Einn sá besti í NBA-deildinni þykir vera mikill eðalnáungi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2020 22:30 Damian Lillard hefur átt rosalegt tímabil í NBA-deildinni. Getty/Garrett Ellwood Damian Lillard fær ekki aðeins hrós fyrir frammistöðu sína inn á körfuboltavellinum heldur einnig fyrir framkomu sína utan hans. Damian Lillard hefur lengi verið frábær leikmaður í NBA-deildinni í körfubolta en hann hefur skipti um gír með magnaðri frammistöðu í vetur. Lillard er 29 ára gamall leikstjórnandi sem spilar með Portland Trail Blazers og er á sínu áttunda tímabili í NBA-deildinni. Damian Lillard er með 29,9 stig og 7,9 stoðsendingar að meðaltali í leik á þessu tímabili en hafði mest áður verið með 27,0 stig (2016-17) og 6,9 stoðsendingar (2018-19) að meðaltali á einu tímabili. Lillard er að hækka sig mikið frá síðasta tímabili eða um 4,1 stig og 1,0 stoðsendingu að meðaltali í leik. Það er ekki aðeins frábær spilamennska sem er til umræðu á samfélagsmiðlum þegar kemur að Damian Lillard. Mark Jones, fjölmiðlamaður á ESPN, sá nefnilega ástæðu til að hrósa Damian Lillard mikið fyrir framkomu sína utan vallar eins og sjá má hér fyrir neðan. „Fyrir utan að vera úrvalsliðsleikamaður í NBA-deildinni þá sýnir Damian Lillard okkur fjölmiðlamönnum mikla virðingu. Hann spyr okkur hvað sé að frétta af fjölskyldum okkar. Núverandi og fyrrum liðsfélagar hans hafa líka farið heim til hans í mat. Hann skipuleggur liðssamkomur. Hann umgengst fimmtánda manninn eins og hann sé stjörnuleikmaður. Leiðtogi,“ skrifaði Mark Jones inn á Twitter-reikninginn sinn. Síðustu nótt þá skoraði Damian Lillard yfir 30 stig í þrettánda skiptið það sem af er nýju ári sem er það mesta hjá einum leikmanni í NBA-deildinni. Damian Lillard er eins og er í þriðja sæti yfir stigahæstu leikmenn NBA deildarinnar og í sjötta sæti yfir þá sem gefa flestar stoðsendingar. Tonight was Damian Lillard's 13th 30-point game since the turn of the new year, most in the league over that span. Most 30-Pt Games Since Jan. 1 Damian Lillard 13 Devin Booker 12 Russell Westbrook 11 Giannis Antetokounmpo 11 pic.twitter.com/VPHZijXlat— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 10, 2020 NBA Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Damian Lillard fær ekki aðeins hrós fyrir frammistöðu sína inn á körfuboltavellinum heldur einnig fyrir framkomu sína utan hans. Damian Lillard hefur lengi verið frábær leikmaður í NBA-deildinni í körfubolta en hann hefur skipti um gír með magnaðri frammistöðu í vetur. Lillard er 29 ára gamall leikstjórnandi sem spilar með Portland Trail Blazers og er á sínu áttunda tímabili í NBA-deildinni. Damian Lillard er með 29,9 stig og 7,9 stoðsendingar að meðaltali í leik á þessu tímabili en hafði mest áður verið með 27,0 stig (2016-17) og 6,9 stoðsendingar (2018-19) að meðaltali á einu tímabili. Lillard er að hækka sig mikið frá síðasta tímabili eða um 4,1 stig og 1,0 stoðsendingu að meðaltali í leik. Það er ekki aðeins frábær spilamennska sem er til umræðu á samfélagsmiðlum þegar kemur að Damian Lillard. Mark Jones, fjölmiðlamaður á ESPN, sá nefnilega ástæðu til að hrósa Damian Lillard mikið fyrir framkomu sína utan vallar eins og sjá má hér fyrir neðan. „Fyrir utan að vera úrvalsliðsleikamaður í NBA-deildinni þá sýnir Damian Lillard okkur fjölmiðlamönnum mikla virðingu. Hann spyr okkur hvað sé að frétta af fjölskyldum okkar. Núverandi og fyrrum liðsfélagar hans hafa líka farið heim til hans í mat. Hann skipuleggur liðssamkomur. Hann umgengst fimmtánda manninn eins og hann sé stjörnuleikmaður. Leiðtogi,“ skrifaði Mark Jones inn á Twitter-reikninginn sinn. Síðustu nótt þá skoraði Damian Lillard yfir 30 stig í þrettánda skiptið það sem af er nýju ári sem er það mesta hjá einum leikmanni í NBA-deildinni. Damian Lillard er eins og er í þriðja sæti yfir stigahæstu leikmenn NBA deildarinnar og í sjötta sæti yfir þá sem gefa flestar stoðsendingar. Tonight was Damian Lillard's 13th 30-point game since the turn of the new year, most in the league over that span. Most 30-Pt Games Since Jan. 1 Damian Lillard 13 Devin Booker 12 Russell Westbrook 11 Giannis Antetokounmpo 11 pic.twitter.com/VPHZijXlat— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 10, 2020
NBA Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira