Sjöundi sigur Boston í röð | Ótrúlegur endir í Houston Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. febrúar 2020 07:45 Kemba Walker skoraði 27 stig þegar Boston Celtics sigraði Oklahoma City Thunder. vísir/getty Boston Celtics vann sinn sjöunda leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta þegar liðið lagði Oklahoma City Thunder að velli, 111-112. Kemba Walker skoraði 27 stig fyrir Boston og Jayson Tatum 26. Sá síðarnefndi tók einnig ellefu fráköst. Boston er í 3. sæti Austurdeildarinnar. @jaytatum0's 26 PTS, 11 REB guides the @celtics to their 7th consecutive victory! #Celticspic.twitter.com/HgunJYMmfk— NBA (@NBA) February 10, 2020 Sex aðrir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. Bojan Bogdanovic tryggði Utah Jazz sigur á Houston Rockets með þriggja stiga körfu í þann mund sem leiktíminn rann út. Lokatölur 113-114, Utah í vil. Russell Westbrook skoraði 39 stig fyrir Houston og James Harden var með þrefalda tvennu; 28 stig, tíu fráköst og tíu stoðsendingar. Harden hitti hins vegar aðeins úr tveimur af 13 þriggja stiga skotum sínum. Jordan Clarkson var stigahæstur í liði Utah með 30 stig og Donovan Mitchell skoraði 24 stig. Fantastic finish in Houston! Watch the best plays down the stretch as @44Bojan caps the @utahjazz thrilling W on the road! #TakeNotepic.twitter.com/jhqss5NcBY— NBA (@NBA) February 10, 2020 Damian Lillard hefur verið heitasti leikmaður NBA upp á síðkastið og hann skoraði 33 stig þegar Portland Trail Blazers sigraði Miami Heat, 115-109. Þetta var þriðja tap Miami í röð. Í síðustu tíu leikjum er Lillard með 41,5 stig að meðaltali og yfir 50% þriggja stiga nýtingu. Portland nálgast úrslitakeppnissæti í Vesturdeildinni. @Dame_Lillard stays hot, recording 33 PTS (6 3PM), 8 AST in the @trailblazers home win! #RipCitypic.twitter.com/dwGOVA9UOa— NBA (@NBA) February 10, 2020 Philadelphia 76ers vann annan leikinn í röð þegar liðið lagði Chicago Bulls að velli, 118-111. Furkan Korkmaz skoraði 31 stig af bekknum fyrir Philadelphia og Joel Embiid var með 28 stig og tólf fráköst. Philadelphia hefur unnið 24 af 26 heimaleikjum sínum í vetur. Korkmaz 2nd straight with 30+ @FurkanKorkmaz goes off for 31 PTS, 6 3PM as the @sixers move to 24-2 at home! #PhilaUnitepic.twitter.com/rrdJjrPn1a— NBA (@NBA) February 10, 2020 Úrslitin í nótt: Oklahoma 111-112 Boston Houston 113-114 Utah Portland 115-109 Miami Philadelphia 118-111 Chicago Atlanta 140-135 NY Knicks Washington 99-106 Memphis Cleveland 92-133 LA Clippers The NBA standings through Week 16's action. pic.twitter.com/4e7SXGRdre— NBA (@NBA) February 10, 2020 NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira
Boston Celtics vann sinn sjöunda leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta þegar liðið lagði Oklahoma City Thunder að velli, 111-112. Kemba Walker skoraði 27 stig fyrir Boston og Jayson Tatum 26. Sá síðarnefndi tók einnig ellefu fráköst. Boston er í 3. sæti Austurdeildarinnar. @jaytatum0's 26 PTS, 11 REB guides the @celtics to their 7th consecutive victory! #Celticspic.twitter.com/HgunJYMmfk— NBA (@NBA) February 10, 2020 Sex aðrir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. Bojan Bogdanovic tryggði Utah Jazz sigur á Houston Rockets með þriggja stiga körfu í þann mund sem leiktíminn rann út. Lokatölur 113-114, Utah í vil. Russell Westbrook skoraði 39 stig fyrir Houston og James Harden var með þrefalda tvennu; 28 stig, tíu fráköst og tíu stoðsendingar. Harden hitti hins vegar aðeins úr tveimur af 13 þriggja stiga skotum sínum. Jordan Clarkson var stigahæstur í liði Utah með 30 stig og Donovan Mitchell skoraði 24 stig. Fantastic finish in Houston! Watch the best plays down the stretch as @44Bojan caps the @utahjazz thrilling W on the road! #TakeNotepic.twitter.com/jhqss5NcBY— NBA (@NBA) February 10, 2020 Damian Lillard hefur verið heitasti leikmaður NBA upp á síðkastið og hann skoraði 33 stig þegar Portland Trail Blazers sigraði Miami Heat, 115-109. Þetta var þriðja tap Miami í röð. Í síðustu tíu leikjum er Lillard með 41,5 stig að meðaltali og yfir 50% þriggja stiga nýtingu. Portland nálgast úrslitakeppnissæti í Vesturdeildinni. @Dame_Lillard stays hot, recording 33 PTS (6 3PM), 8 AST in the @trailblazers home win! #RipCitypic.twitter.com/dwGOVA9UOa— NBA (@NBA) February 10, 2020 Philadelphia 76ers vann annan leikinn í röð þegar liðið lagði Chicago Bulls að velli, 118-111. Furkan Korkmaz skoraði 31 stig af bekknum fyrir Philadelphia og Joel Embiid var með 28 stig og tólf fráköst. Philadelphia hefur unnið 24 af 26 heimaleikjum sínum í vetur. Korkmaz 2nd straight with 30+ @FurkanKorkmaz goes off for 31 PTS, 6 3PM as the @sixers move to 24-2 at home! #PhilaUnitepic.twitter.com/rrdJjrPn1a— NBA (@NBA) February 10, 2020 Úrslitin í nótt: Oklahoma 111-112 Boston Houston 113-114 Utah Portland 115-109 Miami Philadelphia 118-111 Chicago Atlanta 140-135 NY Knicks Washington 99-106 Memphis Cleveland 92-133 LA Clippers The NBA standings through Week 16's action. pic.twitter.com/4e7SXGRdre— NBA (@NBA) February 10, 2020
NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira