Nærmynd af Hildi Guðnadóttur: Heil, hlý og litríkur sprelligosi Stefán Árni Pálsson skrifar 11. febrúar 2020 10:30 Hildur Guðnadóttir hefur slegið í gegn út um allan heim undanfarna mánuði. Hildur Guðnadóttir tónskáld vann eins og allir vita Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker í gærkvöld. Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur Óskarinn og fjórða konan frá upphafi sem vinnur verðlaunin í flokki kvikmyndatónlistar. En hver er þessi kona? Kjartan Atli Kjartansson ræddi við vini og vandamenn Hildar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og fengu áhorfendur að kynnast henni betur. Hildur er Hafnfirðingur og fæddist árið 1982 og gekk í Öldutúnsskóla. Hugur hennar virðist ávallt hafa leitað í tónlist og kom hún ung fram á sjónarsviðið. Hún var í hljómsveitunum Woofer og Rúnk og kom einnig fram með Múm í kringum aldamótin. „Hildur er afskaplega litríkur persónuleiki, rosalega glöð og ég man ekki eftir henni öðruvísi en með bros á vör,“ segir Berglind María Tómasdóttir, dósent í flutningi og miðlun samtímatónlistar, og vinkona Hildar. Drungaleg og þung tónlist „Hún er svaðalega mikill sprelligosi sem er svolítið fyndið þegar maður hlustar á tónlistina hennar sem er rosalega drungaleg og þung,“ segir Benni Hemm Hemm vinur Hildar og hljómsveitafélagi. „Hún er mikil fagkona og mjög einlæg í sinni vinnu og samkvæm sjálfum sér. Hún er frábær að vinna með,“ segir Baltasar Kormákur, leikstjóri sem vann með Hildi í Ófærð og Eiðnum. „Hildur Guðnadóttir er heil og hlý,“ segir Kíra Kíra, tónlistarkona og vinkona Hildar. Hildur útskrifaðist fyrst allra af brautinni tónsmíðar nýmiðlar við Listaháskóla Íslands árið 2005 og hélt til Berlínar í framhaldsnám. Þar skaut hún rótum og hefur verið meira og minna síðan. Í Berlín vann hún náið með öðru tónskáldi, Jóhanni Jóhannssyni og segja má að ferill Hildar í kvikmyndatónlist sé samofinn samstarfi hennar við Jóhann sem lést árið 2018. „Hún kom með Jóhanni inn í Ófærð eitt, þau voru þrjú saman og síðan þegar ég fer í Eiðinn hafði ég kynnst henni svolítið. Það myndast mjög gott samstarf í Eiðnum og þegar Jóhann fellur frá tekur hún við og gerir Ófærð tvö,“ segir Balti. Mjög næm „Það sem er sérstakt við listsköpun Hildar er að hún er rosalega næm og hlustar svo vel inn í aðstæður. Maður tekur oft ekki eftir tónlistinni, hún verður svona órjúfanlegur partur af verkinu,“ segir Berlind. „Það er margt sem kemur saman. Bæði er hún með mjög sérstakan hljóðheim, sem er mjög skyldur hljóðheimi Jóhanns og þau uxu saman. Eftir að hann fellur frá tekur hún við sem er svolítið fallegt, þó þetta sé algjörlega hennar. Það er einhver tónn sem er frumlegur og mikið að kvikmyndatónlist í Hollywood er mjög svipuð. Hún kemur með ferskan blæ inn í verkið,“ segir Baltasar um ástæðuna á bakvið því af hverju hún vinnur Óskarinn. „Ég veit ekki hvort það sé hægt að vinna fleiri verðlaun á einu ári en hún hefur gert. Þetta verður ekki toppað í bráð,“ segir Baltasar. Hér að neðan má sjá nærmynd af Hildi. Hildur Guðnadóttir Ísland í dag Óskarinn Tengdar fréttir Faðir Hildar telur hana slá nýjan tón í kvikmyndatónlist Guðni Franzson, klarinettuleikari og faðir Hildar Guðnadóttur, sat límdur við sjónvarpsskjáinn í Stykkishólmi á fjórða tímanum í nótt þegar ljóst varð að Ísland hafði eignast sinn fyrsta Óskarsverðlaunahafa. 10. febrúar 2020 12:01 Agndofa þegar allir stóðu upp Þá kveðst hún ekki hyggja á flutninga til Hollywood, þar sé of sólríkt. 10. febrúar 2020 05:09 Hildur Guðnadóttir vann Óskarsverðlaun Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur Óskarinn og fjórða konan frá upphafi sem vinnur verðlaunin í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar. 10. febrúar 2020 03:43 Hildur heiðruð með kveðju á Hörpu Hildur Guðnadóttir, tónskáld og fyrsti Óskarsverðlaunahafi Íslands, fær ljómandi hamingjuóskir frá tónlistarhúsinu Hörpu í kvöld. Til stendur að birta kveðjuna "Til hamingju Hildur!“ á glerhjúpi hússins. 10. febrúar 2020 15:44 Íslendingar missa sig yfir tíðindum næturinnar Sagan var skrifuð í nótt þegar Hildur Guðnadóttir fékk Óskarsverðlaun, fyrst Íslendinga, fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Jókernum. 10. febrúar 2020 10:15 Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Hildur Guðnadóttir tónskáld vann eins og allir vita Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker í gærkvöld. Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur Óskarinn og fjórða konan frá upphafi sem vinnur verðlaunin í flokki kvikmyndatónlistar. En hver er þessi kona? Kjartan Atli Kjartansson ræddi við vini og vandamenn Hildar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og fengu áhorfendur að kynnast henni betur. Hildur er Hafnfirðingur og fæddist árið 1982 og gekk í Öldutúnsskóla. Hugur hennar virðist ávallt hafa leitað í tónlist og kom hún ung fram á sjónarsviðið. Hún var í hljómsveitunum Woofer og Rúnk og kom einnig fram með Múm í kringum aldamótin. „Hildur er afskaplega litríkur persónuleiki, rosalega glöð og ég man ekki eftir henni öðruvísi en með bros á vör,“ segir Berglind María Tómasdóttir, dósent í flutningi og miðlun samtímatónlistar, og vinkona Hildar. Drungaleg og þung tónlist „Hún er svaðalega mikill sprelligosi sem er svolítið fyndið þegar maður hlustar á tónlistina hennar sem er rosalega drungaleg og þung,“ segir Benni Hemm Hemm vinur Hildar og hljómsveitafélagi. „Hún er mikil fagkona og mjög einlæg í sinni vinnu og samkvæm sjálfum sér. Hún er frábær að vinna með,“ segir Baltasar Kormákur, leikstjóri sem vann með Hildi í Ófærð og Eiðnum. „Hildur Guðnadóttir er heil og hlý,“ segir Kíra Kíra, tónlistarkona og vinkona Hildar. Hildur útskrifaðist fyrst allra af brautinni tónsmíðar nýmiðlar við Listaháskóla Íslands árið 2005 og hélt til Berlínar í framhaldsnám. Þar skaut hún rótum og hefur verið meira og minna síðan. Í Berlín vann hún náið með öðru tónskáldi, Jóhanni Jóhannssyni og segja má að ferill Hildar í kvikmyndatónlist sé samofinn samstarfi hennar við Jóhann sem lést árið 2018. „Hún kom með Jóhanni inn í Ófærð eitt, þau voru þrjú saman og síðan þegar ég fer í Eiðinn hafði ég kynnst henni svolítið. Það myndast mjög gott samstarf í Eiðnum og þegar Jóhann fellur frá tekur hún við og gerir Ófærð tvö,“ segir Balti. Mjög næm „Það sem er sérstakt við listsköpun Hildar er að hún er rosalega næm og hlustar svo vel inn í aðstæður. Maður tekur oft ekki eftir tónlistinni, hún verður svona órjúfanlegur partur af verkinu,“ segir Berlind. „Það er margt sem kemur saman. Bæði er hún með mjög sérstakan hljóðheim, sem er mjög skyldur hljóðheimi Jóhanns og þau uxu saman. Eftir að hann fellur frá tekur hún við sem er svolítið fallegt, þó þetta sé algjörlega hennar. Það er einhver tónn sem er frumlegur og mikið að kvikmyndatónlist í Hollywood er mjög svipuð. Hún kemur með ferskan blæ inn í verkið,“ segir Baltasar um ástæðuna á bakvið því af hverju hún vinnur Óskarinn. „Ég veit ekki hvort það sé hægt að vinna fleiri verðlaun á einu ári en hún hefur gert. Þetta verður ekki toppað í bráð,“ segir Baltasar. Hér að neðan má sjá nærmynd af Hildi.
Hildur Guðnadóttir Ísland í dag Óskarinn Tengdar fréttir Faðir Hildar telur hana slá nýjan tón í kvikmyndatónlist Guðni Franzson, klarinettuleikari og faðir Hildar Guðnadóttur, sat límdur við sjónvarpsskjáinn í Stykkishólmi á fjórða tímanum í nótt þegar ljóst varð að Ísland hafði eignast sinn fyrsta Óskarsverðlaunahafa. 10. febrúar 2020 12:01 Agndofa þegar allir stóðu upp Þá kveðst hún ekki hyggja á flutninga til Hollywood, þar sé of sólríkt. 10. febrúar 2020 05:09 Hildur Guðnadóttir vann Óskarsverðlaun Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur Óskarinn og fjórða konan frá upphafi sem vinnur verðlaunin í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar. 10. febrúar 2020 03:43 Hildur heiðruð með kveðju á Hörpu Hildur Guðnadóttir, tónskáld og fyrsti Óskarsverðlaunahafi Íslands, fær ljómandi hamingjuóskir frá tónlistarhúsinu Hörpu í kvöld. Til stendur að birta kveðjuna "Til hamingju Hildur!“ á glerhjúpi hússins. 10. febrúar 2020 15:44 Íslendingar missa sig yfir tíðindum næturinnar Sagan var skrifuð í nótt þegar Hildur Guðnadóttir fékk Óskarsverðlaun, fyrst Íslendinga, fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Jókernum. 10. febrúar 2020 10:15 Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Faðir Hildar telur hana slá nýjan tón í kvikmyndatónlist Guðni Franzson, klarinettuleikari og faðir Hildar Guðnadóttur, sat límdur við sjónvarpsskjáinn í Stykkishólmi á fjórða tímanum í nótt þegar ljóst varð að Ísland hafði eignast sinn fyrsta Óskarsverðlaunahafa. 10. febrúar 2020 12:01
Agndofa þegar allir stóðu upp Þá kveðst hún ekki hyggja á flutninga til Hollywood, þar sé of sólríkt. 10. febrúar 2020 05:09
Hildur Guðnadóttir vann Óskarsverðlaun Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur Óskarinn og fjórða konan frá upphafi sem vinnur verðlaunin í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar. 10. febrúar 2020 03:43
Hildur heiðruð með kveðju á Hörpu Hildur Guðnadóttir, tónskáld og fyrsti Óskarsverðlaunahafi Íslands, fær ljómandi hamingjuóskir frá tónlistarhúsinu Hörpu í kvöld. Til stendur að birta kveðjuna "Til hamingju Hildur!“ á glerhjúpi hússins. 10. febrúar 2020 15:44
Íslendingar missa sig yfir tíðindum næturinnar Sagan var skrifuð í nótt þegar Hildur Guðnadóttir fékk Óskarsverðlaun, fyrst Íslendinga, fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Jókernum. 10. febrúar 2020 10:15