58 Arnþrúður þarf að greiða Reyni 300 þúsund krónur í miskabætur en auk þess málsvarnarlaun lögmanns hans upp á 1,1 milljón króna. Hún ætlar að áfrýja málinu. „Hér með er upplýst um að sótt verður um leyfi til þess að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2430/2019, Reynir Traustason gegn Arnþrúði Karlsdóttur, sem kveðinn var í dag 11. febrúar 2020, til Landsréttar,“ segir í stuttri tilkynningu sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sendi til fjölmiðla fyrir hönd Arnþrúðar. Vilhjálmur færðist undan því að veita frekari viðbrögð vegna málsins þegar eftir því var leitað. Ummælin dauð og ómerk Vísir greindi frá því fyrr í dag að nokkur ummæli Arnþrúðar hefðu verið dæmd ómerk í máli Reynis Traustasonar blaðamanns á hendur henni. Þá var hún dæmd til að greiða honum 300 þúsund krónur í miskabætur og 1,1 milljón í málskostnað. Reynir og lögmaður hans Gunnar Ingi Jóhannsson við flutning málsins. Gunnar Ingi sem lýsti dómnum í morgun sem svo að um fullnaðarsigur væri að ræða.visir/vilhelm Ummælin sem féllu á Útvarpi Sögu, sem dæmd hafa verið dauð og ómerk, eru: „Sjáðu bara eins og […] stjórnarformann Stundarinnar, Reyni Traustason. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á á samviskunni? Bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar.“ Og: „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á á á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“ Mikilvægast að Arnþrúður telst nú ómerkingur Vísi hefur ekki tekist að ná tali af Arnþrúði vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. En, Reynir fagnar hins vegar og segist í samtali við Vísi ekki hafa búist við neinni annarri niðurstöðu en þessari. Tilfinningin sé góð. Hann segir að sér hafi ekki verið það ljúft að fara í þessa vegferð, meiðyrðamál séu þess eðlis. En einhvers staðar verði að setja strik í sandinn. „Allir heiðarlegir blaðamenn hefðu hugsað þetta eins og ég. Rakalaust. Að leiðarlokum ætlaði ég ekki að láta þetta standa, alveg sama þó það sé karakter eins og Arnþrúður Karlsdóttir segði þetta. Menn töldu bara að hún hefði blásið í þá herlúðra að nú mættu allir fylgja eftir. En það er búið að troða uppí herlúðurinn hennar. En auðvitað er þetta hundleiðinlegt.“ Reynir segist ekki ætla að láta það höggvið í legstein sinn: Drap fólk og skrifaði falsfréttir. „Eina sem maður á að leiðarlokum í þessu starfi er að hafa verið heiðarlegur. Maður vill eiga sinn orðstír. Það getur vel verið að þetta muni kosta mig einhverjar upphæðir. Ég mun engu ná út úr henni, en það er búið að dæma hana ómerking. Það er mikilvægast.“ Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Arnþrúður dæmd til að greiða Reyni 300 þúsund krónur Arnþrúður Karldóttir útvarpsstjóri var nú rétt í þessu fundin sek um meiðyrði. Ummæli sem hún lét falla í þætti sínum á Útvarpi Sögu voru dæmd dauð og ómerk og var henni gert að greiða 300 þúsund krónur í miskabætur. 11. febrúar 2020 11:40 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
„Hér með er upplýst um að sótt verður um leyfi til þess að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2430/2019, Reynir Traustason gegn Arnþrúði Karlsdóttur, sem kveðinn var í dag 11. febrúar 2020, til Landsréttar,“ segir í stuttri tilkynningu sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sendi til fjölmiðla fyrir hönd Arnþrúðar. Vilhjálmur færðist undan því að veita frekari viðbrögð vegna málsins þegar eftir því var leitað. Ummælin dauð og ómerk Vísir greindi frá því fyrr í dag að nokkur ummæli Arnþrúðar hefðu verið dæmd ómerk í máli Reynis Traustasonar blaðamanns á hendur henni. Þá var hún dæmd til að greiða honum 300 þúsund krónur í miskabætur og 1,1 milljón í málskostnað. Reynir og lögmaður hans Gunnar Ingi Jóhannsson við flutning málsins. Gunnar Ingi sem lýsti dómnum í morgun sem svo að um fullnaðarsigur væri að ræða.visir/vilhelm Ummælin sem féllu á Útvarpi Sögu, sem dæmd hafa verið dauð og ómerk, eru: „Sjáðu bara eins og […] stjórnarformann Stundarinnar, Reyni Traustason. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á á samviskunni? Bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar.“ Og: „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á á á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“ Mikilvægast að Arnþrúður telst nú ómerkingur Vísi hefur ekki tekist að ná tali af Arnþrúði vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. En, Reynir fagnar hins vegar og segist í samtali við Vísi ekki hafa búist við neinni annarri niðurstöðu en þessari. Tilfinningin sé góð. Hann segir að sér hafi ekki verið það ljúft að fara í þessa vegferð, meiðyrðamál séu þess eðlis. En einhvers staðar verði að setja strik í sandinn. „Allir heiðarlegir blaðamenn hefðu hugsað þetta eins og ég. Rakalaust. Að leiðarlokum ætlaði ég ekki að láta þetta standa, alveg sama þó það sé karakter eins og Arnþrúður Karlsdóttir segði þetta. Menn töldu bara að hún hefði blásið í þá herlúðra að nú mættu allir fylgja eftir. En það er búið að troða uppí herlúðurinn hennar. En auðvitað er þetta hundleiðinlegt.“ Reynir segist ekki ætla að láta það höggvið í legstein sinn: Drap fólk og skrifaði falsfréttir. „Eina sem maður á að leiðarlokum í þessu starfi er að hafa verið heiðarlegur. Maður vill eiga sinn orðstír. Það getur vel verið að þetta muni kosta mig einhverjar upphæðir. Ég mun engu ná út úr henni, en það er búið að dæma hana ómerking. Það er mikilvægast.“
Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Arnþrúður dæmd til að greiða Reyni 300 þúsund krónur Arnþrúður Karldóttir útvarpsstjóri var nú rétt í þessu fundin sek um meiðyrði. Ummæli sem hún lét falla í þætti sínum á Útvarpi Sögu voru dæmd dauð og ómerk og var henni gert að greiða 300 þúsund krónur í miskabætur. 11. febrúar 2020 11:40 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Arnþrúður dæmd til að greiða Reyni 300 þúsund krónur Arnþrúður Karldóttir útvarpsstjóri var nú rétt í þessu fundin sek um meiðyrði. Ummæli sem hún lét falla í þætti sínum á Útvarpi Sögu voru dæmd dauð og ómerk og var henni gert að greiða 300 þúsund krónur í miskabætur. 11. febrúar 2020 11:40