Skipti ég minna máli? Starri Reynisson skrifar 11. febrúar 2020 07:00 Fyrir nokkrum árum flutti ég frá Akranesi til Reykjavíkur. Utan álagstíma tekur um það bil 45 mínútur að keyra frá mínu gamla heimili á hið nýja, vegalengdin er minni en 50 kílómetrar, sjóleiðis um 20. Við þessa flutninga missti ég um það bil helminginn af atkvæði mínu í alþingiskosningum. Minnkuðu lýðræðisleg réttindi mín allt í einu vegna þess að ég flutti suður fyrir Hvalfjörð? Eru íbúar höfuðborgarsvæðisins ómerkilegra fólk en íbúar annara landshluta? Hvernig er það réttlætanlegt að kosningaréttur sé misjafn eftir búsetu? Það þætti varla nokkurri manneskju ásættanlegt ef um væri að ræða samskonar mismunun á öðrum réttindum. Flestum þætti með öllu óréttlætanlegt ef íbúi í Hafnarfirði hefði tvo þriðju af tjáningarfrelsi íbúa á Hellu, eða ef íbúi í Safamýri hefði aðeins helming af eignarrétti Siglfirðings. Hvers vegna eru lýðræðisleg réttindi litin öðrum og léttvægari augum en önnur réttindi okkar? Við búum í lýðræðisríki og því er eðlileg krafa að pólitískar skoðanir allra hafi jafnt vægi óháð búsetu. Alþingi á að endurspegla bæði vilja þjóðarinnar og það hvernig hún er samsett á hverjum tíma. Það á að vera sjálfsagt að kennari á Kópaskeri og kórstjóri á Kársnesi hafi jafn mikið að segja um það hvernig samfélaginu er stjórnað. Meðan atkvæðavægi er ójafnt eftir landsvæðum getur það aldrei verið raunin. Ein þeirra breytinga sem nauðsynlegt er að gera á stjórnarskrá Íslands, ásamt skýru auðlindaákvæði, er ákvæði um jafnt vægi atkvæða. Þannig, og aðeins þannig, tryggjum við að raunverulegur vilji almennings endurspeglist í ákvörðunum stjórnvalda til framtíðar. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Viðreisn Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum flutti ég frá Akranesi til Reykjavíkur. Utan álagstíma tekur um það bil 45 mínútur að keyra frá mínu gamla heimili á hið nýja, vegalengdin er minni en 50 kílómetrar, sjóleiðis um 20. Við þessa flutninga missti ég um það bil helminginn af atkvæði mínu í alþingiskosningum. Minnkuðu lýðræðisleg réttindi mín allt í einu vegna þess að ég flutti suður fyrir Hvalfjörð? Eru íbúar höfuðborgarsvæðisins ómerkilegra fólk en íbúar annara landshluta? Hvernig er það réttlætanlegt að kosningaréttur sé misjafn eftir búsetu? Það þætti varla nokkurri manneskju ásættanlegt ef um væri að ræða samskonar mismunun á öðrum réttindum. Flestum þætti með öllu óréttlætanlegt ef íbúi í Hafnarfirði hefði tvo þriðju af tjáningarfrelsi íbúa á Hellu, eða ef íbúi í Safamýri hefði aðeins helming af eignarrétti Siglfirðings. Hvers vegna eru lýðræðisleg réttindi litin öðrum og léttvægari augum en önnur réttindi okkar? Við búum í lýðræðisríki og því er eðlileg krafa að pólitískar skoðanir allra hafi jafnt vægi óháð búsetu. Alþingi á að endurspegla bæði vilja þjóðarinnar og það hvernig hún er samsett á hverjum tíma. Það á að vera sjálfsagt að kennari á Kópaskeri og kórstjóri á Kársnesi hafi jafn mikið að segja um það hvernig samfélaginu er stjórnað. Meðan atkvæðavægi er ójafnt eftir landsvæðum getur það aldrei verið raunin. Ein þeirra breytinga sem nauðsynlegt er að gera á stjórnarskrá Íslands, ásamt skýru auðlindaákvæði, er ákvæði um jafnt vægi atkvæða. Þannig, og aðeins þannig, tryggjum við að raunverulegur vilji almennings endurspeglist í ákvörðunum stjórnvalda til framtíðar. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar