Steph Curry að snúa aftur Ísak Hallmundarson skrifar 29. febrúar 2020 23:00 Curry er einn besti leikmaður NBA-deildarinnar. vísir/getty Stephen Curry er byrjaður að æfa aftur með liðsfélögum sínum í Golden State Warriors í fyrsta sinn í fjóra mánuði, en hann handleggsbrotnaði í október síðastliðnum. Þetta eru gleðitíðindi fyrir Golden State. Golden State hefur komist í úrslitin í NBA-deildinni síðustu fimm ár og orðið meistarar þrisvar á því tímabili. Núna situr liðið hinsvegar í neðsta sæta Vesturdeildarinnar og nokkuð ljóst að þeir taka ekki þátt í úrslitunum í vor. Liðið varð fyrir áfalli í lok síðasta tímabils þegar Klay Thompson meiddist illa á hné og var strax sagður frá keppni í langan tíma. Það hefur verið staðfest að hann muni ekkert spila á þessu tímabili. Í ofanálag handleggsbrotnaði Steph Curry í byrjun þessa tímabils og hefur ekki spilað síðan í 4. umferð. Síðan þá hefur Golden State aðeins unnið 11 leiki. Nú er sagt að Curry gæti mögulega tekið þátt í leik Warriors gegn Washington Wizards annað kvöld. Það er heldur betur léttir fyrir aðdáendur Golden State-liðsins sem hafa mátt þola frekar dapurt tímabil hingað til. Curry hefur tvisvar verið valinn verðmætasti leikmaður tímabilsins í NBA, árin 2015 og 2016. Þá var hann stigahæstur í deildinni 2016 og hefur þrisvar sinnum verið valinn í úrvalslið deildarinnar og sex sinnum í stjörnuleikinn. ,,Síðustu 20 leikir tímabilsins eru mikilvægir fyrir okkur,‘‘ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State. Við þurfum að leggja góðan grunn að næsta tímabili og byggja upp liðsanda. Þess vegna er mikilvægt fyrir Curry að koma inn núna.‘‘ ,,Aðstoðarþjálfarinn sagði að við ættum að spila ,,Joy to the World‘‘ þegar hann snýr aftur. Hann er einhver leikglaðasti körfuboltamaður sem ég hef umgengst og það smitar út frá sér. Þjálfararnir eru allir brosandi á meðan þeir fylgjast með honum æfa skotin sín,‘‘ sagði Kerr kátur. NBA Tengdar fréttir Curry frá í þrjá mánuði Stephen Curry verður frá í að minnsta kosti þrjá mánuði eftir að hann gekkst undir aðgerð á hendi í gær 2. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Stephen Curry er byrjaður að æfa aftur með liðsfélögum sínum í Golden State Warriors í fyrsta sinn í fjóra mánuði, en hann handleggsbrotnaði í október síðastliðnum. Þetta eru gleðitíðindi fyrir Golden State. Golden State hefur komist í úrslitin í NBA-deildinni síðustu fimm ár og orðið meistarar þrisvar á því tímabili. Núna situr liðið hinsvegar í neðsta sæta Vesturdeildarinnar og nokkuð ljóst að þeir taka ekki þátt í úrslitunum í vor. Liðið varð fyrir áfalli í lok síðasta tímabils þegar Klay Thompson meiddist illa á hné og var strax sagður frá keppni í langan tíma. Það hefur verið staðfest að hann muni ekkert spila á þessu tímabili. Í ofanálag handleggsbrotnaði Steph Curry í byrjun þessa tímabils og hefur ekki spilað síðan í 4. umferð. Síðan þá hefur Golden State aðeins unnið 11 leiki. Nú er sagt að Curry gæti mögulega tekið þátt í leik Warriors gegn Washington Wizards annað kvöld. Það er heldur betur léttir fyrir aðdáendur Golden State-liðsins sem hafa mátt þola frekar dapurt tímabil hingað til. Curry hefur tvisvar verið valinn verðmætasti leikmaður tímabilsins í NBA, árin 2015 og 2016. Þá var hann stigahæstur í deildinni 2016 og hefur þrisvar sinnum verið valinn í úrvalslið deildarinnar og sex sinnum í stjörnuleikinn. ,,Síðustu 20 leikir tímabilsins eru mikilvægir fyrir okkur,‘‘ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State. Við þurfum að leggja góðan grunn að næsta tímabili og byggja upp liðsanda. Þess vegna er mikilvægt fyrir Curry að koma inn núna.‘‘ ,,Aðstoðarþjálfarinn sagði að við ættum að spila ,,Joy to the World‘‘ þegar hann snýr aftur. Hann er einhver leikglaðasti körfuboltamaður sem ég hef umgengst og það smitar út frá sér. Þjálfararnir eru allir brosandi á meðan þeir fylgjast með honum æfa skotin sín,‘‘ sagði Kerr kátur.
NBA Tengdar fréttir Curry frá í þrjá mánuði Stephen Curry verður frá í að minnsta kosti þrjá mánuði eftir að hann gekkst undir aðgerð á hendi í gær 2. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Curry frá í þrjá mánuði Stephen Curry verður frá í að minnsta kosti þrjá mánuði eftir að hann gekkst undir aðgerð á hendi í gær 2. nóvember 2019 09:00