Tveir voru fluttir minniháttar slasaðir á slysadeild eftir árekstur jeppa og bíls á Reykjanesbrautinni nærri Mjóddinni síðdegis í dag.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur verið nokkuð um óhöpp í snjónum á höfuðborgarsvæðinu í dag. Sem betur fer hafa ekki orðið alvarleg slys á fólki.
Þó nokkrar tafir urðu á umferð á Reykjanesbrautinni seinni partinn í dag vegna þessa.
