Arnþrúður áfrýjar meiðyrðadómi sem féll í dag Jakob Bjarnar skrifar 11. febrúar 2020 14:58 Arnþrúður þarf að greiða Reyni 300 þúsund krónur í miskabætur en auk þess málsvarnarlaun lögmanns hans upp á 1,1 milljón króna. Hún ætlar að áfrýja málinu. „Hér með er upplýst um að sótt verður um leyfi til þess að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2430/2019, Reynir Traustason gegn Arnþrúði Karlsdóttur, sem kveðinn var í dag 11. febrúar 2020, til Landsréttar,“ segir í stuttri tilkynningu sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sendi til fjölmiðla fyrir hönd Arnþrúðar. Vilhjálmur færðist undan því að veita frekari viðbrögð vegna málsins þegar eftir því var leitað. Ummælin dauð og ómerk Vísir greindi frá því fyrr í dag að nokkur ummæli Arnþrúðar hefðu verið dæmd ómerk í máli Reynis Traustasonar blaðamanns á hendur henni. Þá var hún dæmd til að greiða honum 300 þúsund krónur í miskabætur og 1,1 milljón í málskostnað. Reynir og lögmaður hans Gunnar Ingi Jóhannsson við flutning málsins. Gunnar Ingi sem lýsti dómnum í morgun sem svo að um fullnaðarsigur væri að ræða.visir/vilhelm Ummælin sem féllu á Útvarpi Sögu, sem dæmd hafa verið dauð og ómerk, eru: „Sjáðu bara eins og […] stjórnarformann Stundarinnar, Reyni Traustason. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á á samviskunni? Bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar.“ Og: „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á á á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“ Mikilvægast að Arnþrúður telst nú ómerkingur Vísi hefur ekki tekist að ná tali af Arnþrúði vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. En, Reynir fagnar hins vegar og segist í samtali við Vísi ekki hafa búist við neinni annarri niðurstöðu en þessari. Tilfinningin sé góð. Hann segir að sér hafi ekki verið það ljúft að fara í þessa vegferð, meiðyrðamál séu þess eðlis. En einhvers staðar verði að setja strik í sandinn. „Allir heiðarlegir blaðamenn hefðu hugsað þetta eins og ég. Rakalaust. Að leiðarlokum ætlaði ég ekki að láta þetta standa, alveg sama þó það sé karakter eins og Arnþrúður Karlsdóttir segði þetta. Menn töldu bara að hún hefði blásið í þá herlúðra að nú mættu allir fylgja eftir. En það er búið að troða uppí herlúðurinn hennar. En auðvitað er þetta hundleiðinlegt.“ Reynir segist ekki ætla að láta það höggvið í legstein sinn: Drap fólk og skrifaði falsfréttir. „Eina sem maður á að leiðarlokum í þessu starfi er að hafa verið heiðarlegur. Maður vill eiga sinn orðstír. Það getur vel verið að þetta muni kosta mig einhverjar upphæðir. Ég mun engu ná út úr henni, en það er búið að dæma hana ómerking. Það er mikilvægast.“ Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Arnþrúður dæmd til að greiða Reyni 300 þúsund krónur Arnþrúður Karldóttir útvarpsstjóri var nú rétt í þessu fundin sek um meiðyrði. Ummæli sem hún lét falla í þætti sínum á Útvarpi Sögu voru dæmd dauð og ómerk og var henni gert að greiða 300 þúsund krónur í miskabætur. 11. febrúar 2020 11:40 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
„Hér með er upplýst um að sótt verður um leyfi til þess að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2430/2019, Reynir Traustason gegn Arnþrúði Karlsdóttur, sem kveðinn var í dag 11. febrúar 2020, til Landsréttar,“ segir í stuttri tilkynningu sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sendi til fjölmiðla fyrir hönd Arnþrúðar. Vilhjálmur færðist undan því að veita frekari viðbrögð vegna málsins þegar eftir því var leitað. Ummælin dauð og ómerk Vísir greindi frá því fyrr í dag að nokkur ummæli Arnþrúðar hefðu verið dæmd ómerk í máli Reynis Traustasonar blaðamanns á hendur henni. Þá var hún dæmd til að greiða honum 300 þúsund krónur í miskabætur og 1,1 milljón í málskostnað. Reynir og lögmaður hans Gunnar Ingi Jóhannsson við flutning málsins. Gunnar Ingi sem lýsti dómnum í morgun sem svo að um fullnaðarsigur væri að ræða.visir/vilhelm Ummælin sem féllu á Útvarpi Sögu, sem dæmd hafa verið dauð og ómerk, eru: „Sjáðu bara eins og […] stjórnarformann Stundarinnar, Reyni Traustason. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á á samviskunni? Bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar.“ Og: „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á á á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“ Mikilvægast að Arnþrúður telst nú ómerkingur Vísi hefur ekki tekist að ná tali af Arnþrúði vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. En, Reynir fagnar hins vegar og segist í samtali við Vísi ekki hafa búist við neinni annarri niðurstöðu en þessari. Tilfinningin sé góð. Hann segir að sér hafi ekki verið það ljúft að fara í þessa vegferð, meiðyrðamál séu þess eðlis. En einhvers staðar verði að setja strik í sandinn. „Allir heiðarlegir blaðamenn hefðu hugsað þetta eins og ég. Rakalaust. Að leiðarlokum ætlaði ég ekki að láta þetta standa, alveg sama þó það sé karakter eins og Arnþrúður Karlsdóttir segði þetta. Menn töldu bara að hún hefði blásið í þá herlúðra að nú mættu allir fylgja eftir. En það er búið að troða uppí herlúðurinn hennar. En auðvitað er þetta hundleiðinlegt.“ Reynir segist ekki ætla að láta það höggvið í legstein sinn: Drap fólk og skrifaði falsfréttir. „Eina sem maður á að leiðarlokum í þessu starfi er að hafa verið heiðarlegur. Maður vill eiga sinn orðstír. Það getur vel verið að þetta muni kosta mig einhverjar upphæðir. Ég mun engu ná út úr henni, en það er búið að dæma hana ómerking. Það er mikilvægast.“
Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Arnþrúður dæmd til að greiða Reyni 300 þúsund krónur Arnþrúður Karldóttir útvarpsstjóri var nú rétt í þessu fundin sek um meiðyrði. Ummæli sem hún lét falla í þætti sínum á Útvarpi Sögu voru dæmd dauð og ómerk og var henni gert að greiða 300 þúsund krónur í miskabætur. 11. febrúar 2020 11:40 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Arnþrúður dæmd til að greiða Reyni 300 þúsund krónur Arnþrúður Karldóttir útvarpsstjóri var nú rétt í þessu fundin sek um meiðyrði. Ummæli sem hún lét falla í þætti sínum á Útvarpi Sögu voru dæmd dauð og ómerk og var henni gert að greiða 300 þúsund krónur í miskabætur. 11. febrúar 2020 11:40